Gummi Ben: Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2025 09:01 Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans ræddu um þjálfarastarfið hjá Skagamönnum og veltu því fyrir sér hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson taki mögulega við. Getty/Alex Nicodim/Sýn Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni ræddu stóru fréttirnar frá Akranesi í nýjast þætti sínum um Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA lét Jón Þór Hauksson fara eftir tapleik á móti nýliðunum en þetta var áttunda tap liðsins í ellefu leikjum. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið rétt í stöðunni eða ekki. Þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni heldur hafa þeir verið að tapa leikjum illa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Guðmundur benti þá að í 4-1 tapinu á móti Aftureldingu þá hafi leikurinn opnast undir lokin með þessari niðurstöðu. Klippa: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt“ „Þegar Afturelding skorar sitt annað mark þá er Skaginn nýbúinn að fá tvö mjög góð færi,“ sagði Lárus Orri. „Gísli fékk tækifæri til að koma þeim í 2-1 og það hefði gefið þeim rosalega mikið,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. Þeir sýndu lista með þriggja marka töpum Skagamanna í sumar. Þetta eru nokkur stór og slæm töp „Þetta eru nokkur stór og slæm töp. Það sem við höfum verið að sjá í þessum leik og líka fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Þeir hálfpartinn gefast upp og maður sér það að það er áþreifanlegt á liðinu að trúin hverfur,“ sagði Lárus. „Auðvitað fer sjálfstraustið þegar það gengur illa hjá liðum en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ sagði Lárus. Skagaliðið er búið að fá á sig 28 mörk í 11 leikjum en liðið fékk á sig 31 mark í 22 fyrstu leikjunum í fyrra. Það væri áhugavert „Það á ekki að hafa komið neinum á óvart að það hafi verið farið í breytingar. Þetta verður erfitt fyrir Skagamenn en ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt,“ sagði Lárus. „Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Það eru háværar raddir um að það sé að fara að gerast,“ sagði Guðmundur. „Jóhannes Karl er að þjálfa AB í Danmörku. Það væri áhugavert,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á viðbrögðin við spurningum Gumma Ben og alla umræðuna um þjálfaraskipti Skagamanna hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
ÍA lét Jón Þór Hauksson fara eftir tapleik á móti nýliðunum en þetta var áttunda tap liðsins í ellefu leikjum. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið rétt í stöðunni eða ekki. Þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni heldur hafa þeir verið að tapa leikjum illa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Guðmundur benti þá að í 4-1 tapinu á móti Aftureldingu þá hafi leikurinn opnast undir lokin með þessari niðurstöðu. Klippa: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt“ „Þegar Afturelding skorar sitt annað mark þá er Skaginn nýbúinn að fá tvö mjög góð færi,“ sagði Lárus Orri. „Gísli fékk tækifæri til að koma þeim í 2-1 og það hefði gefið þeim rosalega mikið,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. Þeir sýndu lista með þriggja marka töpum Skagamanna í sumar. Þetta eru nokkur stór og slæm töp „Þetta eru nokkur stór og slæm töp. Það sem við höfum verið að sjá í þessum leik og líka fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Þeir hálfpartinn gefast upp og maður sér það að það er áþreifanlegt á liðinu að trúin hverfur,“ sagði Lárus. „Auðvitað fer sjálfstraustið þegar það gengur illa hjá liðum en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ sagði Lárus. Skagaliðið er búið að fá á sig 28 mörk í 11 leikjum en liðið fékk á sig 31 mark í 22 fyrstu leikjunum í fyrra. Það væri áhugavert „Það á ekki að hafa komið neinum á óvart að það hafi verið farið í breytingar. Þetta verður erfitt fyrir Skagamenn en ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt,“ sagði Lárus. „Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Það eru háværar raddir um að það sé að fara að gerast,“ sagði Guðmundur. „Jóhannes Karl er að þjálfa AB í Danmörku. Það væri áhugavert,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á viðbrögðin við spurningum Gumma Ben og alla umræðuna um þjálfaraskipti Skagamanna hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira