Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Agnar Már Másson skrifar 24. júní 2025 21:59 Er ákall eftir kanónu eða ferksu lofti? Valið á milli Andrew Cuomo (t.h.) eða Zohran Mamdani (t.v.) er í höndum demókrata í New York. Getty/Samsett Demókratar í New York ganga að kjörborðinu í dag í æsispennandi forvali fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í haust. Helstu tveir frambjóðendurnir eru hnífjafnir í könnunum en niðurstöður forvalsins gætu haft mikla þýðingu fyrir framtíð Demókrataflokksins, sem hefur verið í naflaskoðun frá því að Kamala Harris tapaði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta síðasta nóvember. Framfærslukostnaður er eitt helsta kosningamálið í bandarísku stórborginni í ár en auk þess hefur herferð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta gegn óskráðum innflytjendum í landinu sett svip sinn á forvalið enda býr mikill fjöldi innflytjenda í New York, sem er stærsta borg Bandaríkjanna. Niðurstöður kosninganna munu ekki endilega liggja fyrir fyrir strax í nótt þar sem kosningarnar virka þannig að kjósendur raða fimm frambjóðendum í röð frekar en að kjósa einn frambjóðanda. Þetta þýðir að ef enginn frambjóðandi fær fleiri en fimmtíu verður endurtalning þar til einn sigurvegari stendur uppi. Cuomo eða Mamdani? Ellefu eru í framboði en skoðanakannanir benda til þess að niðurstaðan verði hálfgert peningakast milli tveggja vinsælustu frambjóðendanna: Andrew Cuomo og Zohran Mamdani, sem eru gjörólíkir. Hinn 67 ára Andrew Cuomo, sem er fyrrverandi ríkisstjóri og sonur fyrrverandi borgarstjóra, hefur þar til nýlega leitt í skoðanakönnunum. Hann er vel þekkt nafn í bandarískum stjórnmálum og hefur lengi verið áhrifamaður innan Demókrataflokksins. Cuomo sagði af sér sem ríkisstjóri New York árið 2021 eftir að á annan tug kvenna sökuðu hann um kynferðislegt áreiti. AndreCuomo er 67 ára og var ríkisstjóri New York til 2021.Getty Cuomo þótti langsigursælastur í upphafi kosningabaráttunnar en nú er staðan breytt. Á lokasprettinum hefur hinn 33 ára Zohran Mamdani náð að brúa bilið allverulega í skoðanakönnunum. Mamdani er ekki nærri því eins þekktur og Cuomo. Hann er helmingi yngri, af innflytjendaættum, og hefur verið ríkisþingmaður síðan 2021. Hann er eða eigin sögn demókratískur sósíalisti og hefur því hlotið stuðning úr fylkingu framsækinna demókrata, þar á meðal Bernie Sanders og Alexandriu Ocasio-Cortez. Mamdani nýtur stuðnings 60 prósenta íbúa á aldursbilinu 18 til 34 ára, samkvæmt könnunum en hann ekki eins mikil stuðningsmaður Ísraels og Cuomo. Zohran Mamdani er 33 ára og hefur verið ríkisþingmaður frá 2021.Getty Cuomo nýtur stuðnings demókrata nær miðjunni, þar á meðal Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Mamdani hefur í því samhengi ítrekað bent á í kappræðum að Cuomo njóti fjárstuðnings frá mörgum þeirra sem studdu Donald Trump í síðustu forsetakosningum. Mikið hefur farið fyrir Mamdani á samfélagsmiðlum þar hefur hann heitið því að frysta leiguverð og gera almenningssamgöngur gjaldfrjálsar og fljótari. Verður líklega borgarstjóri Sigurvegari forvals Demókrata er talinn líklegur til að verða 111. borgarstjóri New York enda er borgin sögulega „blá“, eins og demókrataríki eru gjarnan kölluð. Eric Adams, núverandi borgarstjóri og demókrati, er reyndar einnig í framboði sem óháður demókrati en hann þykir afar óvinsæll eftir fjölda hneykslismála og ásakana um að taka við mútunum. Fjölmiðlamaðurinn Curtis Sliwa er borgarstjóraefni repúblikana í New York en þeir hafa sjaldan borið sigur úr býtum í New York borginni, en það hefur þó gerst nokkrum sinnum. Síðasti repúblikani sem gegndi hlutverki borgarstjóra var Michael Bloomberg frá 2002-2012 (var óháður síðasta kjörtímabilið) en á undan honum var svo repúblikaninn Rudy Giuliani. Repúblikanar juku þó við sig í síðustu forsetakosningum. Mamdani tekur forskotið undir lokin Kannanir sýna mismunandi niðurstöður. Í fyrsta vali mælist Cuomo með 35 prósent atkvæða og Mamdani með 32 prósent atkvæða í samkvæmt könnun Emerson sem kom út í dag sögn CBS. Könnunin spáir Mamdani aftur á móti sigri þegar tillit er tekið til kosningakerfisins. Skyldi Mamdani vinna gæti það verið álitið sem ákall um breytingar í Demókrataflokknum, sem hefur verið í naflaskoðun frá ósigrinum gegn Trump síðasta haust. Kjörstaðir opnuðu í dag en atkvæðagreiðslu utan kjörfundar lauk á sunnudag. Á sunnudag höfðu 380 þúsund mans þegar kosið, sem er tvöfalt meira en á sama tíma í síðustu kosningum árið 2021. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mál Andrew Cuomo Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Framfærslukostnaður er eitt helsta kosningamálið í bandarísku stórborginni í ár en auk þess hefur herferð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta gegn óskráðum innflytjendum í landinu sett svip sinn á forvalið enda býr mikill fjöldi innflytjenda í New York, sem er stærsta borg Bandaríkjanna. Niðurstöður kosninganna munu ekki endilega liggja fyrir fyrir strax í nótt þar sem kosningarnar virka þannig að kjósendur raða fimm frambjóðendum í röð frekar en að kjósa einn frambjóðanda. Þetta þýðir að ef enginn frambjóðandi fær fleiri en fimmtíu verður endurtalning þar til einn sigurvegari stendur uppi. Cuomo eða Mamdani? Ellefu eru í framboði en skoðanakannanir benda til þess að niðurstaðan verði hálfgert peningakast milli tveggja vinsælustu frambjóðendanna: Andrew Cuomo og Zohran Mamdani, sem eru gjörólíkir. Hinn 67 ára Andrew Cuomo, sem er fyrrverandi ríkisstjóri og sonur fyrrverandi borgarstjóra, hefur þar til nýlega leitt í skoðanakönnunum. Hann er vel þekkt nafn í bandarískum stjórnmálum og hefur lengi verið áhrifamaður innan Demókrataflokksins. Cuomo sagði af sér sem ríkisstjóri New York árið 2021 eftir að á annan tug kvenna sökuðu hann um kynferðislegt áreiti. AndreCuomo er 67 ára og var ríkisstjóri New York til 2021.Getty Cuomo þótti langsigursælastur í upphafi kosningabaráttunnar en nú er staðan breytt. Á lokasprettinum hefur hinn 33 ára Zohran Mamdani náð að brúa bilið allverulega í skoðanakönnunum. Mamdani er ekki nærri því eins þekktur og Cuomo. Hann er helmingi yngri, af innflytjendaættum, og hefur verið ríkisþingmaður síðan 2021. Hann er eða eigin sögn demókratískur sósíalisti og hefur því hlotið stuðning úr fylkingu framsækinna demókrata, þar á meðal Bernie Sanders og Alexandriu Ocasio-Cortez. Mamdani nýtur stuðnings 60 prósenta íbúa á aldursbilinu 18 til 34 ára, samkvæmt könnunum en hann ekki eins mikil stuðningsmaður Ísraels og Cuomo. Zohran Mamdani er 33 ára og hefur verið ríkisþingmaður frá 2021.Getty Cuomo nýtur stuðnings demókrata nær miðjunni, þar á meðal Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Mamdani hefur í því samhengi ítrekað bent á í kappræðum að Cuomo njóti fjárstuðnings frá mörgum þeirra sem studdu Donald Trump í síðustu forsetakosningum. Mikið hefur farið fyrir Mamdani á samfélagsmiðlum þar hefur hann heitið því að frysta leiguverð og gera almenningssamgöngur gjaldfrjálsar og fljótari. Verður líklega borgarstjóri Sigurvegari forvals Demókrata er talinn líklegur til að verða 111. borgarstjóri New York enda er borgin sögulega „blá“, eins og demókrataríki eru gjarnan kölluð. Eric Adams, núverandi borgarstjóri og demókrati, er reyndar einnig í framboði sem óháður demókrati en hann þykir afar óvinsæll eftir fjölda hneykslismála og ásakana um að taka við mútunum. Fjölmiðlamaðurinn Curtis Sliwa er borgarstjóraefni repúblikana í New York en þeir hafa sjaldan borið sigur úr býtum í New York borginni, en það hefur þó gerst nokkrum sinnum. Síðasti repúblikani sem gegndi hlutverki borgarstjóra var Michael Bloomberg frá 2002-2012 (var óháður síðasta kjörtímabilið) en á undan honum var svo repúblikaninn Rudy Giuliani. Repúblikanar juku þó við sig í síðustu forsetakosningum. Mamdani tekur forskotið undir lokin Kannanir sýna mismunandi niðurstöður. Í fyrsta vali mælist Cuomo með 35 prósent atkvæða og Mamdani með 32 prósent atkvæða í samkvæmt könnun Emerson sem kom út í dag sögn CBS. Könnunin spáir Mamdani aftur á móti sigri þegar tillit er tekið til kosningakerfisins. Skyldi Mamdani vinna gæti það verið álitið sem ákall um breytingar í Demókrataflokknum, sem hefur verið í naflaskoðun frá ósigrinum gegn Trump síðasta haust. Kjörstaðir opnuðu í dag en atkvæðagreiðslu utan kjörfundar lauk á sunnudag. Á sunnudag höfðu 380 þúsund mans þegar kosið, sem er tvöfalt meira en á sama tíma í síðustu kosningum árið 2021.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mál Andrew Cuomo Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira