Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 20:45 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Sýn Formaður VR segir að verðbólgutölur dagsins þýði að tilraunin sem lagt var upp með í síðustu kjarasamningum hafi mistekist. Segir hún að í fyrra hafi launafólk fallist á launahækkanir vel undir verðbólgu, í trausti þess að fyrirtæki myndu halda aftur af verðhækkunum. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,9 prósent frá maí 2025. Verðbólga hækkaði úr 3,8 prósentum 25. maí í 4,2 prósent 25. júní en þess má geta að hún var 4,2 prósent í apríl og 3,8 prósent í mars. Fyrirtækin geti ekki hamið sig Halla Gunnarsdóttir formaður VR segir ljóst að stóru fyrirtækin í landinu ráði ekki við sig í gróðasókninni. „Þau bara geta ekki annað en sótt í meiri gróða, og það er það sem er að valda þessari verðbólgu núna,“ segir Halla. „Það er allt að hækka, stórfyrirtæki eru að sýna aukinn hagnað á milli ára, á tímum þegar þau áttu að halda aftur af sér.“ „Í raforku er búið að búa til sérstaka milliliði sem við þurfum að greiða tíund til, þannig að raforka hefur hækkað um sextán prósent. Nauðsynjavörur eru að hækka um á milli fimm og fimmtán prósent eftir því hvar er tekið niður.“ Segir hún að lækkanir á heimsmarkaðsverð á olíu hafi ekki skilað sér til landsins. „Þannig að það er bara algjörlega augljóst að fyrirtækin eru ófær um að halda aftur af sér,“ segir Halla, sem var til viðtals um verðbólguna í kvöldfréttum Sýnar. Stýritæki Seðlabankans virki ekki Halla segir að verðbólgutölurnar sýni þar að auki að stýritæki Seðlabankans virki ekki sem skyldi. „Seðlabankinn leggur upp með að nota stýrivaxtahækkanir og halda þeim háum, hærri en þeir eru nokkurs staðar í OECD, í von um að bíta á verðbólguna, en það gengur ekki vegna þess að þeir bíta á vitlausum stöðum,“ segir hún. „Þeir bíta launafólk, leigjendur, skuldara, en ekki þá sem orsaka verðbólguna og bera ábyrgð á henni.“ Í mars í fyrra voru kjarasamningar undirritaðir til fjögurra ára, en í honum eru ákveðin forsenduákvæði um þróun verðbólgu og verða samningar endurskoðaðir 1. september í haust og aftur á næsta ári. Halla segir að ársverðbólguviðmiðið í samningunum, sem kveður á um að samningar verði endurskoðaðir fari verðbólga yfir 4,95 prósent, hafi verið allt of hátt að mati þeirra í VR á sínum tíma. „Við vildum hafa það lægra, því það væri mjög eðlilegt að við gætum núna sagt að forsendur væru brostnar, út af þeim byrðum sem okkar fólk er að axla. En við erum hins vegar óþægilega nálægt þessu marki, sem var samt þetta hátt.“ „Þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Halla. Halla segir að áhyggjur hennar lúti fyrst og fremst að því að verðbólgan komi illa við fólk sem er með verðtryggð lán. Margir hafi flúið yfir í verðtryggð lán til að geta haldið sínu húsnæði. „Síðan eru stýrivextir þetta háir, og Seðlabankinn hefur gefið það út að fari verðbólgan ekki niður þá mun hann halda því áfram, og það eru bara gríðarlega ósanngjarnar byrðar sem félagsfólk VR og launafólk almennt í landinu er að bera. Sérstaklega þau sem skulda, eða búa í leiguhúsnæði,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,9 prósent frá maí 2025. Verðbólga hækkaði úr 3,8 prósentum 25. maí í 4,2 prósent 25. júní en þess má geta að hún var 4,2 prósent í apríl og 3,8 prósent í mars. Fyrirtækin geti ekki hamið sig Halla Gunnarsdóttir formaður VR segir ljóst að stóru fyrirtækin í landinu ráði ekki við sig í gróðasókninni. „Þau bara geta ekki annað en sótt í meiri gróða, og það er það sem er að valda þessari verðbólgu núna,“ segir Halla. „Það er allt að hækka, stórfyrirtæki eru að sýna aukinn hagnað á milli ára, á tímum þegar þau áttu að halda aftur af sér.“ „Í raforku er búið að búa til sérstaka milliliði sem við þurfum að greiða tíund til, þannig að raforka hefur hækkað um sextán prósent. Nauðsynjavörur eru að hækka um á milli fimm og fimmtán prósent eftir því hvar er tekið niður.“ Segir hún að lækkanir á heimsmarkaðsverð á olíu hafi ekki skilað sér til landsins. „Þannig að það er bara algjörlega augljóst að fyrirtækin eru ófær um að halda aftur af sér,“ segir Halla, sem var til viðtals um verðbólguna í kvöldfréttum Sýnar. Stýritæki Seðlabankans virki ekki Halla segir að verðbólgutölurnar sýni þar að auki að stýritæki Seðlabankans virki ekki sem skyldi. „Seðlabankinn leggur upp með að nota stýrivaxtahækkanir og halda þeim háum, hærri en þeir eru nokkurs staðar í OECD, í von um að bíta á verðbólguna, en það gengur ekki vegna þess að þeir bíta á vitlausum stöðum,“ segir hún. „Þeir bíta launafólk, leigjendur, skuldara, en ekki þá sem orsaka verðbólguna og bera ábyrgð á henni.“ Í mars í fyrra voru kjarasamningar undirritaðir til fjögurra ára, en í honum eru ákveðin forsenduákvæði um þróun verðbólgu og verða samningar endurskoðaðir 1. september í haust og aftur á næsta ári. Halla segir að ársverðbólguviðmiðið í samningunum, sem kveður á um að samningar verði endurskoðaðir fari verðbólga yfir 4,95 prósent, hafi verið allt of hátt að mati þeirra í VR á sínum tíma. „Við vildum hafa það lægra, því það væri mjög eðlilegt að við gætum núna sagt að forsendur væru brostnar, út af þeim byrðum sem okkar fólk er að axla. En við erum hins vegar óþægilega nálægt þessu marki, sem var samt þetta hátt.“ „Þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Halla. Halla segir að áhyggjur hennar lúti fyrst og fremst að því að verðbólgan komi illa við fólk sem er með verðtryggð lán. Margir hafi flúið yfir í verðtryggð lán til að geta haldið sínu húsnæði. „Síðan eru stýrivextir þetta háir, og Seðlabankinn hefur gefið það út að fari verðbólgan ekki niður þá mun hann halda því áfram, og það eru bara gríðarlega ósanngjarnar byrðar sem félagsfólk VR og launafólk almennt í landinu er að bera. Sérstaklega þau sem skulda, eða búa í leiguhúsnæði,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira