Samkeppnin tryggir hag neytenda Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. júní 2025 15:02 Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Við þurfum öll að vera vel á verði varðandi verðlag. ASÍ hefur unnið mikilvægt starf í verðlagseftirliti og m.a. þróað smáforritið Nappið, sem gerir fólki kleift að bera saman verð milli verslana með einfaldri skönnun. Um 25 þúsund notendur hafa sótt forritið, og viðtökurnar sýna skýrt að neytendur kalla eftir auknu gagnsæi í verðlagningu. Varðandi nýlegar verðhækkanir skera þrír flokkar matvöru sig sérstaklega úr; kaffi og kakó, grænmeti og ávextir og kjötvörur. Heimsmarkaðsverð á kaffi og kakó hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og má aðallega rekja þá þróun til áhrifa loftslagsbreytinga sem hafa valdið uppskerubresti víða um heim. Hér á landi hafa kartöflur hækkað um 20% á undanförnu ári þó heimsmarkaðsverð hafi ekki verið lægra í fjögur ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til óhagstæðs veðurfars. Þá hafa grænmetisbændur talað um að hækkun á orkuverði hafi mikil áhrif á reksturinn og má vera að sú hækkun sé komin fram í afurðaverðinu. Að auki hefur mjög skæður plöntusjúkdómur herjað á sítrusávexti og valdið miklum afföllum hjá ræktendum í helstu framleiðslulöndum. Kjötið hækkar sérstaklega Verðhækkun á kjöti þarf að skoða nánar – sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu undanþágu sem innlendum kjötafurðastöðvum var veitt frá ákvæðum samkeppnislaga með breyttum búvörulögum á síðasta ári. Með breytingunum geta afurðastöðvar nú sameinast án eftirlits samkeppnisyfirvalda óháð því hversu mikilli yfirburða samkeppnisstöðu þær eru í, Samkeppniseftirlitið getur ekki rannsakað áhrif samruna á hag neytenda. Þessar breytingar áttu að veita afurðastöðvum tækifæri til þess að hagræða með tilheyrandi ábata fyrir bændur og neytendur. Verðhækkunin vekur hins vegar áleitnar spurningar. Hefur undanþágan verið nýtt til slíkrar hagræðingar – eða til að hækka verð? Frjáls og opin samkeppni er besta leiðin til þess að tryggja neytendum hagstætt verð. Verðhækkun stafar af margvíslegum þáttum eins og hér er rakið en skortur á samkeppni viðheldur hærra verði. Skortur á samkeppni dregur líka úr hvata til nýsköpunar og umbóta sem kemur neytendum til góða. Þess vegna er nú í meðferð Alþingis frumvarp mitt þar sem þessar illa ígrunduðu undanþágur frá samkeppnislögum eru afturkallaðar. Í haust mun ég síðan leggja fram annað frumvarp sem tryggir bændum sambærileg tækifæri til samstarfs og tíðkast í nágrannaríkjunum án þess að mikilvægum leikreglum samkeppninnar sé fórnað. Matarverð kemur okkur öllum við. Það skiptir máli að stjórnvöld séu vakandi fyrir því ef það hækkar óeðlilega mikið. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar á öfluga neytendavernd og virka samkeppni hef ég sett á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Verkefni teymisins er að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvöruverslun Fjármál heimilisins Verðlag Landbúnaður Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Við þurfum öll að vera vel á verði varðandi verðlag. ASÍ hefur unnið mikilvægt starf í verðlagseftirliti og m.a. þróað smáforritið Nappið, sem gerir fólki kleift að bera saman verð milli verslana með einfaldri skönnun. Um 25 þúsund notendur hafa sótt forritið, og viðtökurnar sýna skýrt að neytendur kalla eftir auknu gagnsæi í verðlagningu. Varðandi nýlegar verðhækkanir skera þrír flokkar matvöru sig sérstaklega úr; kaffi og kakó, grænmeti og ávextir og kjötvörur. Heimsmarkaðsverð á kaffi og kakó hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og má aðallega rekja þá þróun til áhrifa loftslagsbreytinga sem hafa valdið uppskerubresti víða um heim. Hér á landi hafa kartöflur hækkað um 20% á undanförnu ári þó heimsmarkaðsverð hafi ekki verið lægra í fjögur ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til óhagstæðs veðurfars. Þá hafa grænmetisbændur talað um að hækkun á orkuverði hafi mikil áhrif á reksturinn og má vera að sú hækkun sé komin fram í afurðaverðinu. Að auki hefur mjög skæður plöntusjúkdómur herjað á sítrusávexti og valdið miklum afföllum hjá ræktendum í helstu framleiðslulöndum. Kjötið hækkar sérstaklega Verðhækkun á kjöti þarf að skoða nánar – sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu undanþágu sem innlendum kjötafurðastöðvum var veitt frá ákvæðum samkeppnislaga með breyttum búvörulögum á síðasta ári. Með breytingunum geta afurðastöðvar nú sameinast án eftirlits samkeppnisyfirvalda óháð því hversu mikilli yfirburða samkeppnisstöðu þær eru í, Samkeppniseftirlitið getur ekki rannsakað áhrif samruna á hag neytenda. Þessar breytingar áttu að veita afurðastöðvum tækifæri til þess að hagræða með tilheyrandi ábata fyrir bændur og neytendur. Verðhækkunin vekur hins vegar áleitnar spurningar. Hefur undanþágan verið nýtt til slíkrar hagræðingar – eða til að hækka verð? Frjáls og opin samkeppni er besta leiðin til þess að tryggja neytendum hagstætt verð. Verðhækkun stafar af margvíslegum þáttum eins og hér er rakið en skortur á samkeppni viðheldur hærra verði. Skortur á samkeppni dregur líka úr hvata til nýsköpunar og umbóta sem kemur neytendum til góða. Þess vegna er nú í meðferð Alþingis frumvarp mitt þar sem þessar illa ígrunduðu undanþágur frá samkeppnislögum eru afturkallaðar. Í haust mun ég síðan leggja fram annað frumvarp sem tryggir bændum sambærileg tækifæri til samstarfs og tíðkast í nágrannaríkjunum án þess að mikilvægum leikreglum samkeppninnar sé fórnað. Matarverð kemur okkur öllum við. Það skiptir máli að stjórnvöld séu vakandi fyrir því ef það hækkar óeðlilega mikið. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar á öfluga neytendavernd og virka samkeppni hef ég sett á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Verkefni teymisins er að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun