Fótbolti

Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á móti Englandi. Hann hefur leikið 99 landsleiki.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á móti Englandi. Hann hefur leikið 99 landsleiki. Getty/Julian Finney/

Jóhann Berg Guðmundsson mun ekki spila áfram í sádi-arabíska fótboltanum en hann verður samt áfram á Arabíuskaganum.

Jóhann Berg hefur gert samning við lið Al Dhafra frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Félagið tilkynnti um samninginn í kvöld.

Jóhann kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að samningur hans í Sádi-Arabíu rann út.

Al Dhafra eru nýliðar í deildinni eftir að hafa unnið b-deildina á síðustu leiktíð. Liðið er með aðsetur í borginni Madinat Zayed.

Jóhann er 34 ára gamall og spilaði með sádi-arabíska félaginu Al-Orobah frá 2024 þegar hann yfirgaf enska félagið Burnley eftir átta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×