Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 13:13 Elísabet Gunnars og Gunnar Steinn hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar með fjölskylduna eftir fjögur ár á Íslandi. Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og athafnakona, og eiginmaður hennar, Gunnar Steinn Jónsson, handboltamaður, hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi. Ástæðan er löngun þeirra til að njóta hægara og einfaldara lífs með börnunum sínum. Elísabet og Gunnar bjuggu erlendis í um þrettán ár og hafa flutt landanna á milli áður en þau fluttu til Íslands árið 2021, þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Eldri börnin eru fædd á meginlandinu en sú yngsta hér á landi. „Ástæðan fyrir flutningunum núna er einföld. Við erum einfaldlega að sækja í hægari takt á meðan börnin eru enn lítil,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Elísabet og Gunnar fluttu ung að aldri erlendis og höfðu því ekki áður upplifað það að vera fullorðið fólk með börn búsett hér heima á Íslandi. Elísabet segir síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af framkvæmdum og hröðum hversdagsleika og frá því að þau fluttu heim hafi það blundað í henni að fara aftur út einhvern daginn. „Við höfum fengið að upplifa hvernig hlutirnir ganga úti á meginlandinu og ákveðið að breyta til. Ég get unnið áfram hvar sem er með tölvuna í fanginu, en þráum einfaldlega meiri ró, hægari daga og fleiri sunnudaga þar sem við hjólum út með börnunum í stað þess að vera í þremur barnaafmælum á dag,“ segir hún og hlær. Dreymir um að búa á tveimur stöðum Hjónin eru mjög samstíga í ákvörðuninni, og Elísabet segir börnin taka vel í flutningana. Gunnar Steinn mun áfram sinna starfi sínu hjá Sjöstrand, þar sem hann situr einnig í stjórn félagsins en hjónin eru bæði í eigendahópi félagsins hér á landi og í Svíþjóð. Spurð hversu lengi þau ætli að vera úti segir Elísabet að þau ætli að byrja á því að vera í eitt til tvö ár. „Það fer allt eftir því hvernig öllum líður. Þetta snýst ekki um að flýja Ísland, heldur frekar um að finna jafnvægið á ný. Ef þetta gengur ekki þá komum við bara aftur heim,“ segir Elísabet og bætir við: „Draumurinn væri að geta verið 50/50 bæði hér og úti en það gengur kannski ekki alveg upp þegar kemur að skólagöngu barna. Kannski í framtíðinni.“ Mikilvægi hringrásarinnar Í tilefni flutninganna mun Elísabet standa fyrir markaði í verslun Sjöstrand við Borgartún á morgun. Þar mun hún selja fatnað og ýmislegt annað og bjóða gestum upp á lífrænt kaffi. „Við ætlum ekki að flytja allt með okkur, aðeins persónulega hluti. Ég er að minnka fataskápinn og hef selt mikið af fötunum mínum,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að hún fylgi þeirri reglu að selja eitthvað áður en hún kaupir nýtt. „Framtíðin er í hringrásinni – líka í tískunni,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Elísabet og Gunnar bjuggu erlendis í um þrettán ár og hafa flutt landanna á milli áður en þau fluttu til Íslands árið 2021, þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Eldri börnin eru fædd á meginlandinu en sú yngsta hér á landi. „Ástæðan fyrir flutningunum núna er einföld. Við erum einfaldlega að sækja í hægari takt á meðan börnin eru enn lítil,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Elísabet og Gunnar fluttu ung að aldri erlendis og höfðu því ekki áður upplifað það að vera fullorðið fólk með börn búsett hér heima á Íslandi. Elísabet segir síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af framkvæmdum og hröðum hversdagsleika og frá því að þau fluttu heim hafi það blundað í henni að fara aftur út einhvern daginn. „Við höfum fengið að upplifa hvernig hlutirnir ganga úti á meginlandinu og ákveðið að breyta til. Ég get unnið áfram hvar sem er með tölvuna í fanginu, en þráum einfaldlega meiri ró, hægari daga og fleiri sunnudaga þar sem við hjólum út með börnunum í stað þess að vera í þremur barnaafmælum á dag,“ segir hún og hlær. Dreymir um að búa á tveimur stöðum Hjónin eru mjög samstíga í ákvörðuninni, og Elísabet segir börnin taka vel í flutningana. Gunnar Steinn mun áfram sinna starfi sínu hjá Sjöstrand, þar sem hann situr einnig í stjórn félagsins en hjónin eru bæði í eigendahópi félagsins hér á landi og í Svíþjóð. Spurð hversu lengi þau ætli að vera úti segir Elísabet að þau ætli að byrja á því að vera í eitt til tvö ár. „Það fer allt eftir því hvernig öllum líður. Þetta snýst ekki um að flýja Ísland, heldur frekar um að finna jafnvægið á ný. Ef þetta gengur ekki þá komum við bara aftur heim,“ segir Elísabet og bætir við: „Draumurinn væri að geta verið 50/50 bæði hér og úti en það gengur kannski ekki alveg upp þegar kemur að skólagöngu barna. Kannski í framtíðinni.“ Mikilvægi hringrásarinnar Í tilefni flutninganna mun Elísabet standa fyrir markaði í verslun Sjöstrand við Borgartún á morgun. Þar mun hún selja fatnað og ýmislegt annað og bjóða gestum upp á lífrænt kaffi. „Við ætlum ekki að flytja allt með okkur, aðeins persónulega hluti. Ég er að minnka fataskápinn og hef selt mikið af fötunum mínum,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að hún fylgi þeirri reglu að selja eitthvað áður en hún kaupir nýtt. „Framtíðin er í hringrásinni – líka í tískunni,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)
Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning