Álftapar með fjóra unga við Hótel Rangá vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júní 2025 20:03 Friðrik Pálsson, stoltur hótelstjóri og eigandi Hótels Rangá bendir hér á hvar hólminn er við hótelið þar sem fuglarnir eru með ungana sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Álftaparið Hallgerður og Gunnar, sem hefur komið sér fyrir í hólma við Hótel Rangá vekja þar mikla athygli gesta en parið er komið með fjóra unga, sem klökustu út í nótt. Öllum heilsast vel. Friðrik Pálsson, hótelstjóri var með afastrákana sína í heimsókn í dag á hótelinu og notaði þá tækifæri til að sýna þeim fuglana en hólminn þeirra er rétt við hótelið og virðist parið ekkert láta trufla sig. „Þetta ævintýri með þetta svanapar er búið að standa í margar vikur og þeir voru lengi að koma sér fyrir í þessum hólma og síðan höfum við fylgst með þeim frá degi til dags. Í gærkvöldi var allt í ró og næði en svo í morgun þegar við fórum að stjá voru komnir fjórir ungar,“ segir Friðrik kampakátur. Tveir af ungunum fjórum í hólmanum við hótelið í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Friðrik segir að það fari mjög vel um ungana, þeim líði greinilega vel hjá foreldrum sínum í hólmanum. „Ég man aldrei eftir því, ég er nú bóndasonur og var innan um fugla allt mitt líf að við höfum fengið hreiður, Svanahreiður svona nærri mannabústöðum, ég bara veit ekki til þess,“ segir Friðrik. En hvað segja gestir hótelsins? „Þeir eiga ekki orð, þeim finnst þetta yndislega skemmtilegt, sem það er að fylgjast svona með lífinu í beinni útsendingu er bara einstakt,“ segir Friðrik. Gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir af álftaparinu í hólmanum með unganga sína fjóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um beina útsendingu, álftaparið og ungarnir þeirra eru nú í beinni útsendingu á YouTube þar sem hægt er að fylgjast með þeim allan sólarhringinn í hólmanum „Þetta eru svo glæsilegir dýr þessir svanir. Þetta eru fallegustu fuglar, sem þú sérð og svo eru þeir svo stórir, þetta eru meiriháttar skepnur,“ segir Friðrik að lokum. Hér er hægt að fylgjast með parinu og ungunum þeirra í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Barnabörn Friðriks, bræðurnir Þorvaldur Kort, fjögurra ára (t.v.) og Friðrik Jochum, sex ára, Lárussynir eru duglegir að fara með afa sínum og skoða álftaparið og ungana þeirra þegar þeir koma í heimsókn á hótelið en þeir búa í Garðabæ með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Fuglar Ferðaþjónusta Dýr Hótel á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Friðrik Pálsson, hótelstjóri var með afastrákana sína í heimsókn í dag á hótelinu og notaði þá tækifæri til að sýna þeim fuglana en hólminn þeirra er rétt við hótelið og virðist parið ekkert láta trufla sig. „Þetta ævintýri með þetta svanapar er búið að standa í margar vikur og þeir voru lengi að koma sér fyrir í þessum hólma og síðan höfum við fylgst með þeim frá degi til dags. Í gærkvöldi var allt í ró og næði en svo í morgun þegar við fórum að stjá voru komnir fjórir ungar,“ segir Friðrik kampakátur. Tveir af ungunum fjórum í hólmanum við hótelið í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Friðrik segir að það fari mjög vel um ungana, þeim líði greinilega vel hjá foreldrum sínum í hólmanum. „Ég man aldrei eftir því, ég er nú bóndasonur og var innan um fugla allt mitt líf að við höfum fengið hreiður, Svanahreiður svona nærri mannabústöðum, ég bara veit ekki til þess,“ segir Friðrik. En hvað segja gestir hótelsins? „Þeir eiga ekki orð, þeim finnst þetta yndislega skemmtilegt, sem það er að fylgjast svona með lífinu í beinni útsendingu er bara einstakt,“ segir Friðrik. Gestir hótelsins eru yfir sig hrifnir af álftaparinu í hólmanum með unganga sína fjóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um beina útsendingu, álftaparið og ungarnir þeirra eru nú í beinni útsendingu á YouTube þar sem hægt er að fylgjast með þeim allan sólarhringinn í hólmanum „Þetta eru svo glæsilegir dýr þessir svanir. Þetta eru fallegustu fuglar, sem þú sérð og svo eru þeir svo stórir, þetta eru meiriháttar skepnur,“ segir Friðrik að lokum. Hér er hægt að fylgjast með parinu og ungunum þeirra í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Barnabörn Friðriks, bræðurnir Þorvaldur Kort, fjögurra ára (t.v.) og Friðrik Jochum, sex ára, Lárussynir eru duglegir að fara með afa sínum og skoða álftaparið og ungana þeirra þegar þeir koma í heimsókn á hótelið en þeir búa í Garðabæ með foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Fuglar Ferðaþjónusta Dýr Hótel á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira