„Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 17:26 Ráðist var í húsleit í Þórólfsgötu 5 í Borgarnesi í síðustu viku í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á fíkniefnaframleiðslu. Ja.is Íbúar í Borgarnesi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar sérsveit réðst í húsleit þar á bæ í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Enginn sem fréttastofa ræddi við vissi hverjir bjuggu í húsinu. Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í síðustu viku. Ráðist var í húsleit meðal annars á Raufarhöfn og í Borgarnesi. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn. Húsleit stóð yfir í Borgarnesi á sama tíma og í Raufarhöfn að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Húsið þar sem ráðist var í húsleit í Borgarnesi er að Þórólfsgötu 5, en nágrannar í hverfinu segjast flestir lítið vita um íbúa hússins. Það hafi skipt um eigendur á undanförnum árum og að miklu leyti staðið tómt. „Ég hélt það byggi enginn þarna, en það hafa núna allavega síðastliðið ár eða eitthvað komið fólk bara öðru hverju. Það er þá yfirleitt þarna í einhvern smá tíma og síðan fer það bara. Við vissum ekki að það væri eitthvað svona í gangi,“ segir einn íbúi. Hann hafi haldið að húsið væri stundum á Airbnb leigu eða annarri skammtímaleigu. „Stundum komu margir bílar og voru þarna í einhverja klukkutíma, það komu kannski alveg þrír til fjórir bílar, og það var alltaf dregið fyrir allt, þannig það sást ekki inn um neina glugga,“ segir íbúinn. Rosalegur fjöldi lögreglumanna Íbúinn segir að gríðarlega margir lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitinni. „Jájá alveg allavega tuttugu. Lögreglan sem er í Borgarnesi, ég býst við að löggan hafi komið frá Akranesi líka, og svo var sérsveitin. Þannig já þetta var rosalegur fjöldi,“ segir hann. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að húsið hafi verið „svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr.“ „Það var vinafólk okkar sem bjó þarna, en þau seldu fyrir einhverjum árum. Það hefur alveg einhver verið þarna að slá garðinn og svona. Við sáum lögguna í síðustu viku en vorum ekkert að spá í þessu,“ segir hann. Annar íbúi sagði að tveir albanskir menn hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Borgarnesi, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Tilkynning fljótlega Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að von sé á tilkynningu frá lögreglunni fljótlega. Hann segir að rannsókn miði vel áfram. „Það eru yfirheyrslur í gangi eins og hefðbundið er í þessum málum. Það er verið að ná utan um þetta,“ segir hann. Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í síðustu viku. Ráðist var í húsleit meðal annars á Raufarhöfn og í Borgarnesi. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn. Húsleit stóð yfir í Borgarnesi á sama tíma og í Raufarhöfn að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi. Húsið þar sem ráðist var í húsleit í Borgarnesi er að Þórólfsgötu 5, en nágrannar í hverfinu segjast flestir lítið vita um íbúa hússins. Það hafi skipt um eigendur á undanförnum árum og að miklu leyti staðið tómt. „Ég hélt það byggi enginn þarna, en það hafa núna allavega síðastliðið ár eða eitthvað komið fólk bara öðru hverju. Það er þá yfirleitt þarna í einhvern smá tíma og síðan fer það bara. Við vissum ekki að það væri eitthvað svona í gangi,“ segir einn íbúi. Hann hafi haldið að húsið væri stundum á Airbnb leigu eða annarri skammtímaleigu. „Stundum komu margir bílar og voru þarna í einhverja klukkutíma, það komu kannski alveg þrír til fjórir bílar, og það var alltaf dregið fyrir allt, þannig það sást ekki inn um neina glugga,“ segir íbúinn. Rosalegur fjöldi lögreglumanna Íbúinn segir að gríðarlega margir lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitinni. „Jájá alveg allavega tuttugu. Lögreglan sem er í Borgarnesi, ég býst við að löggan hafi komið frá Akranesi líka, og svo var sérsveitin. Þannig já þetta var rosalegur fjöldi,“ segir hann. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að húsið hafi verið „svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr.“ „Það var vinafólk okkar sem bjó þarna, en þau seldu fyrir einhverjum árum. Það hefur alveg einhver verið þarna að slá garðinn og svona. Við sáum lögguna í síðustu viku en vorum ekkert að spá í þessu,“ segir hann. Annar íbúi sagði að tveir albanskir menn hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Borgarnesi, en lögreglan hefur ekki staðfest það. Tilkynning fljótlega Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að von sé á tilkynningu frá lögreglunni fljótlega. Hann segir að rannsókn miði vel áfram. „Það eru yfirheyrslur í gangi eins og hefðbundið er í þessum málum. Það er verið að ná utan um þetta,“ segir hann.
Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Tengdar fréttir „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04 Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. 19. júní 2025 12:04
Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20. júní 2025 13:18
Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. 19. júní 2025 09:04
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent