Harmar ákvörðun Guðmundar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júní 2025 12:09 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar er nýr formaður SFS. Guðmundur í Brimi kaus ekki að tjá sig við fréttastofu. ARnar/Einar Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mánudag. Hann sagði ástæðu brotthvarfs síns vera að áherslur hans sem formaður nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, né annarra í forystu samtakanna. Í yfirlýsingu ítrekaði Guðmundur að það væri hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning með öflugu samtali sem ætti sér ekki stað í dag. Samstarfið ekki borið skugga á vináttuna Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og þáverandi varaformaður SFS, tekur því við formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi. Hann segir mikilvægast núna að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegs. „Auðvitað er maður að mörgu leyti auðmjúkur og stoltur að fá stuðning félaganna til að takast á við þetta.“ Guðmundur var kjörinn formaður í apríl en Gunnþór segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar hann sagði af sér. „Ég meina ég studdi hans til starfa fyrir tveimur mánuðum og ég er búinn að vinna náið og vel með honum í tvo mánuði og við erum góðir vinir svo það samstarf hefur ekki borið skugga á það.“ Allir að róa í sömu átt Spurður hvort hann hafi orðið var ágreining á milli Guðmundar og Heiðrúnar Lindar svarar hann því neitandi. „Eins og ég segi, ég hef unnið með Guðmundi lengi og hef ekki orðið var við neinn málefnalegan ágreining enda held ég að allir þeir sem eru innan stjórn samtakanna séu eins og Guðmundur, með ástríðu fyrir íslenskum sjávarútvegi.“ Enginn klofningur sé til staðar innan SFS. Allir í íslenskum sjávarútvegi rói í sömu átt. „Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana en að sama skapi harma ég hana. Því Guðmundur er gífurlega öflugur maður í íslenskum sjávarútvegi. Hann er fæddur inn í sjávarútveginn.“ Sagði Gunnþór Ingvason, nýr formaður SFS en þess má geta að Guðmundur í Brimi kaus ekki að ræða við fréttastofu í dag og Heiðrún Lind svaraði ekki viðtalsbeiðnum. Heiðrún Lind er í stjórn Sýnar. Sjávarútvegur Atvinnurekendur Síldarvinnslan Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mánudag. Hann sagði ástæðu brotthvarfs síns vera að áherslur hans sem formaður nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, né annarra í forystu samtakanna. Í yfirlýsingu ítrekaði Guðmundur að það væri hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning með öflugu samtali sem ætti sér ekki stað í dag. Samstarfið ekki borið skugga á vináttuna Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og þáverandi varaformaður SFS, tekur því við formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi. Hann segir mikilvægast núna að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegs. „Auðvitað er maður að mörgu leyti auðmjúkur og stoltur að fá stuðning félaganna til að takast á við þetta.“ Guðmundur var kjörinn formaður í apríl en Gunnþór segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar hann sagði af sér. „Ég meina ég studdi hans til starfa fyrir tveimur mánuðum og ég er búinn að vinna náið og vel með honum í tvo mánuði og við erum góðir vinir svo það samstarf hefur ekki borið skugga á það.“ Allir að róa í sömu átt Spurður hvort hann hafi orðið var ágreining á milli Guðmundar og Heiðrúnar Lindar svarar hann því neitandi. „Eins og ég segi, ég hef unnið með Guðmundi lengi og hef ekki orðið var við neinn málefnalegan ágreining enda held ég að allir þeir sem eru innan stjórn samtakanna séu eins og Guðmundur, með ástríðu fyrir íslenskum sjávarútvegi.“ Enginn klofningur sé til staðar innan SFS. Allir í íslenskum sjávarútvegi rói í sömu átt. „Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana en að sama skapi harma ég hana. Því Guðmundur er gífurlega öflugur maður í íslenskum sjávarútvegi. Hann er fæddur inn í sjávarútveginn.“ Sagði Gunnþór Ingvason, nýr formaður SFS en þess má geta að Guðmundur í Brimi kaus ekki að ræða við fréttastofu í dag og Heiðrún Lind svaraði ekki viðtalsbeiðnum. Heiðrún Lind er í stjórn Sýnar.
Sjávarútvegur Atvinnurekendur Síldarvinnslan Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira