Jimmy Swaggart allur Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 17:51 Jimmy Swaggart var gríðarlega vinsæll sjónvarpsprédikari. Getty Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Swaggart var frá Louisiana-ríki Bandaríkjanna. Hann fæddist í fátækt í mikla tónlistarfjölskyldu. Jerry Lee Lewis, rokkfrumkvöðull, var til að mynda frændi hans. Swaggart segist hafa verið átta ára gamall þegar hann heyrði rödd Guðs í fyrsta sinn, og frá þeim degi hafi líf hans breyst. Þegar Swaggart var 23 ára gamall gerðist hann prédikari, sem einkenndist meðal annars af því að hann söng og spilaði gospel-tónlist á píanó. Vinsældirnar jukust smátt og smátt. Hann byrjaði með útvarpsstöð, kom tímariti á fót, og færði sig svo í sjónvarpið. Viðhorf Swaggart voru umdeild. Hann sagði kaþólska trú vera „fölsk trúarbrögð“ og sagði þúsund ára þjáningu gyðinga vera vegna þess að þeir höfnuðu Kristi. Sjónvarpsprédikunin gekk gríðarlega vel. Árið 1986 var viðskiptaveldi hans metið á 142 milljónir Bandaríkjadala. Gómaður með vændiskonu Árið 1988 var Swaggart ljósmyndaður ásamt vændiskonu sem sagði fjölmiðlum í kjölfarið að þau tvö hafi ekki stundað kynlíf, en að hann hafi borgað henni fyrir að sitja fyrir nakin. Í aðdraganda þessa hneykslismáls hafði Swaggart sakað annan prédikara, Marvin Gorman, um kynferðislegan ólifnað. Það var Gorman sem réði ljósmyndarann sem gómaði Swaggart með vændiskonunni. Síðar borgaði Swaggart 1,8 milljónir Bandaríkjadala til Gorman vegna ásakananna. Eftir að hneykslismálið með vændiskonuna kom á yfirborðið. Hélt Swaggart líklega sína frægustu sjónvarpsmessu. „Ég hef syndgað gagnvart þér, drottinn minn,“ sagði Swaggart meðan tár runnu niður kynnar hans. Fleiri hneyksli fylgdu. Árið 1991 var Swaggart handtekinn ásamt annarri vændiskonu. Hann var ákærður fyrir að keyra á óskráðum Jagúar á röngum vegahelmingi. Sú vændiskona vildi meina að Swaggart hefði orðið stressaður þegar hann sá lögreglubíl, og skipt um vegahelming meðan hann reyndi að fela klámblöð undir sæti sínu. Í kjölfarið hvarf Swaggart að miklu leyti úr sviðsljósinu. Hann hélt þó ótrauður áfram að predika og vakti athygli af og til. „Faðir minn var baráttumaður. Faðir minn var prédikari. Hann vildi ekki vera neitt en boðberi Guðspjallsins,“ sagði sonur hans, Donnie Swaggart, sem er einnig predikari um föður sinn þegar hann tjáði sig um andlátið. Swaggart skilur eftir sig eiginkonu, þrjú born, tvö barnabörn og níu barnabarnabörn. Trúmál Bandaríkin Andlát Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira
Swaggart var frá Louisiana-ríki Bandaríkjanna. Hann fæddist í fátækt í mikla tónlistarfjölskyldu. Jerry Lee Lewis, rokkfrumkvöðull, var til að mynda frændi hans. Swaggart segist hafa verið átta ára gamall þegar hann heyrði rödd Guðs í fyrsta sinn, og frá þeim degi hafi líf hans breyst. Þegar Swaggart var 23 ára gamall gerðist hann prédikari, sem einkenndist meðal annars af því að hann söng og spilaði gospel-tónlist á píanó. Vinsældirnar jukust smátt og smátt. Hann byrjaði með útvarpsstöð, kom tímariti á fót, og færði sig svo í sjónvarpið. Viðhorf Swaggart voru umdeild. Hann sagði kaþólska trú vera „fölsk trúarbrögð“ og sagði þúsund ára þjáningu gyðinga vera vegna þess að þeir höfnuðu Kristi. Sjónvarpsprédikunin gekk gríðarlega vel. Árið 1986 var viðskiptaveldi hans metið á 142 milljónir Bandaríkjadala. Gómaður með vændiskonu Árið 1988 var Swaggart ljósmyndaður ásamt vændiskonu sem sagði fjölmiðlum í kjölfarið að þau tvö hafi ekki stundað kynlíf, en að hann hafi borgað henni fyrir að sitja fyrir nakin. Í aðdraganda þessa hneykslismáls hafði Swaggart sakað annan prédikara, Marvin Gorman, um kynferðislegan ólifnað. Það var Gorman sem réði ljósmyndarann sem gómaði Swaggart með vændiskonunni. Síðar borgaði Swaggart 1,8 milljónir Bandaríkjadala til Gorman vegna ásakananna. Eftir að hneykslismálið með vændiskonuna kom á yfirborðið. Hélt Swaggart líklega sína frægustu sjónvarpsmessu. „Ég hef syndgað gagnvart þér, drottinn minn,“ sagði Swaggart meðan tár runnu niður kynnar hans. Fleiri hneyksli fylgdu. Árið 1991 var Swaggart handtekinn ásamt annarri vændiskonu. Hann var ákærður fyrir að keyra á óskráðum Jagúar á röngum vegahelmingi. Sú vændiskona vildi meina að Swaggart hefði orðið stressaður þegar hann sá lögreglubíl, og skipt um vegahelming meðan hann reyndi að fela klámblöð undir sæti sínu. Í kjölfarið hvarf Swaggart að miklu leyti úr sviðsljósinu. Hann hélt þó ótrauður áfram að predika og vakti athygli af og til. „Faðir minn var baráttumaður. Faðir minn var prédikari. Hann vildi ekki vera neitt en boðberi Guðspjallsins,“ sagði sonur hans, Donnie Swaggart, sem er einnig predikari um föður sinn þegar hann tjáði sig um andlátið. Swaggart skilur eftir sig eiginkonu, þrjú born, tvö barnabörn og níu barnabarnabörn.
Trúmál Bandaríkin Andlát Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira