Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 11:22 Lögregla bendir fólki á að skrá sig einungis inn á rafræn skilríki ef það veit hvaðan beiðnin kemur. Vísir/Arnar Tæplega tvö hundruð mál tengd netglæpum hafa komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári, eða um 33 á mánuði. Fæst slík mál, sem kunna að aukast yfir sumarmánuðina, séu eru þó tilkynnt til lögreglu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að þau mál sem lögregla hafi helst fengið tilkynningar og kærur um síðastliðnar vikur séu SMS-skilaboð sem reynast svik, gjafaleikir á Facebook, símtöl þar sem hringjandi segir bilun í tölvu viðtakanda og síðan tölvupóstar sem svipi til svokallaðra Nígeríubréfa, eins og lögregla kemst að orði. Lögregla varar einnig við fjárfestingasvikum þar sem enn beri á tilkynntum málum þar sem fólk ætli að fjárfesta í rafmyntum og brotamennirnir bjóðist til að aðstoða og óska eftir að fólk hlaði forriti inn í símann sinn eða inn í tölvuna sína. Þá sé lögregla sömuleiðis að fá tilkynningar um að fólk sé beðið um að samþykkja rafræn skilríki án þess að vera sjálft að reyna að skrá sig inn og þess vegna áréttir lögregla að fólk skrái aldrei inn rafrænu skilríki sín nema það sé alveg viss um upprunann. Sjá einnig: Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Þess beri einnig að geta að til að taka á móti greiðslum sé engin þörf á að samþykkja rafræn skilríki. Lögregla hefur einnig fengið tilkynningar og kærur frá fyrirtækjum sem eru að fá tölvupósta, meðal annars þar sem brotamenn komast inn í tölvupóstsamskipti milli söluaðila og kaupanda og senda falsaða reikninga eða breyta bankaupplýsingum vegna reikninga. „Að lokum ber að vara við hvers kyns netglæpum, en reynslan hefur sýnt að þeir færast í vöxt yfir sumarmánuðina,“ segir í tilkynningunni, en lögregla bendir þeim sem hafa orðið fyrir netglæp að senda tölvupóst á cybercrime@lrh.is. Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að þau mál sem lögregla hafi helst fengið tilkynningar og kærur um síðastliðnar vikur séu SMS-skilaboð sem reynast svik, gjafaleikir á Facebook, símtöl þar sem hringjandi segir bilun í tölvu viðtakanda og síðan tölvupóstar sem svipi til svokallaðra Nígeríubréfa, eins og lögregla kemst að orði. Lögregla varar einnig við fjárfestingasvikum þar sem enn beri á tilkynntum málum þar sem fólk ætli að fjárfesta í rafmyntum og brotamennirnir bjóðist til að aðstoða og óska eftir að fólk hlaði forriti inn í símann sinn eða inn í tölvuna sína. Þá sé lögregla sömuleiðis að fá tilkynningar um að fólk sé beðið um að samþykkja rafræn skilríki án þess að vera sjálft að reyna að skrá sig inn og þess vegna áréttir lögregla að fólk skrái aldrei inn rafrænu skilríki sín nema það sé alveg viss um upprunann. Sjá einnig: Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Þess beri einnig að geta að til að taka á móti greiðslum sé engin þörf á að samþykkja rafræn skilríki. Lögregla hefur einnig fengið tilkynningar og kærur frá fyrirtækjum sem eru að fá tölvupósta, meðal annars þar sem brotamenn komast inn í tölvupóstsamskipti milli söluaðila og kaupanda og senda falsaða reikninga eða breyta bankaupplýsingum vegna reikninga. „Að lokum ber að vara við hvers kyns netglæpum, en reynslan hefur sýnt að þeir færast í vöxt yfir sumarmánuðina,“ segir í tilkynningunni, en lögregla bendir þeim sem hafa orðið fyrir netglæp að senda tölvupóst á cybercrime@lrh.is.
Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira