Risa skandall þar sem sænskur maður hagræðir fótboltaleikjum Haraldur Örn Haraldsson skrifar 24. júní 2025 10:32 Lögreglan í Svíþjóð er að rannsaka fjármálsbrot þar sem hagræðing úrslita í fótbolta er meðal brotanna. Getty/Vísir Sænski fjölmiðillinn Fotbollskanalen greindi nú í morgun frá skandal í fótboltaheiminum þar sem um hagræðingu úrslita var að ræða, bæði í Svíþjóð og víðar. Fyrir nokkrum árum gerði lögreglan í Svíþjóð, farsíma upptækan sem innihélt mikið af upplýsingum varðandi hagræðingu úrslita í Svíþjóð. Í símanum voru upplýsingar um svindl í fótboltanum, bæði í Svíðþjóð og alþjóðlega. Þrátt fyrir mikið af sönnunargögnum hefur sænska lögreglan enn ekki ákært neinn í málinu, og fram til dagsins í dag hefur það ekki verið opinbert hvaða upplýsingar má finna í símanum. Fotbollskanalen hefur komist í hluta af þessum upplýsingum og hefur greint frá því í dag. Þetta er mest megnis skilaboð á smáforritinu Telegram, þar sem Svíar hafa ýmist planað eða tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einn maður er grunaður um stóra glæpi í málinu, meðal annars skattsvik, bókhaldssvik, peninga þvott og íbúaskráningarbrot. Þessi maður hefur áður verið yfirmaður í stórum félagsliðum í Svíþjóð. Maðurinn neitar sök, þrátt fyrir sterk sönnunargögn gegn honum. Í þeim skjölum sem Fotbollskanalen hefur fengið, hafa þeir fundið skilaboð sem vísa til minnsta kosti sjö leikja í sænskum fótbolta, þar sem plön um hagræðingu úrslita er að ræða. Auk þess má finna í þessum skilaboðum upplýsingar um leiki í Evrópudeild félagsliða, aðrar erlendar deildir og Þjóðadeildinni. Þá má einnig finna skilaboð hjá fólki sem segist hafa unnið veðmál út frá leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni sem hafa verið hagrædd. Samtölin í símanum sýna fram á hvernig maðurinn byggði upp stórt netverk, sem leyfði honum að græða stórar summur af peningum. Í greininni má sjá mikið af samskiptunum sem áttu sér stað, en þau eru sláandi. Hér fyrir neðan má sjá þýðingu á einu slíku þar sem maðurinn, sem er grunaður talar um liðið sem hann stýrði sjálfur. „Ég á mitt eigið lið sem ég keypti, svo er ég að fara taka yfir annað lið. Best að bíða þar til þau spila (áður en hans tengiliðir veðja). Ómögulegt að tapa þar, ég er með alla ellefu leikmennina, þetta eru starfsmennirnir mínir,“ segir maðurinn við sína tengiliði. Hann gefur mönnum ráð um hvaða leikir eru hagræddir og hvað á að veðja á. „Ég hef fulla stjórn á mínu liði. Stjórnin er bara nöfn. Þau eru öll ég. Í allri Svíþjóð er ég líkast til eini sem stýrir liði svona algjörlega í þessari deild.“ Maðurinn er enn starfandi hjá félaginu sem hann greinir frá. Þrátt fyrir að þessi skilaboð sé hluti af rannsókninni í hann, hefur hann ekki verið yfirheyrður um hagræðingu úrslita, og hann segist ekki kannast við þessi skilaboð. Þessi maður er aðeins hluti af stærri rannsókn hjá sænsku lögreglunni í fjárhagsglæpi. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Fyrir nokkrum árum gerði lögreglan í Svíþjóð, farsíma upptækan sem innihélt mikið af upplýsingum varðandi hagræðingu úrslita í Svíþjóð. Í símanum voru upplýsingar um svindl í fótboltanum, bæði í Svíðþjóð og alþjóðlega. Þrátt fyrir mikið af sönnunargögnum hefur sænska lögreglan enn ekki ákært neinn í málinu, og fram til dagsins í dag hefur það ekki verið opinbert hvaða upplýsingar má finna í símanum. Fotbollskanalen hefur komist í hluta af þessum upplýsingum og hefur greint frá því í dag. Þetta er mest megnis skilaboð á smáforritinu Telegram, þar sem Svíar hafa ýmist planað eða tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einn maður er grunaður um stóra glæpi í málinu, meðal annars skattsvik, bókhaldssvik, peninga þvott og íbúaskráningarbrot. Þessi maður hefur áður verið yfirmaður í stórum félagsliðum í Svíþjóð. Maðurinn neitar sök, þrátt fyrir sterk sönnunargögn gegn honum. Í þeim skjölum sem Fotbollskanalen hefur fengið, hafa þeir fundið skilaboð sem vísa til minnsta kosti sjö leikja í sænskum fótbolta, þar sem plön um hagræðingu úrslita er að ræða. Auk þess má finna í þessum skilaboðum upplýsingar um leiki í Evrópudeild félagsliða, aðrar erlendar deildir og Þjóðadeildinni. Þá má einnig finna skilaboð hjá fólki sem segist hafa unnið veðmál út frá leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni sem hafa verið hagrædd. Samtölin í símanum sýna fram á hvernig maðurinn byggði upp stórt netverk, sem leyfði honum að græða stórar summur af peningum. Í greininni má sjá mikið af samskiptunum sem áttu sér stað, en þau eru sláandi. Hér fyrir neðan má sjá þýðingu á einu slíku þar sem maðurinn, sem er grunaður talar um liðið sem hann stýrði sjálfur. „Ég á mitt eigið lið sem ég keypti, svo er ég að fara taka yfir annað lið. Best að bíða þar til þau spila (áður en hans tengiliðir veðja). Ómögulegt að tapa þar, ég er með alla ellefu leikmennina, þetta eru starfsmennirnir mínir,“ segir maðurinn við sína tengiliði. Hann gefur mönnum ráð um hvaða leikir eru hagræddir og hvað á að veðja á. „Ég hef fulla stjórn á mínu liði. Stjórnin er bara nöfn. Þau eru öll ég. Í allri Svíþjóð er ég líkast til eini sem stýrir liði svona algjörlega í þessari deild.“ Maðurinn er enn starfandi hjá félaginu sem hann greinir frá. Þrátt fyrir að þessi skilaboð sé hluti af rannsókninni í hann, hefur hann ekki verið yfirheyrður um hagræðingu úrslita, og hann segist ekki kannast við þessi skilaboð. Þessi maður er aðeins hluti af stærri rannsókn hjá sænsku lögreglunni í fjárhagsglæpi.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira