Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 14:01 Fimm íslenskar flugfreyjur klæddar einkennisbúningum Pan Am frá mismunandi tímabilum. Pan Am Íslensk áhöfn tekur þátt í tólf daga lúxusferð undir merkjum flugfélagsins forna Pan Am, klædd í einkennisbúninga félagsins. Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Loftleiða segir fortíðarþrá fylgja nafni Pan Am. Níu manna íslensk áhöfn eru um borð flugvélar sem flýgur á fimm áfangastaði á tólf dögum undir merkju flugfélagsins Pan American World Airways, betur þekkt sem Pan Am. Flugfélagið var starfandi á árunum 1927 til 1991 þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Loftleiða, var Pan Am helsta flugfélag Bandaríkjanna sem sá um millilandaflug milli heimsálfa í um sextíu ár. Um er að ræða lúxusþotu, nú merkta flugfélaginu forna.Pan Am „Það er mikill sjarmi og nostalgía sem fylgir nafninu og ímyndinni af Pan Am sem er verið að reyna endurvekja,“ segir Jóhann Gísli. Einkennandi einkennisbúningar Íslenska áhöfnin samanstendur af tveimur flugmönnum, fimm flugfreyjum, tveimur kokkum og flugvirkja. Flugmennirnir og flugfreyjurnar klæðast sérstökum Pan Am einkennisbúningum. „Pan Am var leiðandi í flottum einkennisfötum fyrir áhafnirnar,“ segir Jóhann og tekur sérstaklega fram hvíta hatta flugmannanna. Hér má sjá áhöfnina í búningunum, og flugmennina með hvíta hatta.Pan Am „Það voru fyrst flugbátar sem var flogið til Evrópu. Þeir lentu í sjónum við hafnir en ekki á flugvöllum. Þetta var á þeim tíma sem flugvellir voru ekki komnir alls staðar. Þess vegna eru flugmennirnir með hvítan hatt sem er meira einkennandi fyrir skipstjóra og áhafnarmeðlimi á skipum.“ Flugfreyjurnar klæðast mismunandi einkennisbúningum frá mismunandi tímabilum í sögu flugfélagsins. Sjö og hálf milljón fyrir tólf daga ferð Tólf daga ferðalagið kostar sextíu þúsund dollara eða um sjö og hálfa milljón íslenskra króna en farþegarnir gista á fimm stjörnu hótelum og er um sérstaka lúxusþotu að ræða. „Þetta er flugáhugafólk sem er í ferðinni og fólk sem tengist Pan Am á einn og annan hátt. Þetta hefur vakið mikla athygli,“ segir Jóhann. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Sýnar, fékk að kíkja í umræddar lúxusþotur: Ferðin sjálf er ekki á vegum Loftleiða heldur bandarískrar ferðaskrifstofu. „Bandarísk ferðaskrifstofa sem fékk réttinn til að nota Pan Am nafnið til að endurgera ferð um Evrópu í anda Pan Am. Þetta er í samstarfi við Pan Am Foundation og Pan Am safnið í New York. Þeir vildu endurgera Evrópuferð og eru að fara á þá staði sem þau flugu mest á fyrst,“ segir Jóhann Gísli. Áfangastaðirnir fimm eru Bermuda, Lissabon í Portúgal, Marseille í Frakklandi, London í Bretlandi og Shannon á Írlandi. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Níu manna íslensk áhöfn eru um borð flugvélar sem flýgur á fimm áfangastaði á tólf dögum undir merkju flugfélagsins Pan American World Airways, betur þekkt sem Pan Am. Flugfélagið var starfandi á árunum 1927 til 1991 þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Gísla Jóhannssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Loftleiða, var Pan Am helsta flugfélag Bandaríkjanna sem sá um millilandaflug milli heimsálfa í um sextíu ár. Um er að ræða lúxusþotu, nú merkta flugfélaginu forna.Pan Am „Það er mikill sjarmi og nostalgía sem fylgir nafninu og ímyndinni af Pan Am sem er verið að reyna endurvekja,“ segir Jóhann Gísli. Einkennandi einkennisbúningar Íslenska áhöfnin samanstendur af tveimur flugmönnum, fimm flugfreyjum, tveimur kokkum og flugvirkja. Flugmennirnir og flugfreyjurnar klæðast sérstökum Pan Am einkennisbúningum. „Pan Am var leiðandi í flottum einkennisfötum fyrir áhafnirnar,“ segir Jóhann og tekur sérstaklega fram hvíta hatta flugmannanna. Hér má sjá áhöfnina í búningunum, og flugmennina með hvíta hatta.Pan Am „Það voru fyrst flugbátar sem var flogið til Evrópu. Þeir lentu í sjónum við hafnir en ekki á flugvöllum. Þetta var á þeim tíma sem flugvellir voru ekki komnir alls staðar. Þess vegna eru flugmennirnir með hvítan hatt sem er meira einkennandi fyrir skipstjóra og áhafnarmeðlimi á skipum.“ Flugfreyjurnar klæðast mismunandi einkennisbúningum frá mismunandi tímabilum í sögu flugfélagsins. Sjö og hálf milljón fyrir tólf daga ferð Tólf daga ferðalagið kostar sextíu þúsund dollara eða um sjö og hálfa milljón íslenskra króna en farþegarnir gista á fimm stjörnu hótelum og er um sérstaka lúxusþotu að ræða. „Þetta er flugáhugafólk sem er í ferðinni og fólk sem tengist Pan Am á einn og annan hátt. Þetta hefur vakið mikla athygli,“ segir Jóhann. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Sýnar, fékk að kíkja í umræddar lúxusþotur: Ferðin sjálf er ekki á vegum Loftleiða heldur bandarískrar ferðaskrifstofu. „Bandarísk ferðaskrifstofa sem fékk réttinn til að nota Pan Am nafnið til að endurgera ferð um Evrópu í anda Pan Am. Þetta er í samstarfi við Pan Am Foundation og Pan Am safnið í New York. Þeir vildu endurgera Evrópuferð og eru að fara á þá staði sem þau flugu mest á fyrst,“ segir Jóhann Gísli. Áfangastaðirnir fimm eru Bermuda, Lissabon í Portúgal, Marseille í Frakklandi, London í Bretlandi og Shannon á Írlandi.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira