„Áskorunin er úrræðaleysið“ Agnar Már Másson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. júní 2025 19:57 Mest fjölgaði tilkynningum til barna vegna fíkniefnanotkunar. Getty Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. Tilkynningum fjölgaði um nærri tíu prósent á landinu öllu (LUS) en á síðasta ári bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mest er fjölgunin er varðar neyslu barna á vímuefnum. Tilkynningunum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Þar er um að ræða um 6.100 tilkynninga sem varða 2.600 börn, að sögn barnaverndar. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Sýnar að skýringin á þessari fjölgun væri margþætt, en aðallega fjölgun íbúa. Auk þess hefði samfélagsgerðin í Reykjavík tekið breytingum; nú búi þar fjölbeyttari hópur með flóknari félagslegar þarfir. Þá benti hún einnig á húsnæðisskort. „Hvað ofbeldi varðar þá auðvitað hefur beiting ofbeldis aukist þvert yfir samfélagið,“ segir hún og bendir á að vandi ungemenna með fjölþættan vanda hafi aukist mjög mikið. „Áskorunin er úrræðaleysið,“ segir hún og nefnir að fjöldi úrræða hafi ekki aukist í takt við þá fjölgunina.„Fjöldi og fjölbreytni þeirra úrræða sem barnaverndarkerfið hefur yfir að ráða hefur ekki haldist í hendur við þessa aukningu.“ Þyrí Halla Steingrímsdóttir skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir margt skýra aukinguna á tilkynningum.Vísir/Lillý Henni segist hafa brugðið þegar Guðmundur Ingi Kristinsson barnamálaráðherra hafi lýst því í samtali við mbl.is í lok maí að málaflokkurinn væri „góðum málum“. „Sem það er sannarlega ekki og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætir hún við. „Úrræðaleysið er mjög mikið og það er vandi sem við kljáumst við á hverjum degi.“ Barnavernd Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Tilkynningum fjölgaði um nærri tíu prósent á landinu öllu (LUS) en á síðasta ári bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mest er fjölgunin er varðar neyslu barna á vímuefnum. Tilkynningunum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Þar er um að ræða um 6.100 tilkynninga sem varða 2.600 börn, að sögn barnaverndar. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Sýnar að skýringin á þessari fjölgun væri margþætt, en aðallega fjölgun íbúa. Auk þess hefði samfélagsgerðin í Reykjavík tekið breytingum; nú búi þar fjölbeyttari hópur með flóknari félagslegar þarfir. Þá benti hún einnig á húsnæðisskort. „Hvað ofbeldi varðar þá auðvitað hefur beiting ofbeldis aukist þvert yfir samfélagið,“ segir hún og bendir á að vandi ungemenna með fjölþættan vanda hafi aukist mjög mikið. „Áskorunin er úrræðaleysið,“ segir hún og nefnir að fjöldi úrræða hafi ekki aukist í takt við þá fjölgunina.„Fjöldi og fjölbreytni þeirra úrræða sem barnaverndarkerfið hefur yfir að ráða hefur ekki haldist í hendur við þessa aukningu.“ Þyrí Halla Steingrímsdóttir skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir margt skýra aukinguna á tilkynningum.Vísir/Lillý Henni segist hafa brugðið þegar Guðmundur Ingi Kristinsson barnamálaráðherra hafi lýst því í samtali við mbl.is í lok maí að málaflokkurinn væri „góðum málum“. „Sem það er sannarlega ekki og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætir hún við. „Úrræðaleysið er mjög mikið og það er vandi sem við kljáumst við á hverjum degi.“
Barnavernd Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira