Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 23:02 Halla spurði fylgjendur sína á Instagram hvað þeim þætti um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Vísir Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu. Í vikunni var greint frá því að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin sagði hjörtun ógna umferðaröryggi. „Rauðu hjörtun í umferðarljósum á Akureyri eru vinsælt myndefni ferðamanna. Oft má sjá ferðamenn á miðeyjum fjölfarinna vegamóta taka myndir og sjálfur. Við aðstæður sem þessar geta skapast hættur ef til dæmis fólki skrikar fótur og lendir fyrir bíl. Einnig er hætta á því að hjartalaga umferðarljós dragi athygli ökumanna frá akstri, en það er sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum,“ segir í bréfi sem Vegagerðin sendi Akureyrabæ. Bæjarstjóri Akureyrar greindi svo frá því að hann gæti ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórnin legðist gegn tillögu Vegagerðarinnar. Akureyringar réðust svo hver á eftir öðrum fram á ritvöllin og lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hjörtun og sögðu ómögulegt að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Halla Tómasdóttir er stödd á Akureyri og blandaði sér í umræðuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hún birti mynd af umferðarljósunum frægu og hafði með því skoðanakönnun með tjákni, þar sem fylgjendur geta svarað því hversu hrifnir þeir eru af ljósunum. Niðurstöðurnar eru þegar þetta er skrifað nokkuð afgerandi, þar sem mikill meirihluti hefur dregið aðdáunartjáknið alla leið til hægri, til marks um eins mikla hrifningu og hægt er. Hjörtu?Instagram Akureyri Menning Umferðaröryggi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Tengdar fréttir Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin sagði hjörtun ógna umferðaröryggi. „Rauðu hjörtun í umferðarljósum á Akureyri eru vinsælt myndefni ferðamanna. Oft má sjá ferðamenn á miðeyjum fjölfarinna vegamóta taka myndir og sjálfur. Við aðstæður sem þessar geta skapast hættur ef til dæmis fólki skrikar fótur og lendir fyrir bíl. Einnig er hætta á því að hjartalaga umferðarljós dragi athygli ökumanna frá akstri, en það er sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum,“ segir í bréfi sem Vegagerðin sendi Akureyrabæ. Bæjarstjóri Akureyrar greindi svo frá því að hann gæti ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórnin legðist gegn tillögu Vegagerðarinnar. Akureyringar réðust svo hver á eftir öðrum fram á ritvöllin og lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hjörtun og sögðu ómögulegt að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Halla Tómasdóttir er stödd á Akureyri og blandaði sér í umræðuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hún birti mynd af umferðarljósunum frægu og hafði með því skoðanakönnun með tjákni, þar sem fylgjendur geta svarað því hversu hrifnir þeir eru af ljósunum. Niðurstöðurnar eru þegar þetta er skrifað nokkuð afgerandi, þar sem mikill meirihluti hefur dregið aðdáunartjáknið alla leið til hægri, til marks um eins mikla hrifningu og hægt er. Hjörtu?Instagram
Akureyri Menning Umferðaröryggi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Tengdar fréttir Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20