„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Agnar Már Másson skrifar 19. júní 2025 12:04 Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í morgun að lögregla og sérsveit hafi kl. 10 í gærmorgun ráðist í aðgerð ásamt fleiri lögreglumbættum á nokkrum stöðum á landinu þar sem húsleitir hafi verið framkvæmdar að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í aðgerðunum var lögreglan á Norðurlandi eystra í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Lögregluembættið sagðist hafa unnið um hríð að rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin var tengjast fíkniefnaframleiðslu. „Með aðgerðunum í gær var unnt að staðfesta þessar grunsemdir og er rannsókn á frumstigi.“ Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Þétt dagskrá í héraðsdómi Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald sakborningum í dag en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Frekari upplýsinga um málið væri að vænta frá lögreglunni á næstunni. Athygli vekur að sjö mál eru á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Brutu sér leið inn Húsnæðið sem í var leitað er Aðalbraut 37. Húsið var byggt 1948 en þar var hafði verið leikskóli áður en það varð að íbúðahúsnæði. Lögregluaðgerðin aftur á móti varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið,“ segir einn heimamaður sem býr í grennd við húsið og heyrði í lögreglu og sérsveit ryðjast þar inn. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem býr í nágrenni við húsið, en flestir segjast lítið vita. Einn íbúi á svæðinu segir við fréttastofu að fjórir til fimm lögreglubílar hafi verið á svæðinu. Aðgerðin hafi staðið yfir langt fram á kvöld. Að sögn heimamanna sem fréttastofa hefur rætt við hefur einn erlendur maður búið í húsinu síðasta árið, líklega að austurevrópskum uppruna, en á undan honum hafi annar erlendur maður búið þar í um tvö ár í húsinu. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, það hafi farið svo lítið fyrir honum. Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í morgun að lögregla og sérsveit hafi kl. 10 í gærmorgun ráðist í aðgerð ásamt fleiri lögreglumbættum á nokkrum stöðum á landinu þar sem húsleitir hafi verið framkvæmdar að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í aðgerðunum var lögreglan á Norðurlandi eystra í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Lögregluembættið sagðist hafa unnið um hríð að rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin var tengjast fíkniefnaframleiðslu. „Með aðgerðunum í gær var unnt að staðfesta þessar grunsemdir og er rannsókn á frumstigi.“ Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Þétt dagskrá í héraðsdómi Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald sakborningum í dag en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Frekari upplýsinga um málið væri að vænta frá lögreglunni á næstunni. Athygli vekur að sjö mál eru á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Brutu sér leið inn Húsnæðið sem í var leitað er Aðalbraut 37. Húsið var byggt 1948 en þar var hafði verið leikskóli áður en það varð að íbúðahúsnæði. Lögregluaðgerðin aftur á móti varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið,“ segir einn heimamaður sem býr í grennd við húsið og heyrði í lögreglu og sérsveit ryðjast þar inn. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem býr í nágrenni við húsið, en flestir segjast lítið vita. Einn íbúi á svæðinu segir við fréttastofu að fjórir til fimm lögreglubílar hafi verið á svæðinu. Aðgerðin hafi staðið yfir langt fram á kvöld. Að sögn heimamanna sem fréttastofa hefur rætt við hefur einn erlendur maður búið í húsinu síðasta árið, líklega að austurevrópskum uppruna, en á undan honum hafi annar erlendur maður búið þar í um tvö ár í húsinu. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, það hafi farið svo lítið fyrir honum.
Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira