Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 15:01 Lárus Orri er nýráðinn þjálfari ÍA. vísir / sigurjón Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, furðaði sig á fjarveru nýráðins þjálfara ÍA, Lárusar Orra Sigurðssonar í leik Skagamanna gegn Stjörnunni um síðastliðna helgi sem tapaðist 3-0. Ef að Lárus, sem var sérfræðingur í Stúkunni áður, hefði verið í setti hefði hann spurt sig hvaða kjaftæði væri í gangi. ÍA greindi frá ráðningu Lárusar Orra út yfirstandandi tíambil á laugardagsmorgni og tekur hann við stjórnartaumunum af Jóni Þóri Haukssyni. ÍA, sem vermir botnsæti Bestu deildarinnar átti leik á heimavelli gegn Stjörnunni rúmum sólarhring seinna en í stað þess að vera á hliðarlínunni í þeim leik sat Lárus Orri hjá og Dean Martin aðstoðarþjálfari, sem var einnig aðstoðarþjálfari í tíð Jóns Þórs, stýrði liði ÍA. „Af hverju tók Lárus Orri ekki bara þennan leik?“ spurði Baldur í Stúkunni. „Mér finnst þetta bara vera leikur sem fór í súginn. Möguleg þrjú stig. Það er tilkynnt um ráðningu hans á laugardagsmorgni. Ég er hundrað prósent viss um að ef Lárus Orri hefði setið hérna þá hefði hann sagt: „Hvaða kjaftæði er þetta?“ Klippa: Lárus hefði sagt „Hvaða kjaftæði er þetta?“ „Þú ert mættur þarna á laugardagsmorgni, taktu bara æfingu með liðinu og vertu með leikinn. Berðu lífi í strákana og fáðu þá strax inn. Það er kannski bara það eina sem þarf, smá ferskleika. Mér finnst þetta skrítið,“ sagði Baldur og spurði félaga sína í settinu hvort það væri bara honum sem þætti þetta skrítið. „Nei nei,“ svaraði Ólafur Kristjánsson og hélt svo áfram. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tekur þá ákvörðun að Jón Þór eigi að hætta. Dean Martin er búinn að vera með honum og tekur leikinn gegn Stjörnunni. Það má alveg ræða það af hverju Lárus Orri tók ekki leikinn. Þurftu leikmennirnir kannski, fyrst að þessi ákvörðun var tekin, að fá nýju röddina bara inn strax þannig að það væri farið inn í þennan leik með hreint blað. Það er ekki mikið sem þjálfari getur gert á þessum litla tíma en kannski bara það að fá hann inn í klefann, og vera röddin í klefanum fyrir þennan leik, hefði kannski geta gert eitthvað. En nú sitjum við eftir leik og þessa niðurstöðu að ræða um þetta. Það er aldrei nein ein leið rétt í þessu en þetta er vissulega punktur sem má velta upp og ræða.“ Nánari umræðu í Stúkunni um komandi þjálfaratíð Lárusar Orra með lið ÍA má sjá hér fyrir ofan. Stúkan Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
ÍA greindi frá ráðningu Lárusar Orra út yfirstandandi tíambil á laugardagsmorgni og tekur hann við stjórnartaumunum af Jóni Þóri Haukssyni. ÍA, sem vermir botnsæti Bestu deildarinnar átti leik á heimavelli gegn Stjörnunni rúmum sólarhring seinna en í stað þess að vera á hliðarlínunni í þeim leik sat Lárus Orri hjá og Dean Martin aðstoðarþjálfari, sem var einnig aðstoðarþjálfari í tíð Jóns Þórs, stýrði liði ÍA. „Af hverju tók Lárus Orri ekki bara þennan leik?“ spurði Baldur í Stúkunni. „Mér finnst þetta bara vera leikur sem fór í súginn. Möguleg þrjú stig. Það er tilkynnt um ráðningu hans á laugardagsmorgni. Ég er hundrað prósent viss um að ef Lárus Orri hefði setið hérna þá hefði hann sagt: „Hvaða kjaftæði er þetta?“ Klippa: Lárus hefði sagt „Hvaða kjaftæði er þetta?“ „Þú ert mættur þarna á laugardagsmorgni, taktu bara æfingu með liðinu og vertu með leikinn. Berðu lífi í strákana og fáðu þá strax inn. Það er kannski bara það eina sem þarf, smá ferskleika. Mér finnst þetta skrítið,“ sagði Baldur og spurði félaga sína í settinu hvort það væri bara honum sem þætti þetta skrítið. „Nei nei,“ svaraði Ólafur Kristjánsson og hélt svo áfram. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tekur þá ákvörðun að Jón Þór eigi að hætta. Dean Martin er búinn að vera með honum og tekur leikinn gegn Stjörnunni. Það má alveg ræða það af hverju Lárus Orri tók ekki leikinn. Þurftu leikmennirnir kannski, fyrst að þessi ákvörðun var tekin, að fá nýju röddina bara inn strax þannig að það væri farið inn í þennan leik með hreint blað. Það er ekki mikið sem þjálfari getur gert á þessum litla tíma en kannski bara það að fá hann inn í klefann, og vera röddin í klefanum fyrir þennan leik, hefði kannski geta gert eitthvað. En nú sitjum við eftir leik og þessa niðurstöðu að ræða um þetta. Það er aldrei nein ein leið rétt í þessu en þetta er vissulega punktur sem má velta upp og ræða.“ Nánari umræðu í Stúkunni um komandi þjálfaratíð Lárusar Orra með lið ÍA má sjá hér fyrir ofan.
Stúkan Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01