Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar 3. júlí 2025 10:32 Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Íbúar Ásahverfis hafa árum saman kallað eftir umbótum á umferðaröryggi. Fjölskyldur hafa óskað eftir öruggari leiðum fyrir börn til að ganga í skóla og frístundir. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, undirskriftarlista og fundarbeiðnir hafa fáar aðgerðir litið dagsins ljós. Margir foreldrar spyrja nú: Hvað þarf að gerast áður en eitthvað breytist? Ár eftir ár án svörunar Við sem búum í hverfinu, og rekum fyrirtæki við Fitjabakka, höfum ítrekað komið á framfæri þörf á úrbótum vegna aukinnar umferðar og skorts á skýru umferðarskipulagi. Þetta er ekki nýtt mál, börn sem nú eru komin úr grunnskóla höfðu áður beðið eftir þessum breytingum. Á þessum tíma hafa því miður orðið slys. Eftir mörg samtöl og erindi fengum við þau orð frá starfsmanni bæjarins: „Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki búin að láta heyra í ykkur.“ Það vakti undrun því íbúar hafa svo sannarlega reynt að ná eyrum bæjarins. Við höfum sent inn undirskriftir, bréf og komið með tillögur en litlu sem engu hefur verið svarað. Davíð á móti Golíat Á sama tíma og íbúar bíða eftir öryggisaðgerðum, hefjast framkvæmdir við nýtt hringtorg við Fitjabakka að hluta til til að bæta aðkomu að verslunum eins og Byko og Krónunni. Það kom okkur á óvart hversu skjótt verkið fór í gang. Kynning á framkvæmdinni fyrir íbúa var auglýst með afar skömmum fyrirvara þann 2. júní, eftir að íbúar kröfðust upplýsinga. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun hefur ekki upplýsingar um að deiliskipulagsbreyting liggi fyrir, né að framkvæmdaleyfi hafi verið kynnt. Þetta eru lögbundin skref sem ættu að liggja fyrir áður en svona framkvæmdir hefjast. Umferðaröryggi ætti að vera í forgangi Við spurðum: Af hverju svona flýti hér, en ekki þar sem börn eru á ferðinni daglega? Við sjáum nú að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt bæði þetta hringtorg og annað við Bergás. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að bæta aðgengi og flæði en á meðan öryggiskröfur íbúa fá ekki viðbrögð, þá blasir við sú tilfinning að hagsmunir stærri fyrirtækja hafi meira vægi en velferð barna og fjölskyldna. Skipulagsstofnun hefur bent á að gatnamótin við Fitjabakka séu samkvæmt gildandi skipulagi T-gatnamót, en ekki hringtorg, og að breytingar sem þessar eigi að kynna almenningi í sex vikur. Þessar kynningar og aðkomuleiðir hafa ekki farið fram. Spurningar sem krefjast svara ·Hvers vegna eru framkvæmdir sem snúa að fyrirtækjum settar í forgang fram yfir framkvæmdir sem snúa að öryggi barna? ·Hvers vegna þurfa íbúar að berjast árum saman fyrir sjálfsögðum umbótum? ·Hvernig getur framkvæmd hafist áður en lögformleg leyfi og skipulagsbreytingar liggja fyrir? Við sem skrifum þetta viljum ekki vera á móti neinum. Við styðjum uppbyggingu og góðar samgöngur. En við gerum líka þá kröfu að börnin okkar fái að ganga örugg heim úr skóla og að sveitarfélagið virði eigin reglur og gildi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að íbúar og fyrirtæki í eldri hverfum njóti sömu virðingar og aðrir. Hver tekur ábyrgð? Eftir margra ára samskipti við bæinn okkar veltum við enn fyrir okkur: Hver getur í raun svarað þessum spurningum? Er það bæjarstjóri, bæjarráð eða umhverfis- og skipulagsráð? Við þurfum skýr svör frá þeim sem bera ábyrgð. Höfundur er íbúi Ásahverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Umferðaröryggi Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Íbúar Ásahverfis hafa árum saman kallað eftir umbótum á umferðaröryggi. Fjölskyldur hafa óskað eftir öruggari leiðum fyrir börn til að ganga í skóla og frístundir. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, undirskriftarlista og fundarbeiðnir hafa fáar aðgerðir litið dagsins ljós. Margir foreldrar spyrja nú: Hvað þarf að gerast áður en eitthvað breytist? Ár eftir ár án svörunar Við sem búum í hverfinu, og rekum fyrirtæki við Fitjabakka, höfum ítrekað komið á framfæri þörf á úrbótum vegna aukinnar umferðar og skorts á skýru umferðarskipulagi. Þetta er ekki nýtt mál, börn sem nú eru komin úr grunnskóla höfðu áður beðið eftir þessum breytingum. Á þessum tíma hafa því miður orðið slys. Eftir mörg samtöl og erindi fengum við þau orð frá starfsmanni bæjarins: „Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki búin að láta heyra í ykkur.“ Það vakti undrun því íbúar hafa svo sannarlega reynt að ná eyrum bæjarins. Við höfum sent inn undirskriftir, bréf og komið með tillögur en litlu sem engu hefur verið svarað. Davíð á móti Golíat Á sama tíma og íbúar bíða eftir öryggisaðgerðum, hefjast framkvæmdir við nýtt hringtorg við Fitjabakka að hluta til til að bæta aðkomu að verslunum eins og Byko og Krónunni. Það kom okkur á óvart hversu skjótt verkið fór í gang. Kynning á framkvæmdinni fyrir íbúa var auglýst með afar skömmum fyrirvara þann 2. júní, eftir að íbúar kröfðust upplýsinga. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun hefur ekki upplýsingar um að deiliskipulagsbreyting liggi fyrir, né að framkvæmdaleyfi hafi verið kynnt. Þetta eru lögbundin skref sem ættu að liggja fyrir áður en svona framkvæmdir hefjast. Umferðaröryggi ætti að vera í forgangi Við spurðum: Af hverju svona flýti hér, en ekki þar sem börn eru á ferðinni daglega? Við sjáum nú að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt bæði þetta hringtorg og annað við Bergás. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að bæta aðgengi og flæði en á meðan öryggiskröfur íbúa fá ekki viðbrögð, þá blasir við sú tilfinning að hagsmunir stærri fyrirtækja hafi meira vægi en velferð barna og fjölskyldna. Skipulagsstofnun hefur bent á að gatnamótin við Fitjabakka séu samkvæmt gildandi skipulagi T-gatnamót, en ekki hringtorg, og að breytingar sem þessar eigi að kynna almenningi í sex vikur. Þessar kynningar og aðkomuleiðir hafa ekki farið fram. Spurningar sem krefjast svara ·Hvers vegna eru framkvæmdir sem snúa að fyrirtækjum settar í forgang fram yfir framkvæmdir sem snúa að öryggi barna? ·Hvers vegna þurfa íbúar að berjast árum saman fyrir sjálfsögðum umbótum? ·Hvernig getur framkvæmd hafist áður en lögformleg leyfi og skipulagsbreytingar liggja fyrir? Við sem skrifum þetta viljum ekki vera á móti neinum. Við styðjum uppbyggingu og góðar samgöngur. En við gerum líka þá kröfu að börnin okkar fái að ganga örugg heim úr skóla og að sveitarfélagið virði eigin reglur og gildi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að íbúar og fyrirtæki í eldri hverfum njóti sömu virðingar og aðrir. Hver tekur ábyrgð? Eftir margra ára samskipti við bæinn okkar veltum við enn fyrir okkur: Hver getur í raun svarað þessum spurningum? Er það bæjarstjóri, bæjarráð eða umhverfis- og skipulagsráð? Við þurfum skýr svör frá þeim sem bera ábyrgð. Höfundur er íbúi Ásahverfis.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun