„Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 11:18 Örn Pálsson segir að ráðherra geti tryggt auknar aflaheimildir í strandveiðunum með reglugerð, dragist það á langinn að samþykkja strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Búið er að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið er hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ekki áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar í næstu viku þótt ekki náist að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn klárast. Samkvæmt núgildandi lögum um strandveiðar er það skylda Fiskistofu að stöðva strandveiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla, sem nú er 10 þúsund tonn, sé náð. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga sem ætlað er að tryggja 48 daga strandveiðitímabil, en í frumvarpinu er ákvæði sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar heildarkvótinn klárast. Málið hefur ekki verið afgreitt á Alþingi, sem rætt hefur um breytingar á veiðigjöldum dögum saman og ekkert bólar á þinglokum. „Við erum alveg rólegir yfir þessu“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að strandveiðimenn séu alveg rólegir yfir þessu. Það sé skýr vilji ríkisstjórnarinnar að afgreiða þetta mál. „Þó það dragist eitthvað aðeins að samþykkja þetta mál þá tel ég ekki að þetta muni hafa þau áhrif að það stöðvi veiðarnar á nokkurn hátt. Það er auðvitað vilji fyrir hendi að stöðva ekki strandveiðarnar og standa við þessa 48 daga,“ segir hann. Örn bendir á að í fyrra hafi ráðherra bætt tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðikvótann með reglugerð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, undirritaði reglugerðina sem jók heildarráðstöfun í þorski til strandveiða í 12 þúsund tonn í stað 10 þúsund tonna. Aukningin kom af skiptimarkaði, þar af 1.300 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl. Örn segir að það verði ekkert mál að undirrita sambærilega reglugerð, dragist það á langinn að samþykkja frumvarpið. „Ég á ekki von á því að það vefjist eitthvað fyrir ráðherranum.“ Potturinn fari alls ekki í 17 þúsund tonn Örn telur afar ólíklegt að heildarpotturinn í þorski fari í sextán eða sautján þúsund tonn í sumar, en hann á ekki von á því að júlí og ágúst gefi eins vel og maí og júní. „Það er oft erfiðara að róa í ágúst.“ „Svo hefur það sýnt sig í maí og júní, það er meiri ró yfir mönnum þegar þetta er tryggt í 48 daga. Menn eru að taka sér frí, á dögum þar sem menn tóku sér ekki frí í fyrra, þegar það er bræla og svona. Núna vita menn að þetta er út ágúst, og þá er öðruvísi mynstur á sókninni,“ segir Örn. Strandveiðar Sjávarútvegur Hafið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. 5. júní 2025 23:15 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Samkvæmt núgildandi lögum um strandveiðar er það skylda Fiskistofu að stöðva strandveiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla, sem nú er 10 þúsund tonn, sé náð. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga sem ætlað er að tryggja 48 daga strandveiðitímabil, en í frumvarpinu er ákvæði sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar heildarkvótinn klárast. Málið hefur ekki verið afgreitt á Alþingi, sem rætt hefur um breytingar á veiðigjöldum dögum saman og ekkert bólar á þinglokum. „Við erum alveg rólegir yfir þessu“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að strandveiðimenn séu alveg rólegir yfir þessu. Það sé skýr vilji ríkisstjórnarinnar að afgreiða þetta mál. „Þó það dragist eitthvað aðeins að samþykkja þetta mál þá tel ég ekki að þetta muni hafa þau áhrif að það stöðvi veiðarnar á nokkurn hátt. Það er auðvitað vilji fyrir hendi að stöðva ekki strandveiðarnar og standa við þessa 48 daga,“ segir hann. Örn bendir á að í fyrra hafi ráðherra bætt tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðikvótann með reglugerð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, undirritaði reglugerðina sem jók heildarráðstöfun í þorski til strandveiða í 12 þúsund tonn í stað 10 þúsund tonna. Aukningin kom af skiptimarkaði, þar af 1.300 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl. Örn segir að það verði ekkert mál að undirrita sambærilega reglugerð, dragist það á langinn að samþykkja frumvarpið. „Ég á ekki von á því að það vefjist eitthvað fyrir ráðherranum.“ Potturinn fari alls ekki í 17 þúsund tonn Örn telur afar ólíklegt að heildarpotturinn í þorski fari í sextán eða sautján þúsund tonn í sumar, en hann á ekki von á því að júlí og ágúst gefi eins vel og maí og júní. „Það er oft erfiðara að róa í ágúst.“ „Svo hefur það sýnt sig í maí og júní, það er meiri ró yfir mönnum þegar þetta er tryggt í 48 daga. Menn eru að taka sér frí, á dögum þar sem menn tóku sér ekki frí í fyrra, þegar það er bræla og svona. Núna vita menn að þetta er út ágúst, og þá er öðruvísi mynstur á sókninni,“ segir Örn.
Strandveiðar Sjávarútvegur Hafið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54 Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. 5. júní 2025 23:15 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36
„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02
Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. 5. maí 2025 12:54
Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. 5. júní 2025 23:15