Arnar missti af ræsingu en vann: „Ha? Eru þau farin?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2025 12:31 Arnar Pétursson kemur fyrstur í mark í hálfmaraþoni í Miðnæturhlaupi Suzuki 2025. ÍBR „Það sem að maður lendir ekki í, í þessum hlaupum…“ segir Arnar Pétursson, hlauparinn magnaði sem náði að vinna hálfmaraþon Miðnæturhlaups Suzuki í gærkvöld þrátt fyrir að missa af ræsingunni. Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:11:54 klukkustund en flögutími hans, sem sagt tíminn frá því að hann fór yfir rásmarkið og þar til hann kom í endamarkið, var tæpum tveimur mínútum betri. Það er vegna þess að allir voru farnir af stað þegar Arnar mætti í rásmarkið. Hann lýsti því í myndbandi á Instagram, sem sjá má hér að neðan, hvernig hann hefði „lent í algjöru kaosi“ þegar hann mætti í röðina til að sækja númerið sitt fyrir hlaupið. Klippa: Arnar í algjöru kaosi fyrir Miðnæturhlaupið „Ég hélt að röðin hlyti að styttast rétt fyrir hlaup og maður gæti gripið númerið sitt. Ég kom svo þarna fimm mínútur í start en það var enn röð. Ég talaði þarna við starfsmann sem græjaði númerið fyrir mig. Það gekk eitthvað brösuglega en svo loksins fékk ég númerið, skellti því á bringuna og hélt ég væri að ná startinu. Kem niður að starthliði en þá eru allir farnir og ég heyri bara að það sé verið að starta 10 kílómetra hlaupinu. Ég var bara: „Ha? Eru þau farin?““ Ógeðslega skemmtilegt að þurfa að ná öllum Arnar segist hafa hugsað um það í sekúndubrot hvort hann nennti virkilega að fara af stað, án þess að vita hve langt væri í aðra keppendur og án þess að vita hversu sterk samkeppnin væri enda fjöldi erlendra keppenda að taka þátt sem hann þekkti ekki til. „En ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti tekið þetta sem góða æfingu. Negldi bara af stað og byrjaði að taka fram úr öllum. Ég var bara í hálfgerðu móki en það er ógeðslega skemmtilegt mindset að þurfa að ná fólki. Það endaði með að ég náði fremsta manni eftir rúma fimm kílómetra og átti þokkalega gott hlaup,“ sagði Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. Hann tekur með sér reynslu úr hlaupinu í gær en mælir ekkert sérstaklega með því að hlauparar fari of seint af stað. „Góð æfing en ég mæli ekki með að missa af startinu. Þú ferð í ákveðið „panic mode“ en það kveikir líka á geggjaðri keppnispeppun.“ Hlaup Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:11:54 klukkustund en flögutími hans, sem sagt tíminn frá því að hann fór yfir rásmarkið og þar til hann kom í endamarkið, var tæpum tveimur mínútum betri. Það er vegna þess að allir voru farnir af stað þegar Arnar mætti í rásmarkið. Hann lýsti því í myndbandi á Instagram, sem sjá má hér að neðan, hvernig hann hefði „lent í algjöru kaosi“ þegar hann mætti í röðina til að sækja númerið sitt fyrir hlaupið. Klippa: Arnar í algjöru kaosi fyrir Miðnæturhlaupið „Ég hélt að röðin hlyti að styttast rétt fyrir hlaup og maður gæti gripið númerið sitt. Ég kom svo þarna fimm mínútur í start en það var enn röð. Ég talaði þarna við starfsmann sem græjaði númerið fyrir mig. Það gekk eitthvað brösuglega en svo loksins fékk ég númerið, skellti því á bringuna og hélt ég væri að ná startinu. Kem niður að starthliði en þá eru allir farnir og ég heyri bara að það sé verið að starta 10 kílómetra hlaupinu. Ég var bara: „Ha? Eru þau farin?““ Ógeðslega skemmtilegt að þurfa að ná öllum Arnar segist hafa hugsað um það í sekúndubrot hvort hann nennti virkilega að fara af stað, án þess að vita hve langt væri í aðra keppendur og án þess að vita hversu sterk samkeppnin væri enda fjöldi erlendra keppenda að taka þátt sem hann þekkti ekki til. „En ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti tekið þetta sem góða æfingu. Negldi bara af stað og byrjaði að taka fram úr öllum. Ég var bara í hálfgerðu móki en það er ógeðslega skemmtilegt mindset að þurfa að ná fólki. Það endaði með að ég náði fremsta manni eftir rúma fimm kílómetra og átti þokkalega gott hlaup,“ sagði Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. Hann tekur með sér reynslu úr hlaupinu í gær en mælir ekkert sérstaklega með því að hlauparar fari of seint af stað. „Góð æfing en ég mæli ekki með að missa af startinu. Þú ferð í ákveðið „panic mode“ en það kveikir líka á geggjaðri keppnispeppun.“
Hlaup Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira