„Áskorunin er úrræðaleysið“ Agnar Már Másson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. júní 2025 19:57 Mest fjölgaði tilkynningum til barna vegna fíkniefnanotkunar. Getty Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. Tilkynningum fjölgaði um nærri tíu prósent á landinu öllu (LUS) en á síðasta ári bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mest er fjölgunin er varðar neyslu barna á vímuefnum. Tilkynningunum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Þar er um að ræða um 6.100 tilkynninga sem varða 2.600 börn, að sögn barnaverndar. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Sýnar að skýringin á þessari fjölgun væri margþætt, en aðallega fjölgun íbúa. Auk þess hefði samfélagsgerðin í Reykjavík tekið breytingum; nú búi þar fjölbeyttari hópur með flóknari félagslegar þarfir. Þá benti hún einnig á húsnæðisskort. „Hvað ofbeldi varðar þá auðvitað hefur beiting ofbeldis aukist þvert yfir samfélagið,“ segir hún og bendir á að vandi ungemenna með fjölþættan vanda hafi aukist mjög mikið. „Áskorunin er úrræðaleysið,“ segir hún og nefnir að fjöldi úrræða hafi ekki aukist í takt við þá fjölgunina.„Fjöldi og fjölbreytni þeirra úrræða sem barnaverndarkerfið hefur yfir að ráða hefur ekki haldist í hendur við þessa aukningu.“ Þyrí Halla Steingrímsdóttir skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir margt skýra aukinguna á tilkynningum.Vísir/Lillý Henni segist hafa brugðið þegar Guðmundur Ingi Kristinsson barnamálaráðherra hafi lýst því í samtali við mbl.is í lok maí að málaflokkurinn væri „góðum málum“. „Sem það er sannarlega ekki og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætir hún við. „Úrræðaleysið er mjög mikið og það er vandi sem við kljáumst við á hverjum degi.“ Barnavernd Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Tilkynningum fjölgaði um nærri tíu prósent á landinu öllu (LUS) en á síðasta ári bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mest er fjölgunin er varðar neyslu barna á vímuefnum. Tilkynningunum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Þar er um að ræða um 6.100 tilkynninga sem varða 2.600 börn, að sögn barnaverndar. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Sýnar að skýringin á þessari fjölgun væri margþætt, en aðallega fjölgun íbúa. Auk þess hefði samfélagsgerðin í Reykjavík tekið breytingum; nú búi þar fjölbeyttari hópur með flóknari félagslegar þarfir. Þá benti hún einnig á húsnæðisskort. „Hvað ofbeldi varðar þá auðvitað hefur beiting ofbeldis aukist þvert yfir samfélagið,“ segir hún og bendir á að vandi ungemenna með fjölþættan vanda hafi aukist mjög mikið. „Áskorunin er úrræðaleysið,“ segir hún og nefnir að fjöldi úrræða hafi ekki aukist í takt við þá fjölgunina.„Fjöldi og fjölbreytni þeirra úrræða sem barnaverndarkerfið hefur yfir að ráða hefur ekki haldist í hendur við þessa aukningu.“ Þyrí Halla Steingrímsdóttir skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir margt skýra aukinguna á tilkynningum.Vísir/Lillý Henni segist hafa brugðið þegar Guðmundur Ingi Kristinsson barnamálaráðherra hafi lýst því í samtali við mbl.is í lok maí að málaflokkurinn væri „góðum málum“. „Sem það er sannarlega ekki og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætir hún við. „Úrræðaleysið er mjög mikið og það er vandi sem við kljáumst við á hverjum degi.“
Barnavernd Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira