Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2025 15:09 Ormurinn langi var gerður út frá Patreksfirði. Björgunarbátur á strandveiðibátnum sem sökk úti fyrir Patreksfirði á mánudag blés ekki út. Von er á flakinu til Reykjavíkur um helgina. Auk skipstjórans hundur hans um borð og hefur ekki fundist. Það var á tólfta tímanum á mánudaginn sem viðbragðsaðilar voru ræstir út eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafði tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um atvikið. Báturinn væri sokkinn og einn maður væri í sjónum. Hífðu bátinn um borð í Freyju Um var að ræða strandveiðibátinn Orminn langa AK-64 sem Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, gerði út frá Patreksfirði. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði var fyrst á vettvang og var hann fluttur til Patreksfjarðar þar sem hann var úrskurðaður látinn. Strax um kvöldið fóru fulltrúar Landhelgisgæslunnar með sjómælingarbátinn Baldur á slysstað en hann er útbúinn fjölgeislamæla sem nýttist til að finna flakið. Varðskiptið Freyja var á svæðinu og köfuðu kafarar um tuttugu metra niður að flakinu og settu fast í hann. Var báturinn hífður um borð í Freyju í viðurvist fulltrúa lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa. Auðunn Kristinsson, vakthafandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðgerðin hafi gengið vel. Aðstæður verið þokkalegar, mikill straumur en að öðru leyti fínar. Freyja sigli með bátinn til Reykjavíkur um helgina. Aðspurður segir Auðunn að björgunarbáturinn hafi ekki verið uppblásinn þegar flakið var híft um borð í Freyju. Nokkur alda á slysstað Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins, segir ekki tímabært að ræða mögulegar ástæður sjóslyssins á þessum tímapunkti. Um aðstæður á slysstað fyrir hádegi á mánudag segir Hlynur að þar hafi verið nokkur alda, ekki ládauður sjór. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta er hannaður þannig að hann á að sleppa björgunarbát þegar skip er komið á fjögurra til sex metra dýpi. Þá vekur einnig spurningar hvers vegna ekkert neyðarboð barst frá Orminum langa. Enginn virðist hafa vitað af slysinu fyrr en skipstjóri á fiskibát á svæðinu varð var við slysið. Um borð með Magnúsi Þór var hundur hans. Það staðfestir Hlynur en hundurinn hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Jón Pétursson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa segir vettvangsrannsókn lokið og frumrannsókn í gangi. Svo taki við fullnaðarrannsókn áður en nefndin skili skýrslu sinni um slysið. Rannsóknarnefndir samgönguslysa hafa þann tilgang að draga úr hættu á sambærilegum slysum í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Það var á tólfta tímanum á mánudaginn sem viðbragðsaðilar voru ræstir út eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafði tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um atvikið. Báturinn væri sokkinn og einn maður væri í sjónum. Hífðu bátinn um borð í Freyju Um var að ræða strandveiðibátinn Orminn langa AK-64 sem Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, gerði út frá Patreksfirði. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði var fyrst á vettvang og var hann fluttur til Patreksfjarðar þar sem hann var úrskurðaður látinn. Strax um kvöldið fóru fulltrúar Landhelgisgæslunnar með sjómælingarbátinn Baldur á slysstað en hann er útbúinn fjölgeislamæla sem nýttist til að finna flakið. Varðskiptið Freyja var á svæðinu og köfuðu kafarar um tuttugu metra niður að flakinu og settu fast í hann. Var báturinn hífður um borð í Freyju í viðurvist fulltrúa lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa. Auðunn Kristinsson, vakthafandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðgerðin hafi gengið vel. Aðstæður verið þokkalegar, mikill straumur en að öðru leyti fínar. Freyja sigli með bátinn til Reykjavíkur um helgina. Aðspurður segir Auðunn að björgunarbáturinn hafi ekki verið uppblásinn þegar flakið var híft um borð í Freyju. Nokkur alda á slysstað Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins, segir ekki tímabært að ræða mögulegar ástæður sjóslyssins á þessum tímapunkti. Um aðstæður á slysstað fyrir hádegi á mánudag segir Hlynur að þar hafi verið nokkur alda, ekki ládauður sjór. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta er hannaður þannig að hann á að sleppa björgunarbát þegar skip er komið á fjögurra til sex metra dýpi. Þá vekur einnig spurningar hvers vegna ekkert neyðarboð barst frá Orminum langa. Enginn virðist hafa vitað af slysinu fyrr en skipstjóri á fiskibát á svæðinu varð var við slysið. Um borð með Magnúsi Þór var hundur hans. Það staðfestir Hlynur en hundurinn hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Jón Pétursson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa segir vettvangsrannsókn lokið og frumrannsókn í gangi. Svo taki við fullnaðarrannsókn áður en nefndin skili skýrslu sinni um slysið. Rannsóknarnefndir samgönguslysa hafa þann tilgang að draga úr hættu á sambærilegum slysum í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent