Steini frá Straumnesi látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2025 16:19 Steini í Straumnesi með flottan lax. Laxá í Aðaldal Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði. „Með sorg í hjarta kveðjum við kæran vin og félaga, Steingrím Stefánsson – Steina frá Straumnesi,“ segir í færslu Laxár í Aðaldal á Facebook. Auk laxveiðinnar var Steini virkur og stoltur félagi í björgunarsveitinni í Aðaldal. „Fregnin hefur skilið eftir sig djúpt tóm í hópi fjölskyldu, vina, samstarfsfólks og veiðimanna sem þekktu hann og nutu samfylgdar hans við Laxá í Aðaldal.“ Steini hafi í 38 ár verið ómissandi hluti af lífi og starfi við Laxá í Aðaldal sem er ein frægasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. „Með hlýju, rósemd og einstökum húmor tók hann á móti gestum árinnar og leiddi þá um sín uppáhalds veiðisvæði – staði sem hann þekkti eins og lófann á sér. Fáir þekktu ána betur og unnu störf sín af jafn mikilli ánægju og Steini,“ segir í færslunni. „Hann elskaði ána sína og leið aldrei betur en þegar hann var úti í henni miðri eða á bökkum hennar að liðsinna veiðimönnum. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Steina og hafa hann í lífi okkar munum sakna hans sárt. Lífið við ána verður ekki samt án hans. Við erum þakklát fyrir öll árin, samfylgdina, hlýjuna og gleðina.“ Meðal þeirra sem minnasta Steina er Gunnar Helgason leikari. „Hann Steini (Steingrímur S Stefansson) var leiðsögumaður okkar bræðra í Aðaldalnum í nokkur ár og hann var svo sérstakur, svo einstakur að það myndaðist djúp vinátta okkar í millum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook. „Þegar ég var við tökur á Allra síðasta veiðiferðin eyddum við nokkrum dögum saman við að keyra með ánni, ræða veiðistaði og bera saman bækur okkar. Hans bók var vitaskuld miklu þykkari en mín en hann hlustaði af sinni einstöku þolinmæði þegar ég talaði af mis mikilli visku. Og vináttan dýpkaði.“ Þeir hafi síðustu sumur veitt saman sem makkerar. „Tveir vinir að gera það sem þeim fannst skemmtilegast á uppáhaldsstaðnum okkar. Og hver einustu jól hringdi hann og pantaði bók sem hann vildi gefa í jólagjöf. Dalurinn hefur misst mikið!!!“ Andlát Lax Norðurþing Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
„Með sorg í hjarta kveðjum við kæran vin og félaga, Steingrím Stefánsson – Steina frá Straumnesi,“ segir í færslu Laxár í Aðaldal á Facebook. Auk laxveiðinnar var Steini virkur og stoltur félagi í björgunarsveitinni í Aðaldal. „Fregnin hefur skilið eftir sig djúpt tóm í hópi fjölskyldu, vina, samstarfsfólks og veiðimanna sem þekktu hann og nutu samfylgdar hans við Laxá í Aðaldal.“ Steini hafi í 38 ár verið ómissandi hluti af lífi og starfi við Laxá í Aðaldal sem er ein frægasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. „Með hlýju, rósemd og einstökum húmor tók hann á móti gestum árinnar og leiddi þá um sín uppáhalds veiðisvæði – staði sem hann þekkti eins og lófann á sér. Fáir þekktu ána betur og unnu störf sín af jafn mikilli ánægju og Steini,“ segir í færslunni. „Hann elskaði ána sína og leið aldrei betur en þegar hann var úti í henni miðri eða á bökkum hennar að liðsinna veiðimönnum. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Steina og hafa hann í lífi okkar munum sakna hans sárt. Lífið við ána verður ekki samt án hans. Við erum þakklát fyrir öll árin, samfylgdina, hlýjuna og gleðina.“ Meðal þeirra sem minnasta Steina er Gunnar Helgason leikari. „Hann Steini (Steingrímur S Stefansson) var leiðsögumaður okkar bræðra í Aðaldalnum í nokkur ár og hann var svo sérstakur, svo einstakur að það myndaðist djúp vinátta okkar í millum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook. „Þegar ég var við tökur á Allra síðasta veiðiferðin eyddum við nokkrum dögum saman við að keyra með ánni, ræða veiðistaði og bera saman bækur okkar. Hans bók var vitaskuld miklu þykkari en mín en hann hlustaði af sinni einstöku þolinmæði þegar ég talaði af mis mikilli visku. Og vináttan dýpkaði.“ Þeir hafi síðustu sumur veitt saman sem makkerar. „Tveir vinir að gera það sem þeim fannst skemmtilegast á uppáhaldsstaðnum okkar. Og hver einustu jól hringdi hann og pantaði bók sem hann vildi gefa í jólagjöf. Dalurinn hefur misst mikið!!!“
Andlát Lax Norðurþing Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira