Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 14:24 Sean „Diddy“ Combs í dómsal. AP Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis. Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur Það tók kviðdóminn þrettán klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu. Dómari á eftir að ákveða um refsingu Combs. New York Times lýsir því hvernig Combs brást við upplestri kviðdómsins. Hann mun hafa snúið sér að fjölskyldu sinni og lagt lófa sína saman, í bænastellingu. Síðan hafi hann steytt hægri hnefa sinn upp í loft. Á meðan meðlimir kviðdómsins staðfestu að þeir væru sammála þessari niðurstöðu hafi Combs kinkað kolli. Síðan hafi hann aftur lagt lófa sína saman og sagt við kviðdóminn: „Takk fyrir, takk fyrir.“ Í kjölfar þess að niðurstaða kviðdómsins hefur legið fyrir hafa ákæruvaldið og verjandi Combs deilt um hvort rétt sé að sleppa honum úr haldi eða ekki. Dómarinn sagðist þurfa umhugsunarfrest varðandi það. Að mati ákæruvaldsins á Combs tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði sér, en að sögn saksóknara verðskulda ákæruliðirnir sem hann var sakfelldur fyrir hvor um sig tíu ára fangelsisrefsingu. Fréttin hefur verðið uppfærð. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Sjá meira
Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis. Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur Það tók kviðdóminn þrettán klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu. Dómari á eftir að ákveða um refsingu Combs. New York Times lýsir því hvernig Combs brást við upplestri kviðdómsins. Hann mun hafa snúið sér að fjölskyldu sinni og lagt lófa sína saman, í bænastellingu. Síðan hafi hann steytt hægri hnefa sinn upp í loft. Á meðan meðlimir kviðdómsins staðfestu að þeir væru sammála þessari niðurstöðu hafi Combs kinkað kolli. Síðan hafi hann aftur lagt lófa sína saman og sagt við kviðdóminn: „Takk fyrir, takk fyrir.“ Í kjölfar þess að niðurstaða kviðdómsins hefur legið fyrir hafa ákæruvaldið og verjandi Combs deilt um hvort rétt sé að sleppa honum úr haldi eða ekki. Dómarinn sagðist þurfa umhugsunarfrest varðandi það. Að mati ákæruvaldsins á Combs tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði sér, en að sögn saksóknara verðskulda ákæruliðirnir sem hann var sakfelldur fyrir hvor um sig tíu ára fangelsisrefsingu. Fréttin hefur verðið uppfærð.
Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Sjá meira
Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46
Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09