Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 20:35 „Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandísi er ekki skemmt. Vísir/Samsett Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi frá því í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hún hefði tekið í höndina á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún lýsti Bandaríkjaforseta sem heillandi. „Hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandís, sem var ráðherra úr röðum Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn, hjólar í Þorgerði í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að Trump hafi ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum, og ekkert bendi til annars en að hann haldi því áfram. „Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum,“ skrifar Svandís. „Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi.“ Þá tekur hún fram að Vinstrihreyfingin, grænt framboð hafni þessum „undirlægjutóni“ en flokkur Svandísar hefur tapað verulegu fylgi að undanförnu og tókst ekki að tryggja sér sæti í síðustu þingkosningum í nóvember. Hann á þó sextán sveitarstjórnarfulltrúa víða um landið. „Við trúum á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Við trúum á að Ísland tali af reisn – líka við valdamenn,“ skrifar hún og bætir við að hlutverk Íslands sem smáríkis sé ekki að „smjaðra“, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum. „Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“ Donald Trump Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn NATO Utanríkismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra greindi frá því í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að hún hefði tekið í höndina á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún lýsti Bandaríkjaforseta sem heillandi. „Hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það,“ sagði Þorgerður. Svandís, sem var ráðherra úr röðum Vinstri grænna í síðustu ríkisstjórn, hjólar í Þorgerði í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að Trump hafi ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum, og ekkert bendi til annars en að hann haldi því áfram. „Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum,“ skrifar Svandís. „Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi.“ Þá tekur hún fram að Vinstrihreyfingin, grænt framboð hafni þessum „undirlægjutóni“ en flokkur Svandísar hefur tapað verulegu fylgi að undanförnu og tókst ekki að tryggja sér sæti í síðustu þingkosningum í nóvember. Hann á þó sextán sveitarstjórnarfulltrúa víða um landið. „Við trúum á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Við trúum á að Ísland tali af reisn – líka við valdamenn,“ skrifar hún og bætir við að hlutverk Íslands sem smáríkis sé ekki að „smjaðra“, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum. „Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“
Donald Trump Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn NATO Utanríkismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira