Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 15:01 Lárus Orri er nýráðinn þjálfari ÍA. vísir / sigurjón Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, furðaði sig á fjarveru nýráðins þjálfara ÍA, Lárusar Orra Sigurðssonar í leik Skagamanna gegn Stjörnunni um síðastliðna helgi sem tapaðist 3-0. Ef að Lárus, sem var sérfræðingur í Stúkunni áður, hefði verið í setti hefði hann spurt sig hvaða kjaftæði væri í gangi. ÍA greindi frá ráðningu Lárusar Orra út yfirstandandi tíambil á laugardagsmorgni og tekur hann við stjórnartaumunum af Jóni Þóri Haukssyni. ÍA, sem vermir botnsæti Bestu deildarinnar átti leik á heimavelli gegn Stjörnunni rúmum sólarhring seinna en í stað þess að vera á hliðarlínunni í þeim leik sat Lárus Orri hjá og Dean Martin aðstoðarþjálfari, sem var einnig aðstoðarþjálfari í tíð Jóns Þórs, stýrði liði ÍA. „Af hverju tók Lárus Orri ekki bara þennan leik?“ spurði Baldur í Stúkunni. „Mér finnst þetta bara vera leikur sem fór í súginn. Möguleg þrjú stig. Það er tilkynnt um ráðningu hans á laugardagsmorgni. Ég er hundrað prósent viss um að ef Lárus Orri hefði setið hérna þá hefði hann sagt: „Hvaða kjaftæði er þetta?“ Klippa: Lárus hefði sagt „Hvaða kjaftæði er þetta?“ „Þú ert mættur þarna á laugardagsmorgni, taktu bara æfingu með liðinu og vertu með leikinn. Berðu lífi í strákana og fáðu þá strax inn. Það er kannski bara það eina sem þarf, smá ferskleika. Mér finnst þetta skrítið,“ sagði Baldur og spurði félaga sína í settinu hvort það væri bara honum sem þætti þetta skrítið. „Nei nei,“ svaraði Ólafur Kristjánsson og hélt svo áfram. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tekur þá ákvörðun að Jón Þór eigi að hætta. Dean Martin er búinn að vera með honum og tekur leikinn gegn Stjörnunni. Það má alveg ræða það af hverju Lárus Orri tók ekki leikinn. Þurftu leikmennirnir kannski, fyrst að þessi ákvörðun var tekin, að fá nýju röddina bara inn strax þannig að það væri farið inn í þennan leik með hreint blað. Það er ekki mikið sem þjálfari getur gert á þessum litla tíma en kannski bara það að fá hann inn í klefann, og vera röddin í klefanum fyrir þennan leik, hefði kannski geta gert eitthvað. En nú sitjum við eftir leik og þessa niðurstöðu að ræða um þetta. Það er aldrei nein ein leið rétt í þessu en þetta er vissulega punktur sem má velta upp og ræða.“ Nánari umræðu í Stúkunni um komandi þjálfaratíð Lárusar Orra með lið ÍA má sjá hér fyrir ofan. Stúkan Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
ÍA greindi frá ráðningu Lárusar Orra út yfirstandandi tíambil á laugardagsmorgni og tekur hann við stjórnartaumunum af Jóni Þóri Haukssyni. ÍA, sem vermir botnsæti Bestu deildarinnar átti leik á heimavelli gegn Stjörnunni rúmum sólarhring seinna en í stað þess að vera á hliðarlínunni í þeim leik sat Lárus Orri hjá og Dean Martin aðstoðarþjálfari, sem var einnig aðstoðarþjálfari í tíð Jóns Þórs, stýrði liði ÍA. „Af hverju tók Lárus Orri ekki bara þennan leik?“ spurði Baldur í Stúkunni. „Mér finnst þetta bara vera leikur sem fór í súginn. Möguleg þrjú stig. Það er tilkynnt um ráðningu hans á laugardagsmorgni. Ég er hundrað prósent viss um að ef Lárus Orri hefði setið hérna þá hefði hann sagt: „Hvaða kjaftæði er þetta?“ Klippa: Lárus hefði sagt „Hvaða kjaftæði er þetta?“ „Þú ert mættur þarna á laugardagsmorgni, taktu bara æfingu með liðinu og vertu með leikinn. Berðu lífi í strákana og fáðu þá strax inn. Það er kannski bara það eina sem þarf, smá ferskleika. Mér finnst þetta skrítið,“ sagði Baldur og spurði félaga sína í settinu hvort það væri bara honum sem þætti þetta skrítið. „Nei nei,“ svaraði Ólafur Kristjánsson og hélt svo áfram. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tekur þá ákvörðun að Jón Þór eigi að hætta. Dean Martin er búinn að vera með honum og tekur leikinn gegn Stjörnunni. Það má alveg ræða það af hverju Lárus Orri tók ekki leikinn. Þurftu leikmennirnir kannski, fyrst að þessi ákvörðun var tekin, að fá nýju röddina bara inn strax þannig að það væri farið inn í þennan leik með hreint blað. Það er ekki mikið sem þjálfari getur gert á þessum litla tíma en kannski bara það að fá hann inn í klefann, og vera röddin í klefanum fyrir þennan leik, hefði kannski geta gert eitthvað. En nú sitjum við eftir leik og þessa niðurstöðu að ræða um þetta. Það er aldrei nein ein leið rétt í þessu en þetta er vissulega punktur sem má velta upp og ræða.“ Nánari umræðu í Stúkunni um komandi þjálfaratíð Lárusar Orra með lið ÍA má sjá hér fyrir ofan.
Stúkan Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01