Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 23:29 Hjalti Dagur Hjaltason er formaður Félags læknanema. Samsett Læknanemar eru æfir yfir fyrirhugaðri lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Þeir segja það gert án samráðs við nemana og þrátt fyrir óbreytt starf, ábyrgð og skyldur. Nemar séu látnir greiða niður hagræðingu í heilbrigðismálum. Í tilkynningu lýsa Félag læknanema og Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu yfir miklum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda. Þar segja læknanemar að Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi tekið einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarði laun sín út frá. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins er ráðuneytisstofnun sem er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sinnir mannauðsmálum ríkisins, þar á meðal ráðgjöf varðandi mannauðsstjórun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga við Læknafélag Íslands. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum, á öllum helstu deildum, þar sem þeir sinna lykilhlutverki innan heilbrigðiskerfisins sem læknar. Tekið er fram í tilkynningunni að þar veiti þeir meðferðir, skrái upplýsingar í sjúkraskrá en séu að auki oft einir á vakt. Því sé ljóst að um er að ræða mikið ábyrgðarstarf. KMR segir engar forsendur til viðræðna Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi. Félag læknanema segir Kjara- og mannauðssýslu ríkisins hafa einhliða tekið ákvörðun um að lækka laun félagsmanna sinna til að „knýja fram þvingaðan sparnað í rekstri Landspítala.“ Nýju viðmiðin eru sem hér segir: laun nema á þriðja námsári eru óbreytt í 70 prósenta hlutfalli launa sérnámsgrunnslækna, laun nema á fjórða námsári lækka úr 80 prósentum fyrrnefndra launa í 75 prósent og laun nema á fimmta ári lækka úr 90 prósentum í 84. Samkvæmt launatöflu eru 70 prósent 575.368 krónur og 84 prósent 690.441 króna. Félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Samkvæmt lögum LÍ geta læknanemar fengið þessa aukaaðild sem hafa lokið fjórða ári náms í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis. Aukaaðild að LÍ fylgja engin önnur réttindi en þau að geta sótt fundi með málfrelsi og tillögurétti. Þetta segja læknanemar veikja stöðu sína í samningsviðræðum. Læknafélag Íslands hafi nú þegar mótmælt formlega fyrir hönd læknanema en Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi borið því við að þar sem læknanemar séu ekki félagar í Læknafélaginu væri engin forsenda til viðræðna við þá. Ekki til þess fallið að laða lækna til starfa Læknanemar segja þetta bitna á hópi sem gegnir veigamiklum störfum og ber ríka ábyrgð en hefur takmörkuð úrræði til að mótmæla. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags Læknanema, segir viðmót stjórnvalda ekki vera síður mikilvægt í dag en þegar þeir eru orðnir læknar. Læknanemar standi frammi fyrir ákvörðun um hvar og hvernig þeir vilji starfa á næstu árum. „Ef skilaboðin eru þau að læknanemar séu ekki nægilega mikilvægir til að eiga rétt á sanngjörnum kjörum, hvers konar viðmót bíður þeirra þá eftir útskrift? Svona aðgerðir eru ekki til þess fallnar að laða lækna til starfa eftir útskrift,“ segir Hjalti Dagur. „Við förum einfaldlega fram á að kjör læknanema fylgi launaþróun þeirra samninga sem störf okkar byggja á og að tekin sé afstaða gegn því að hópur sem heilbrigðiskerfið sannarlega reiðir sig á sé ítrekað tekinn út fyrir sviga þegar kjör eru ákveðin. Það er réttlætismál,“ segir hann. Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Í tilkynningu lýsa Félag læknanema og Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu yfir miklum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda. Þar segja læknanemar að Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi tekið einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarði laun sín út frá. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins er ráðuneytisstofnun sem er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sinnir mannauðsmálum ríkisins, þar á meðal ráðgjöf varðandi mannauðsstjórun, ákvæði starfsmannalaga og framkvæmd kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga við Læknafélag Íslands. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum, á öllum helstu deildum, þar sem þeir sinna lykilhlutverki innan heilbrigðiskerfisins sem læknar. Tekið er fram í tilkynningunni að þar veiti þeir meðferðir, skrái upplýsingar í sjúkraskrá en séu að auki oft einir á vakt. Því sé ljóst að um er að ræða mikið ábyrgðarstarf. KMR segir engar forsendur til viðræðna Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi. Félag læknanema segir Kjara- og mannauðssýslu ríkisins hafa einhliða tekið ákvörðun um að lækka laun félagsmanna sinna til að „knýja fram þvingaðan sparnað í rekstri Landspítala.“ Nýju viðmiðin eru sem hér segir: laun nema á þriðja námsári eru óbreytt í 70 prósenta hlutfalli launa sérnámsgrunnslækna, laun nema á fjórða námsári lækka úr 80 prósentum fyrrnefndra launa í 75 prósent og laun nema á fimmta ári lækka úr 90 prósentum í 84. Samkvæmt launatöflu eru 70 prósent 575.368 krónur og 84 prósent 690.441 króna. Félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Samkvæmt lögum LÍ geta læknanemar fengið þessa aukaaðild sem hafa lokið fjórða ári náms í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands eða sambærilegu námi erlendis. Aukaaðild að LÍ fylgja engin önnur réttindi en þau að geta sótt fundi með málfrelsi og tillögurétti. Þetta segja læknanemar veikja stöðu sína í samningsviðræðum. Læknafélag Íslands hafi nú þegar mótmælt formlega fyrir hönd læknanema en Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hafi borið því við að þar sem læknanemar séu ekki félagar í Læknafélaginu væri engin forsenda til viðræðna við þá. Ekki til þess fallið að laða lækna til starfa Læknanemar segja þetta bitna á hópi sem gegnir veigamiklum störfum og ber ríka ábyrgð en hefur takmörkuð úrræði til að mótmæla. Hjalti Dagur Hjaltason, forseti Félags Læknanema, segir viðmót stjórnvalda ekki vera síður mikilvægt í dag en þegar þeir eru orðnir læknar. Læknanemar standi frammi fyrir ákvörðun um hvar og hvernig þeir vilji starfa á næstu árum. „Ef skilaboðin eru þau að læknanemar séu ekki nægilega mikilvægir til að eiga rétt á sanngjörnum kjörum, hvers konar viðmót bíður þeirra þá eftir útskrift? Svona aðgerðir eru ekki til þess fallnar að laða lækna til starfa eftir útskrift,“ segir Hjalti Dagur. „Við förum einfaldlega fram á að kjör læknanema fylgi launaþróun þeirra samninga sem störf okkar byggja á og að tekin sé afstaða gegn því að hópur sem heilbrigðiskerfið sannarlega reiðir sig á sé ítrekað tekinn út fyrir sviga þegar kjör eru ákveðin. Það er réttlætismál,“ segir hann.
Landspítalinn Heilbrigðismál Háskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira