Fleiri handteknir í Borgarnesi Agnar Már Másson skrifar 23. júní 2025 19:35 Húsleitin og meinta fíknienfaframleiðslan sveif undir radarinn hjá mörgum heimamönnum bæði á Raufarhofn og í Borgarnesi, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við. Visir Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. Lögregluembætti á Norðurlandi eystra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu réðust á miðvikudag í samhenta aðgerð víða um landið ásamt sérsveitinni í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Á Norðurlandi eystra voru fimm handteknir eftir húsleit á Raufarhöfn. Á sama tíma stóð húsleit yfir í Borgarnesi, að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, sem segir að sérsveitin hafi einnig aðstoðað við þær aðgerðir. Ásmundur segir að fólk hafi verið handtekið á Vesturlandi í tengslum við húsleit en gefur ekki upp fjölda handtekinna. Líklega sé búið að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hann gefur ekki upp hvort lögregla hafi lagt hald á hluti við húsleitina. Sem fyrr segir var húsleit einnig framkvæmd á Raufarhöfn á miðvikudag, nánar til tekið í rauðu húsi við Aðalbraut. Íbúar sem fréttastofa hefur talað við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, og annar maður tvö árin þar áður. Lítið hafi farið fyrir manninum. Einn íbúi á Raufarhöfn lýsir því í samtali við fréttastofu í dag að bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Ökutækið hafi siðan verið horfið á braut snemma morguns. Sjómenn á bænum hafi orðið sérstaklega varir við ökutækið. Lögreglan sagðist á föstudag hafa lagt hald á fíkniefni við aðgerðina á Raufarhöfn. Eigandi rauða hússins, Jón Eyþór Gottskálksson, sagðist koma af fjöllum þegar blaðamaður ræddi við hann síðasta fimmtudag. Hann keypti húsið fyrir rúmu ári. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Lögregluembætti á Norðurlandi eystra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu réðust á miðvikudag í samhenta aðgerð víða um landið ásamt sérsveitinni í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Á Norðurlandi eystra voru fimm handteknir eftir húsleit á Raufarhöfn. Á sama tíma stóð húsleit yfir í Borgarnesi, að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, sem segir að sérsveitin hafi einnig aðstoðað við þær aðgerðir. Ásmundur segir að fólk hafi verið handtekið á Vesturlandi í tengslum við húsleit en gefur ekki upp fjölda handtekinna. Líklega sé búið að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hann gefur ekki upp hvort lögregla hafi lagt hald á hluti við húsleitina. Sem fyrr segir var húsleit einnig framkvæmd á Raufarhöfn á miðvikudag, nánar til tekið í rauðu húsi við Aðalbraut. Íbúar sem fréttastofa hefur talað við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, og annar maður tvö árin þar áður. Lítið hafi farið fyrir manninum. Einn íbúi á Raufarhöfn lýsir því í samtali við fréttastofu í dag að bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Ökutækið hafi siðan verið horfið á braut snemma morguns. Sjómenn á bænum hafi orðið sérstaklega varir við ökutækið. Lögreglan sagðist á föstudag hafa lagt hald á fíkniefni við aðgerðina á Raufarhöfn. Eigandi rauða hússins, Jón Eyþór Gottskálksson, sagðist koma af fjöllum þegar blaðamaður ræddi við hann síðasta fimmtudag. Hann keypti húsið fyrir rúmu ári. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent