Sport

Dag­skráin í dag: Rúgbí og hafnabolti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Western Force v British & Irish Lions
Paul Kane/Getty Images

Sportrásir Sýnar bjóða upp á þrjár beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi.

Útsendingarnar þrjár verða allar á Sýn Sport Viaplay og eru þær frá íþróttum sem við Íslendingar erum ekkert endilega þekktir fyrir að fylgjast mikið með. Þetta er því kjörið tækifæri til að finna sér nýtt áhugamál.

Við hefjum leik klukkan 09:55 þegar Queensland Reds mætir The Lions í British & Irish Lions Tour í rúgbí.

Klukkan 16:30 er svo komið að MLB-deildinni í hafnabolta þar sem Pirates og Cardinals eigast við áður en Red Sox mætir Reds klukkan 23:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×