Djöfullinn klæðist Prada á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2025 10:28 Meryl Streep hefur sjaldan verið jafngóð og hún var í hlutverki Miröndu Priestly. Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita. Kvikmyndastúdíóið 20th Century Studios tilkynnti í gær að framleiðsla á Devil Wears Prada 2 sé hafin. Aðalleikararnir fjórir, Meryl Streep, Emily Blunt, Anne Hathaway og Stanley Tucci, snúa aftur og bætist Kenneth Branagh við leikhópinn sem eiginmaður Miröndu. Miranda hakkaði Andy nokkrum sinnum í sig. Fyrsta myndin fjallaði um Andy Sachs (Hathaway) sem fékk eldskírn hjá Miröndu Priestly og aðstoðarmanni hennar, Emily (Blunt), á tískutímaritinu Runway. Framhaldið fjallar um vandræði Priestly sem þarf, vegna hnignunar prentmiðla, að leita til síns gamla aðstoðarmanns, Emily, sem er orðinn forstjóri stórfyrirtækis, fyrir auglýsingatekjur. Ekki er ljóst hvernig Andy, sem byrjaði í blaðamennsku í síðustu mynd, spilar inn í þá fléttu. Myndin kemur í bíóhús vestanhafs þann 1. maí 2026, tuttugu árum eftir frumsýningu þeirrar fyrstu. Tilkynningin er vel tímasett því Anna Wintour, sem persóna Priestly byggði á, vék nýlega úr ritstjórnarstól Vouge eftir 37 ára setu. Leikstjóri fyrstu myndarinnar, David Frankel, mun leikstýra framhaldinu og handritshöfundurinn Aline Bros McKenna, sem skrifaði handrit fyrstu myndarinnar, mun skrifa handrit hennar. Upprunalega myndin var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, Patricia Field hlaut tilnefningu fyrir búningahönnun og Meryl Streep fékk tilnefningu sem besta leikkona í aðalhlutverki. Bíó og sjónvarp Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir The Devil Wears Prada nostalgía á rauða dreglinum Leikkonan Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta úr kvikmyndinni The Devil Wears Prada þegar hún mætti klædd eins og persónan Andy Sachs á tískusýningu. Nú hefur leikkonan greint frá því að líkindin hafi átt sér stað fyrir slysni. 13. október 2022 10:37 Djöfullinn holdi klæddur Anna Wintour er mikill áhrifavaldur innan tískuheimsins enda ritstýrir hún einu þekktasta tískuriti í dag, ameríska Vouge. Hún á því greiða leið að þekktustu hönnuðunum og á ekki erfitt með að klæða sig samkvæmt nýjustu straumum og stefnum. Það má segja að hún fái tískuna beint í æð á hverjum degi. 3. júní 2006 07:30 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kvikmyndastúdíóið 20th Century Studios tilkynnti í gær að framleiðsla á Devil Wears Prada 2 sé hafin. Aðalleikararnir fjórir, Meryl Streep, Emily Blunt, Anne Hathaway og Stanley Tucci, snúa aftur og bætist Kenneth Branagh við leikhópinn sem eiginmaður Miröndu. Miranda hakkaði Andy nokkrum sinnum í sig. Fyrsta myndin fjallaði um Andy Sachs (Hathaway) sem fékk eldskírn hjá Miröndu Priestly og aðstoðarmanni hennar, Emily (Blunt), á tískutímaritinu Runway. Framhaldið fjallar um vandræði Priestly sem þarf, vegna hnignunar prentmiðla, að leita til síns gamla aðstoðarmanns, Emily, sem er orðinn forstjóri stórfyrirtækis, fyrir auglýsingatekjur. Ekki er ljóst hvernig Andy, sem byrjaði í blaðamennsku í síðustu mynd, spilar inn í þá fléttu. Myndin kemur í bíóhús vestanhafs þann 1. maí 2026, tuttugu árum eftir frumsýningu þeirrar fyrstu. Tilkynningin er vel tímasett því Anna Wintour, sem persóna Priestly byggði á, vék nýlega úr ritstjórnarstól Vouge eftir 37 ára setu. Leikstjóri fyrstu myndarinnar, David Frankel, mun leikstýra framhaldinu og handritshöfundurinn Aline Bros McKenna, sem skrifaði handrit fyrstu myndarinnar, mun skrifa handrit hennar. Upprunalega myndin var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, Patricia Field hlaut tilnefningu fyrir búningahönnun og Meryl Streep fékk tilnefningu sem besta leikkona í aðalhlutverki.
Bíó og sjónvarp Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir The Devil Wears Prada nostalgía á rauða dreglinum Leikkonan Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta úr kvikmyndinni The Devil Wears Prada þegar hún mætti klædd eins og persónan Andy Sachs á tískusýningu. Nú hefur leikkonan greint frá því að líkindin hafi átt sér stað fyrir slysni. 13. október 2022 10:37 Djöfullinn holdi klæddur Anna Wintour er mikill áhrifavaldur innan tískuheimsins enda ritstýrir hún einu þekktasta tískuriti í dag, ameríska Vouge. Hún á því greiða leið að þekktustu hönnuðunum og á ekki erfitt með að klæða sig samkvæmt nýjustu straumum og stefnum. Það má segja að hún fái tískuna beint í æð á hverjum degi. 3. júní 2006 07:30 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
The Devil Wears Prada nostalgía á rauða dreglinum Leikkonan Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta úr kvikmyndinni The Devil Wears Prada þegar hún mætti klædd eins og persónan Andy Sachs á tískusýningu. Nú hefur leikkonan greint frá því að líkindin hafi átt sér stað fyrir slysni. 13. október 2022 10:37
Djöfullinn holdi klæddur Anna Wintour er mikill áhrifavaldur innan tískuheimsins enda ritstýrir hún einu þekktasta tískuriti í dag, ameríska Vouge. Hún á því greiða leið að þekktustu hönnuðunum og á ekki erfitt með að klæða sig samkvæmt nýjustu straumum og stefnum. Það má segja að hún fái tískuna beint í æð á hverjum degi. 3. júní 2006 07:30