Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 11:14 Einstaklingarnir sækja um vegabréfsáritun til þess að auðvelda ferðlag sitt á Schengen-svæðið. Vísir/Vilhelm Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir. „Starfsfólk lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur meðal annars orðið þess vart að einstaklingar séu að sækja um vegabréfsáritanir hjá íslenskum stjórnvöldum þar sem umsóknir séu afgreiddar hraðar og það séu meiri líkur á að þær séu samþykktar,“ segir í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum um frumvarp utanríkisráðherra um vegabréfsáritanir. Þar kemur einnig fram að umræddir einstaklingar ætli sér ekki að ferðast um landið heldur afbóki hótel og flug um leið og þeir fái áritunina. Frá áramótum hafa um tuttugu mál komið upp hjá lögregluembættinu sem varða frávísunum með hliðsjón af afturköllun áritunar. „Þá hefur einnig komið upp mál þar sem einstaklingar bóka sólahringsferð til Íslands til að fá stimpil hér landi til að virkja vegabréfsáritunina svo að viðkomandi geti ferðast áfram inn í Evrópu.“ Vilja skýrara frumvarp Frumvarp utanríkisráðherra kveður á að utanríkisráðuneytið taki alfarið við framkvæmd vegabréfsáritana en þá sé sami aðilinn sem hefur heimild til að bæði veita og synja vegabréfsáritunum. Þá verði kæruleið aðlöguð að finnskri fyrirmynd sem þýðir að ráðuneytið hefur heimild til að taka aftur upp mál í stað þess að vísa þeim til kærunefndar útlendingamála. Í umsókninni lýsir lögreglustjórinn yfir ánægju en kallar jafnframt eftir því að ákveðin atriði þurfi að skýra í frumvarpinu. Þar á meðal er ítarlegri heimild til að afturkalla vegabréfsáritanir, til að mynda ef að einstaklingur hefur gefið upp rangar upplýsingar um tilgang ferðarinnar eða ef að umsækjendurnir séu einungis að nýta sér íslenska áritun til að komast inn á Schengen-svæðið. Ferðalög Utanríkismál Alþingi Lögreglumál Vegabréf Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
„Starfsfólk lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur meðal annars orðið þess vart að einstaklingar séu að sækja um vegabréfsáritanir hjá íslenskum stjórnvöldum þar sem umsóknir séu afgreiddar hraðar og það séu meiri líkur á að þær séu samþykktar,“ segir í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum um frumvarp utanríkisráðherra um vegabréfsáritanir. Þar kemur einnig fram að umræddir einstaklingar ætli sér ekki að ferðast um landið heldur afbóki hótel og flug um leið og þeir fái áritunina. Frá áramótum hafa um tuttugu mál komið upp hjá lögregluembættinu sem varða frávísunum með hliðsjón af afturköllun áritunar. „Þá hefur einnig komið upp mál þar sem einstaklingar bóka sólahringsferð til Íslands til að fá stimpil hér landi til að virkja vegabréfsáritunina svo að viðkomandi geti ferðast áfram inn í Evrópu.“ Vilja skýrara frumvarp Frumvarp utanríkisráðherra kveður á að utanríkisráðuneytið taki alfarið við framkvæmd vegabréfsáritana en þá sé sami aðilinn sem hefur heimild til að bæði veita og synja vegabréfsáritunum. Þá verði kæruleið aðlöguð að finnskri fyrirmynd sem þýðir að ráðuneytið hefur heimild til að taka aftur upp mál í stað þess að vísa þeim til kærunefndar útlendingamála. Í umsókninni lýsir lögreglustjórinn yfir ánægju en kallar jafnframt eftir því að ákveðin atriði þurfi að skýra í frumvarpinu. Þar á meðal er ítarlegri heimild til að afturkalla vegabréfsáritanir, til að mynda ef að einstaklingur hefur gefið upp rangar upplýsingar um tilgang ferðarinnar eða ef að umsækjendurnir séu einungis að nýta sér íslenska áritun til að komast inn á Schengen-svæðið.
Ferðalög Utanríkismál Alþingi Lögreglumál Vegabréf Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira