Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 20:01 Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu sem varð „viral“ árið 2010. „Þetta deyr aldrei, neitar að deyja!“ segir Mollý Jökulsdóttir um lagið Tik Tok skinka, sem varð gríðarlega vinsælt á netinu fyrir fimmtán árum síðan þegar tónlistarmyndband við lagið var sett á Youtube, en þá var Mollý í tíunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ. „Við setjum þetta inn á YouTube því það var alveg nýtt. Við hentum þessu inn bara svo að skólinn gæti séð það, eftir að þetta var í annálnum okkar fyrir tíunda bekk,“ sagði Mollý í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Svo bara varð þetta viral. Þetta er örugglega fyrsta íslenska myndbandið sem varð viral.“ Hugtakið viral er notað yfir það þegar fyrirbæri dreifist eins og eldur um sinu um netheima. Í lýsingu myndbandsins á YouTube segir að um einkahúmor sé að ræða, og að vonast sé til þess að hægt sé að taka það upp aftur með betri myndavél. Það hefur aldrei verið gert. „Það þurfti ekki,“ sagði Mollý. „Ég fékk tvö þúsund vinabeiðnir á Facebook daginn eftir. Og ég sagði já við öllum.“ Myndbandið hefur þegar þetta er skrifað safnað 761 þúsund áhorfum á YouTube. Þá eru til fleiri myndbönd sem innihalda lagið sem hafa safnað mörgum áhorfum. Eitt þeirra inniheldur texta lagsins, og er með 178 þúsund áhorf. Mollý segist einu sinni hafa fengið tölu yfir öll áhorf á myndbandið. Þar hafi tölur af öllum samfélagsmiðlum verið tekin saman, og þau verið rúmlega níu milljónir í heildina. Finnst þér eins og núna í seinni tíð að allir vita hvað þetta er? „Það vita allir hvað þetta er. Ég var í barnaafmæli hjá frænda mínum í gær, og þá kemur ein mamman til mín sem ég þekki ekki neitt og segir „fyrirgefðu, má ég aðeins fá þig lánaða,“ Þá voru börnin hennar, stelpan er kannski tíu ára og strákurinn átta, þau sitja þarna með stór augu. „Æji, þau elska lagið þitt og langar ógeðslega að segja hæ við þig.““ Mollý er enn að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún er í dag búsett í Silkiborg í Danmörku og starfar með fram tónlistarferlinum sem sölustjóri hjá tískufyrirtæki. „Svo á kvöldin og um helgar er ég niðri í heimastúdóinu mínu að reyna að vera poppstjarna,“ segir Mollý. „Þetta er svona dansvænt popp, sem er kannski stundum með pínulitlum alvarlegum undirtón. Ég gaf út lag núna fyrr á þessu ári sem heitir If I, sem er komið í spilun hér á Íslandi og á Danmörku. Það er mjög klúbbað 80s danslag.“ Tónlist Einu sinni var... Danmörk Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
„Við setjum þetta inn á YouTube því það var alveg nýtt. Við hentum þessu inn bara svo að skólinn gæti séð það, eftir að þetta var í annálnum okkar fyrir tíunda bekk,“ sagði Mollý í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Svo bara varð þetta viral. Þetta er örugglega fyrsta íslenska myndbandið sem varð viral.“ Hugtakið viral er notað yfir það þegar fyrirbæri dreifist eins og eldur um sinu um netheima. Í lýsingu myndbandsins á YouTube segir að um einkahúmor sé að ræða, og að vonast sé til þess að hægt sé að taka það upp aftur með betri myndavél. Það hefur aldrei verið gert. „Það þurfti ekki,“ sagði Mollý. „Ég fékk tvö þúsund vinabeiðnir á Facebook daginn eftir. Og ég sagði já við öllum.“ Myndbandið hefur þegar þetta er skrifað safnað 761 þúsund áhorfum á YouTube. Þá eru til fleiri myndbönd sem innihalda lagið sem hafa safnað mörgum áhorfum. Eitt þeirra inniheldur texta lagsins, og er með 178 þúsund áhorf. Mollý segist einu sinni hafa fengið tölu yfir öll áhorf á myndbandið. Þar hafi tölur af öllum samfélagsmiðlum verið tekin saman, og þau verið rúmlega níu milljónir í heildina. Finnst þér eins og núna í seinni tíð að allir vita hvað þetta er? „Það vita allir hvað þetta er. Ég var í barnaafmæli hjá frænda mínum í gær, og þá kemur ein mamman til mín sem ég þekki ekki neitt og segir „fyrirgefðu, má ég aðeins fá þig lánaða,“ Þá voru börnin hennar, stelpan er kannski tíu ára og strákurinn átta, þau sitja þarna með stór augu. „Æji, þau elska lagið þitt og langar ógeðslega að segja hæ við þig.““ Mollý er enn að reyna fyrir sér í tónlistinni. Hún er í dag búsett í Silkiborg í Danmörku og starfar með fram tónlistarferlinum sem sölustjóri hjá tískufyrirtæki. „Svo á kvöldin og um helgar er ég niðri í heimastúdóinu mínu að reyna að vera poppstjarna,“ segir Mollý. „Þetta er svona dansvænt popp, sem er kannski stundum með pínulitlum alvarlegum undirtón. Ég gaf út lag núna fyrr á þessu ári sem heitir If I, sem er komið í spilun hér á Íslandi og á Danmörku. Það er mjög klúbbað 80s danslag.“
Tónlist Einu sinni var... Danmörk Samfélagsmiðlar Mosfellsbær Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira