Gummi Ben: Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2025 09:01 Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans ræddu um þjálfarastarfið hjá Skagamönnum og veltu því fyrir sér hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson taki mögulega við. Getty/Alex Nicodim/Sýn Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni ræddu stóru fréttirnar frá Akranesi í nýjast þætti sínum um Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA lét Jón Þór Hauksson fara eftir tapleik á móti nýliðunum en þetta var áttunda tap liðsins í ellefu leikjum. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið rétt í stöðunni eða ekki. Þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni heldur hafa þeir verið að tapa leikjum illa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Guðmundur benti þá að í 4-1 tapinu á móti Aftureldingu þá hafi leikurinn opnast undir lokin með þessari niðurstöðu. Klippa: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt“ „Þegar Afturelding skorar sitt annað mark þá er Skaginn nýbúinn að fá tvö mjög góð færi,“ sagði Lárus Orri. „Gísli fékk tækifæri til að koma þeim í 2-1 og það hefði gefið þeim rosalega mikið,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. Þeir sýndu lista með þriggja marka töpum Skagamanna í sumar. Þetta eru nokkur stór og slæm töp „Þetta eru nokkur stór og slæm töp. Það sem við höfum verið að sjá í þessum leik og líka fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Þeir hálfpartinn gefast upp og maður sér það að það er áþreifanlegt á liðinu að trúin hverfur,“ sagði Lárus. „Auðvitað fer sjálfstraustið þegar það gengur illa hjá liðum en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ sagði Lárus. Skagaliðið er búið að fá á sig 28 mörk í 11 leikjum en liðið fékk á sig 31 mark í 22 fyrstu leikjunum í fyrra. Það væri áhugavert „Það á ekki að hafa komið neinum á óvart að það hafi verið farið í breytingar. Þetta verður erfitt fyrir Skagamenn en ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt,“ sagði Lárus. „Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Það eru háværar raddir um að það sé að fara að gerast,“ sagði Guðmundur. „Jóhannes Karl er að þjálfa AB í Danmörku. Það væri áhugavert,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á viðbrögðin við spurningum Gumma Ben og alla umræðuna um þjálfaraskipti Skagamanna hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
ÍA lét Jón Þór Hauksson fara eftir tapleik á móti nýliðunum en þetta var áttunda tap liðsins í ellefu leikjum. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið rétt í stöðunni eða ekki. Þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni heldur hafa þeir verið að tapa leikjum illa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Guðmundur benti þá að í 4-1 tapinu á móti Aftureldingu þá hafi leikurinn opnast undir lokin með þessari niðurstöðu. Klippa: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt“ „Þegar Afturelding skorar sitt annað mark þá er Skaginn nýbúinn að fá tvö mjög góð færi,“ sagði Lárus Orri. „Gísli fékk tækifæri til að koma þeim í 2-1 og það hefði gefið þeim rosalega mikið,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. Þeir sýndu lista með þriggja marka töpum Skagamanna í sumar. Þetta eru nokkur stór og slæm töp „Þetta eru nokkur stór og slæm töp. Það sem við höfum verið að sjá í þessum leik og líka fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Þeir hálfpartinn gefast upp og maður sér það að það er áþreifanlegt á liðinu að trúin hverfur,“ sagði Lárus. „Auðvitað fer sjálfstraustið þegar það gengur illa hjá liðum en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ sagði Lárus. Skagaliðið er búið að fá á sig 28 mörk í 11 leikjum en liðið fékk á sig 31 mark í 22 fyrstu leikjunum í fyrra. Það væri áhugavert „Það á ekki að hafa komið neinum á óvart að það hafi verið farið í breytingar. Þetta verður erfitt fyrir Skagamenn en ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt,“ sagði Lárus. „Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Það eru háværar raddir um að það sé að fara að gerast,“ sagði Guðmundur. „Jóhannes Karl er að þjálfa AB í Danmörku. Það væri áhugavert,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á viðbrögðin við spurningum Gumma Ben og alla umræðuna um þjálfaraskipti Skagamanna hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira