Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2025 16:16 Orlando Bloom, Sydney Sweeney og Tom Brady voru öll gestir í lúxusbrúðkaupi Jeffs Bezos og Laurenar Sanchéz í Feneyjum. Getty Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni. Brúðkaupið sjálft fór fram í Feneyjum föstudaginn 27. júní en dagskráin stóð yfir frá fimmtudeginum 26. til laugardagsins 28. og fór fram vítt og breitt um borgina. Fjölda fólks var boðið, þar af óvenjumörgum frægum fígúrum: Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner, Leonardo DiCaprio, Opruh Winfrey, Usher, Ellie Goulding og ýmsum öðrum. Hin 27 ára Sydney Sweeney meðal brúðkaupsgesta en ekki er ljóst hvernig hún þekkir hinn 61 árs Bezos eða hina 55 ára Sanchéz. Sydney, sem hætti nýlega með kærasta sínum til sjö ára, virðist hins vegar skemmta sér konunglega í hafnarborginni við Adríahafið og var eftirsótt meðal karlpeningsins. Sjá einnig: Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Einn þeirra sem skemmti sér með Sweeney var Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi sem gerði garðinn frægan með New England Patriots, en til þeirra sást dansa saman í eftirpartýinu eftir brúðkaupið sem entist fram á nótt. Þá hélt dægurmiðillinn TMZ því fram að Brady hefði spjallað lengi við Sweeney við hótelbarinn. Heimildamaður götumiðilsins Daily Mail hélt því hins vegar fram að Brady hefði „dansað við alla“ í brúðkaupinu, ekki bara Sweeney, þar á meðal fyrirsætuna Brooks Nader, sem hann hefur áður verið orðaður við. Hinn 47 ára Brady skildi við fyrirsætuna Gisele Bundchen í október 2022 eftir þrettán ára hjónaband og sextán ára samband. Síðan þá hefur verið opinberlega einhleypur en ýmsar fréttir borist af ástarlífi hans, frá 2023 hafa reglulega borist fréttir af því að hann sé að rugla reitum við fyrirsætuna Irinu Shayk. Annar fráskilin maður sem skemmti sér með Sweeney í brúðkaupinu er hinn 48 ára breski leikari Orlando Bloom sem er nýhættur með poppsöngkonunni Katy Perry eftir margra ára samband. Eftir að brúðkaupinu lauk á laugardag sást til Bloom og Sweeney saman þar sem þau gengu eftir götum Feneyjarborgar og náðust meira að segja myndir af parinu þar sem hún var klædd í sumarlegan kjól og hann var léttklæddur í svörtum stuttbuxum og bol. Fyrr í vikunni hafði Bloom fengið sér kokteila við sundlaugarbakka með Tom Brady og Leonardo DiCaprio. Þeir hafa kannski rætt þar um leikkonuna. Ómögulegt er að segja hvort einhver alvara er í samskiptum Sweeney við þessa miðaldra menn en allir hlutaðeigandi virðast þó hafa skemmt sér vel í Feneyjum. Orlando Bloom and Sydney Sweeney were seen strolling through the streets of Venice, Italy. pic.twitter.com/Xd6IlEKue2— 📸 (@metgalacrave) June 28, 2025 Ástin og lífið Brúðkaup Ítalía Frægir á ferð Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Brúðkaupið sjálft fór fram í Feneyjum föstudaginn 27. júní en dagskráin stóð yfir frá fimmtudeginum 26. til laugardagsins 28. og fór fram vítt og breitt um borgina. Fjölda fólks var boðið, þar af óvenjumörgum frægum fígúrum: Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner, Leonardo DiCaprio, Opruh Winfrey, Usher, Ellie Goulding og ýmsum öðrum. Hin 27 ára Sydney Sweeney meðal brúðkaupsgesta en ekki er ljóst hvernig hún þekkir hinn 61 árs Bezos eða hina 55 ára Sanchéz. Sydney, sem hætti nýlega með kærasta sínum til sjö ára, virðist hins vegar skemmta sér konunglega í hafnarborginni við Adríahafið og var eftirsótt meðal karlpeningsins. Sjá einnig: Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Einn þeirra sem skemmti sér með Sweeney var Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi sem gerði garðinn frægan með New England Patriots, en til þeirra sást dansa saman í eftirpartýinu eftir brúðkaupið sem entist fram á nótt. Þá hélt dægurmiðillinn TMZ því fram að Brady hefði spjallað lengi við Sweeney við hótelbarinn. Heimildamaður götumiðilsins Daily Mail hélt því hins vegar fram að Brady hefði „dansað við alla“ í brúðkaupinu, ekki bara Sweeney, þar á meðal fyrirsætuna Brooks Nader, sem hann hefur áður verið orðaður við. Hinn 47 ára Brady skildi við fyrirsætuna Gisele Bundchen í október 2022 eftir þrettán ára hjónaband og sextán ára samband. Síðan þá hefur verið opinberlega einhleypur en ýmsar fréttir borist af ástarlífi hans, frá 2023 hafa reglulega borist fréttir af því að hann sé að rugla reitum við fyrirsætuna Irinu Shayk. Annar fráskilin maður sem skemmti sér með Sweeney í brúðkaupinu er hinn 48 ára breski leikari Orlando Bloom sem er nýhættur með poppsöngkonunni Katy Perry eftir margra ára samband. Eftir að brúðkaupinu lauk á laugardag sást til Bloom og Sweeney saman þar sem þau gengu eftir götum Feneyjarborgar og náðust meira að segja myndir af parinu þar sem hún var klædd í sumarlegan kjól og hann var léttklæddur í svörtum stuttbuxum og bol. Fyrr í vikunni hafði Bloom fengið sér kokteila við sundlaugarbakka með Tom Brady og Leonardo DiCaprio. Þeir hafa kannski rætt þar um leikkonuna. Ómögulegt er að segja hvort einhver alvara er í samskiptum Sweeney við þessa miðaldra menn en allir hlutaðeigandi virðast þó hafa skemmt sér vel í Feneyjum. Orlando Bloom and Sydney Sweeney were seen strolling through the streets of Venice, Italy. pic.twitter.com/Xd6IlEKue2— 📸 (@metgalacrave) June 28, 2025
Ástin og lífið Brúðkaup Ítalía Frægir á ferð Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein