Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2025 22:26 Austari-Jökulsá í Austurdal í Skagafirði. Neðar sameinast áin Vestari-Jökulsá og saman verða þær að Héraðsvötnum. KMU Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. Í fréttum Sýnar var fjallað um virkjanamálin sem oft hafa verið heitustu deilumál samfélagsins en hafa núna fallið í skuggann af öðrum. Þarna er engu að síður verið að boða stórar ákvarðanir. Að þessu sinni er verið að flokka fimm virkjunarkosti í vatnsafli. Niðurstaða stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins ber skýr merki mikillar málamiðlunar milli þess hvort eigi að vernda eða virkja. Tillaga stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þannig er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í verndarflokk, Skrokköldvirkjun við Hágöngulón verði í nýtingarflokki, Kjalölduveita í Efri-Þjórsá fari ekki í vernd heldur í biðflokk, Holtavirkjun í Neðri-Þjórsá verði í nýtingarflokki og loks vill stjórnarmeirihlutinn falla frá því að setja Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk en setja hana í staðinn í biðflokk. Meirihlutinn vill bíða með ákvörðun um Urriðafossvirkjun þar til fengin er reynsla af því hvaða áhrif Hvammsvirkjun og Holtavirkjun hafa á laxastofninn í Þjórsá. Frá Urriðafossi í Þjórsá. Stjórnarmeirihlutinn vill núna að virkjun þar fari í biðflokk en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að hún færi í nýtingarflokk.Vísir/Vilhelm Ein stærstu tíðindin eru samt þau að stjórnarmeirihlutinn stefnir að endanlegri ákvörðun um það að engar stórvirkjanir verði leyfðar í Skagafirði. Vill að fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum fari allir í verndarflokk, þar á meðal Skatastaðavirkjun en áhrifasvæði hennar er vinsælt til flúðasiglinga. Stjórnarandstæðingar og Landsvirkjun eru þegar farin að gagnrýna þessi áform stjórnarmeirihlutans enda telja þau Héraðsvötn einn mikilvægasta virkjunarkostinn utan eldvirkra svæða. Horft í átt til Skatastaða í Austurdal í Skagafirði.KMU Úr hinni áttinni er svo Landvernd þegar farin að skamma stjórnarliðið fyrir að halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita verði leyfð með því að setja hana í biðflokk. Landvernd spyrðir hana við Þjórsárver og telur Kjalölduveitu lítt breytta útgáfu af Norðlingaölduveitu. Stjórnarmeirihlutinn telur hins vegar að Kjalölduveita eigi að metast sem sjálfstæður virkjunarkostur. Hún er fjær Þjórsárverum en eftir sem áður er ætlunin að veita meira vatni af fossaröðinni í Efri-Þjórsá yfir í Þórisvatn og auka þannig framleiðslugetu virkjana sem þegar eru til staðar. Kjalölduveita hefur verið metin sem hagkvæmasti virkjunarkostur landsins. Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Skagafjörður Alþingi Tengdar fréttir Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40 Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um virkjanamálin sem oft hafa verið heitustu deilumál samfélagsins en hafa núna fallið í skuggann af öðrum. Þarna er engu að síður verið að boða stórar ákvarðanir. Að þessu sinni er verið að flokka fimm virkjunarkosti í vatnsafli. Niðurstaða stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins ber skýr merki mikillar málamiðlunar milli þess hvort eigi að vernda eða virkja. Tillaga stjórnarmeirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um flokkun fimm virkjanakosta í vatnsafli.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þannig er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í verndarflokk, Skrokköldvirkjun við Hágöngulón verði í nýtingarflokki, Kjalölduveita í Efri-Þjórsá fari ekki í vernd heldur í biðflokk, Holtavirkjun í Neðri-Þjórsá verði í nýtingarflokki og loks vill stjórnarmeirihlutinn falla frá því að setja Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk en setja hana í staðinn í biðflokk. Meirihlutinn vill bíða með ákvörðun um Urriðafossvirkjun þar til fengin er reynsla af því hvaða áhrif Hvammsvirkjun og Holtavirkjun hafa á laxastofninn í Þjórsá. Frá Urriðafossi í Þjórsá. Stjórnarmeirihlutinn vill núna að virkjun þar fari í biðflokk en upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að hún færi í nýtingarflokk.Vísir/Vilhelm Ein stærstu tíðindin eru samt þau að stjórnarmeirihlutinn stefnir að endanlegri ákvörðun um það að engar stórvirkjanir verði leyfðar í Skagafirði. Vill að fjórir virkjanakostir í Héraðsvötnum fari allir í verndarflokk, þar á meðal Skatastaðavirkjun en áhrifasvæði hennar er vinsælt til flúðasiglinga. Stjórnarandstæðingar og Landsvirkjun eru þegar farin að gagnrýna þessi áform stjórnarmeirihlutans enda telja þau Héraðsvötn einn mikilvægasta virkjunarkostinn utan eldvirkra svæða. Horft í átt til Skatastaða í Austurdal í Skagafirði.KMU Úr hinni áttinni er svo Landvernd þegar farin að skamma stjórnarliðið fyrir að halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita verði leyfð með því að setja hana í biðflokk. Landvernd spyrðir hana við Þjórsárver og telur Kjalölduveitu lítt breytta útgáfu af Norðlingaölduveitu. Stjórnarmeirihlutinn telur hins vegar að Kjalölduveita eigi að metast sem sjálfstæður virkjunarkostur. Hún er fjær Þjórsárverum en eftir sem áður er ætlunin að veita meira vatni af fossaröðinni í Efri-Þjórsá yfir í Þórisvatn og auka þannig framleiðslugetu virkjana sem þegar eru til staðar. Kjalölduveita hefur verið metin sem hagkvæmasti virkjunarkostur landsins.
Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Skagafjörður Alþingi Tengdar fréttir Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40 Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18 Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. 18. júní 2024 23:40
Ómar með gagnsókn; Dynkur fái vatnið aftur Nýjar hugmyndir um að virkja orku efri Þjórsár með Norðlingaölduveitu mæta harðri andstöðu náttúruverndarsamtaka sem og oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 14. ágúst 2013 19:18
Fjallmenn Gnúpverja skiptast í afstöðu til Norðlingaölduveitu Sumir vilja virkja sem mest meðan aðrir segja nóg komið. Svo ólíkar eru skoðanir fjallmanna Gnúpverja um Norðlingaölduveitu en fáir þekkja Þjórsárver betur en þeir. 24. september 2013 23:31