Reif Sæunni niður á hárinu Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 12:00 Hér er Elaina LaMacchia, markvörður Fram, búin að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur sem fellur til jarðar. Augu dómarans virðast vera á boltanum. Sýn Sport Markvörður Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta gæti verið á leið í leikbann eftir að hafa rifið leikmann Þróttar niður með því að toga í hár hennar. Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en það má nú sjá á Vísi. Fram og Þróttur mættust í Úlfarsárdal í gær þar sem Þróttarar komu sér á topp Bestu deildarinnar með 3-1 sigri. Snemma leiks virtist hin bandaríska Elaina LaMacchia, markvörður Fram, stálheppin að vera ekki rekin af velli fyrir að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Togað í hár í leik Fram og Þróttar LaMacchia var nýbúin að kýla boltann í burtu þegar hún reif í hár Sæunnar en atvikið fór framhjá Bríet Bragadóttur, dómara leiksins. Þróttarinn og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vakti athygli á þessu á Facebook og skrifaði: „Það er hálfleikur í leik Fram og Þróttar í mfl.kvenna. Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik. Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ Til að svara Jóni þá má eins og fyrr segir búast við því að LaMacchia fái bann. Í það minnsta eru fordæmi fyrir því og var Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og nú, fór atvikið framhjá dómara leiksins. Sérstök nefnd á vegum KSÍ, málskotsnefnd, hefur nú vald til að vísa málum á borð við þetta til aga- og úrskurðarnefndar sem þá gæti tekið afstöðu til þess hvort og þá hvernig LaMacchia yrði refsað. Áður var það í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að ákveða hvort málum væri vísað til aga- og úrskurðarnefndar. Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Fram og Þróttur mættust í Úlfarsárdal í gær þar sem Þróttarar komu sér á topp Bestu deildarinnar með 3-1 sigri. Snemma leiks virtist hin bandaríska Elaina LaMacchia, markvörður Fram, stálheppin að vera ekki rekin af velli fyrir að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Togað í hár í leik Fram og Þróttar LaMacchia var nýbúin að kýla boltann í burtu þegar hún reif í hár Sæunnar en atvikið fór framhjá Bríet Bragadóttur, dómara leiksins. Þróttarinn og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vakti athygli á þessu á Facebook og skrifaði: „Það er hálfleikur í leik Fram og Þróttar í mfl.kvenna. Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik. Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ Til að svara Jóni þá má eins og fyrr segir búast við því að LaMacchia fái bann. Í það minnsta eru fordæmi fyrir því og var Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og nú, fór atvikið framhjá dómara leiksins. Sérstök nefnd á vegum KSÍ, málskotsnefnd, hefur nú vald til að vísa málum á borð við þetta til aga- og úrskurðarnefndar sem þá gæti tekið afstöðu til þess hvort og þá hvernig LaMacchia yrði refsað. Áður var það í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að ákveða hvort málum væri vísað til aga- og úrskurðarnefndar.
Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15