„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2025 09:30 Lautaro Martínez trúir því ekki að Calhanoglu sé meiddur. getty Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla. Inter datt úr leik með 2-0 tapi gegn brasilíska liðinu Fluminense. Argentínski framherjinn Martínez var svekktur með að hafa dottið úr leik, sérlega eftir að hafa einnig misst af ítalska meistaratitlinum og tapað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Þjálfarinn Simone Inzaghi hætti störfum skömmu eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Inter mætti því verr undirbúið til Bandaríkjanna á HM. Skömmu eftir að mótið hófst dró Hakan Calhanoglu sig svo úr leikmannahópnum, sem hann sagði vera vegna meiðsla í kálfa en síðan þá hefur tyrkneski miðjumaðurinn sést í Istanbul og er talinn vera að semja við Galatasaray. Forseti Inter, Giuseppe Marotta, staðfesti að fyrirliðinn Lautaro Martínez hafi verið að tala um Calhanoglu þegar hann sagði eftir leik: Capitan Lautaro senza 𝒑𝒆𝒍𝒊 𝒔𝒖𝒍𝒍𝒂 𝒍𝒊𝒏𝒈𝒖𝒂 🤬“Chi non vuole restare, se ne vada” 🎙️🎤 @alessiodegiu#LautaroMartinez #Inter #FIFACWC #DAZN pic.twitter.com/OkQeIan8lv— DAZN Italia (@DAZN_IT) June 30, 2025 „Þú verður að vilja vera hjá Inter. Við erum að berjast fyrir mikilvægum mörkum og þeir sem vilja vera hérna þurfa að sýna það. Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara. Við erum hérna að leggja okkur alla fram fyrir Inter og ég hef séð fullt af hlutum sem, ég sem fyrirliði, er mjög ósáttur með…“ sagði Martínez. Forsetinn Marotta sagði framtíð Calhanoglu óráðna en félagið væri opið fyrir tilboðum. Nýráðinn þjálfari liðsins, Christian Chivu, tjáði sig lítið um málið en virtist vera sammála Martínez. „Ummælin sýna ástríðu og keppnisskap, vilja til að snúa aftur og breyta genginu eftir erfitt tímabil“ sagði Chivu. Ítalski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira
Inter datt úr leik með 2-0 tapi gegn brasilíska liðinu Fluminense. Argentínski framherjinn Martínez var svekktur með að hafa dottið úr leik, sérlega eftir að hafa einnig misst af ítalska meistaratitlinum og tapað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Þjálfarinn Simone Inzaghi hætti störfum skömmu eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Inter mætti því verr undirbúið til Bandaríkjanna á HM. Skömmu eftir að mótið hófst dró Hakan Calhanoglu sig svo úr leikmannahópnum, sem hann sagði vera vegna meiðsla í kálfa en síðan þá hefur tyrkneski miðjumaðurinn sést í Istanbul og er talinn vera að semja við Galatasaray. Forseti Inter, Giuseppe Marotta, staðfesti að fyrirliðinn Lautaro Martínez hafi verið að tala um Calhanoglu þegar hann sagði eftir leik: Capitan Lautaro senza 𝒑𝒆𝒍𝒊 𝒔𝒖𝒍𝒍𝒂 𝒍𝒊𝒏𝒈𝒖𝒂 🤬“Chi non vuole restare, se ne vada” 🎙️🎤 @alessiodegiu#LautaroMartinez #Inter #FIFACWC #DAZN pic.twitter.com/OkQeIan8lv— DAZN Italia (@DAZN_IT) June 30, 2025 „Þú verður að vilja vera hjá Inter. Við erum að berjast fyrir mikilvægum mörkum og þeir sem vilja vera hérna þurfa að sýna það. Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara. Við erum hérna að leggja okkur alla fram fyrir Inter og ég hef séð fullt af hlutum sem, ég sem fyrirliði, er mjög ósáttur með…“ sagði Martínez. Forsetinn Marotta sagði framtíð Calhanoglu óráðna en félagið væri opið fyrir tilboðum. Nýráðinn þjálfari liðsins, Christian Chivu, tjáði sig lítið um málið en virtist vera sammála Martínez. „Ummælin sýna ástríðu og keppnisskap, vilja til að snúa aftur og breyta genginu eftir erfitt tímabil“ sagði Chivu.
Ítalski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira