Vara við því að ölvuðu fólki sé boðið að sitja að sumbli í Lystigarðinum Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2025 09:03 Frá 17. júní hátið í Lystigarði Akureyrar árið 2023. Garðyrkjufólk er ósátt við að halda eigi hátíð þar sem áfengi er í boði í garðinum. Lystigarður Akureyrar Garðyrkjufólk hefur áhyggjur af fyrirhugaðri bjórhátið sem á að halda í lystigarði bæjarins í næsta mánuði. Formaður Garðyrkjufélags Íslands segir augljósa áhættu fólgna í því að bjóða ölvuðu fólki að sitja að sumbli innan um óbætanlegar plöntur. Skipuleggjandi segir aldrei hafa verið gengið illa um garðinn á fyrri hátíðum. Til stendur að halda sumar- og bjórhátíð veitingahússins LYST í Lystigarði Akureyrar dagana 18. til 20. júlí. Það verður fjórða árið í röð þar sem handverksbrugghús kynna framleiðslu sína í garðinum. Ekki eru allir sáttir við áformin. Tvö bréf þar sem áhyggjum var lýst af hátíðinni voru lögð fram til kynningar í bæjarráði Akureyrar á fimmtudag, bæði frá garðyrkjufólki. Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands, ritaði bænum bréf þar sem hún sagði það skjóta skökku við að drykkjuhátíð væri auglýst í eins dýrmætu plöntusafni og Lystigarðurinn á Akureyri væri. Þekkt væri að dómgreind fólks slævðist verulega þegar það væri undir áhrifum áfengis og þá gætu óhöppin átt sér stað. „Slík óhöpp þurfa ekki að vera alvarleg en áhættan á því að bjóða ölvuðu fólki upp að sitja að sumbli í grasagarði með óbætanlegum plöntum hlýtur að vera augljós hverjum sem horfa vill,“ skrifar Guðríður sem vill að bæjarstjórn Akureyrar skoði að finna hátíðinni annan stað. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Í svipaðan streng tekur Ásta Camilla Gylfadóttir sem skrifaði sögu Lystigarðsins og vann þar sem garðyrkjufræðingur á sínum tíma. Hún telur bjórhátíð alls ekki eiga heima í garðinum þar sem viðkvæmur gróður sé alltumlykjandi og „fólk í misjöfnu ástandi reiki um garðinn og detti í beðin“. Líkir hún garðinum við safn með lifandi plöntur. „Myndi maður vera með samskonar bjórhátíð á Listasafni Akureyrar í Gilinu eða Minjasafninu? Plöntur í grasagarði eru jafn dýrmætir safngripir eins og listaverk á vegg eða askur í hillu,“ segir Ásta Camilla í bréfi sínu. Alltaf farið vel fram Reynir Grétarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar og eigandi LYST, segir hátíðina hafa farið vel fram öll þau ár sem hún hafi verið haldin. Reynt sé að standa vel að hátíðinni og í sátt við garðinn. Þannig hafi verið sérstök gæsla fyrir beðin og brýnt fyrir gestum að ganga vel um. Að þessi sinni kynna fimmtán brugghús framleiðslu sína. Sá hluti hátíðarinnar er á milli klukkan 13:00 og 18:00 á laugardag. Reynir segir að hátíðin hafi aldrei verið stórt fyllerí og flestir gestir kunni sig. Veitingahúsið LYST í Lystigarðin Akureyrar. Eigendur þess hafa staðið fyrir sumar- og bjórhátíð síðustu ár.Lystigarður Akureyrar Hann er þó meðvitaður um að ákveðin togstreita hafi verið um hátíðina en skipuleggjendur hafi aldrei sýnt neitt annað en samstarfsvilja um að halda garðinum fínum. Hann bendir á að nýbúið sé að halda 17. júní hátíð í garðinum. Þar sé þar að auki veitingastaður- og kaffihús og svið fyrir viðburði. „Mér finnst ömurlegt að garðyrkjufólk sé að kvarta yfir þessu. Flest þeirra hafa ekki mætt á þetta,“ segir Reynir. Lokahnykkur hátíðarinnar í ár er tónleikar í lystigarðinum sem Reynir segir að séu þeir flottustu til þessa. Þar troða Rakel Sigurðardóttir, Bríet, Una Torfadóttir og Jói Pé og Króli upp. Akureyri Áfengi Garðyrkja Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Til stendur að halda sumar- og bjórhátíð veitingahússins LYST í Lystigarði Akureyrar dagana 18. til 20. júlí. Það verður fjórða árið í röð þar sem handverksbrugghús kynna framleiðslu sína í garðinum. Ekki eru allir sáttir við áformin. Tvö bréf þar sem áhyggjum var lýst af hátíðinni voru lögð fram til kynningar í bæjarráði Akureyrar á fimmtudag, bæði frá garðyrkjufólki. Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands, ritaði bænum bréf þar sem hún sagði það skjóta skökku við að drykkjuhátíð væri auglýst í eins dýrmætu plöntusafni og Lystigarðurinn á Akureyri væri. Þekkt væri að dómgreind fólks slævðist verulega þegar það væri undir áhrifum áfengis og þá gætu óhöppin átt sér stað. „Slík óhöpp þurfa ekki að vera alvarleg en áhættan á því að bjóða ölvuðu fólki upp að sitja að sumbli í grasagarði með óbætanlegum plöntum hlýtur að vera augljós hverjum sem horfa vill,“ skrifar Guðríður sem vill að bæjarstjórn Akureyrar skoði að finna hátíðinni annan stað. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Í svipaðan streng tekur Ásta Camilla Gylfadóttir sem skrifaði sögu Lystigarðsins og vann þar sem garðyrkjufræðingur á sínum tíma. Hún telur bjórhátíð alls ekki eiga heima í garðinum þar sem viðkvæmur gróður sé alltumlykjandi og „fólk í misjöfnu ástandi reiki um garðinn og detti í beðin“. Líkir hún garðinum við safn með lifandi plöntur. „Myndi maður vera með samskonar bjórhátíð á Listasafni Akureyrar í Gilinu eða Minjasafninu? Plöntur í grasagarði eru jafn dýrmætir safngripir eins og listaverk á vegg eða askur í hillu,“ segir Ásta Camilla í bréfi sínu. Alltaf farið vel fram Reynir Grétarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar og eigandi LYST, segir hátíðina hafa farið vel fram öll þau ár sem hún hafi verið haldin. Reynt sé að standa vel að hátíðinni og í sátt við garðinn. Þannig hafi verið sérstök gæsla fyrir beðin og brýnt fyrir gestum að ganga vel um. Að þessi sinni kynna fimmtán brugghús framleiðslu sína. Sá hluti hátíðarinnar er á milli klukkan 13:00 og 18:00 á laugardag. Reynir segir að hátíðin hafi aldrei verið stórt fyllerí og flestir gestir kunni sig. Veitingahúsið LYST í Lystigarðin Akureyrar. Eigendur þess hafa staðið fyrir sumar- og bjórhátíð síðustu ár.Lystigarður Akureyrar Hann er þó meðvitaður um að ákveðin togstreita hafi verið um hátíðina en skipuleggjendur hafi aldrei sýnt neitt annað en samstarfsvilja um að halda garðinum fínum. Hann bendir á að nýbúið sé að halda 17. júní hátíð í garðinum. Þar sé þar að auki veitingastaður- og kaffihús og svið fyrir viðburði. „Mér finnst ömurlegt að garðyrkjufólk sé að kvarta yfir þessu. Flest þeirra hafa ekki mætt á þetta,“ segir Reynir. Lokahnykkur hátíðarinnar í ár er tónleikar í lystigarðinum sem Reynir segir að séu þeir flottustu til þessa. Þar troða Rakel Sigurðardóttir, Bríet, Una Torfadóttir og Jói Pé og Króli upp.
Akureyri Áfengi Garðyrkja Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira