Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar 3. júlí 2025 19:31 Ríkisendurskoðun birti nýverið mikilvæga skýrslu um mönnun og sjúklingaflæði á Landspítala. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Alvarlegur mönnunarvandi, yfirfull bráðamóttaka, langir biðlistar og innlagnir sjúklinga sem hafa lokið meðferð en bíða eftir úrræðum utan spítala. Þessi staða hefur ekki bara áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, hún skerðir hæfni kerfisins til að virka eins og það skyldi og kostar samfélagið gríðarlega fjármuni. Við stöndum frammi fyrir spurningu sem ekki verður sniðgengin lengur: Hvernig byggjum við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar með sjálfbærum hætti þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni haldast í hendur? Stærsti hluti lausnarinnar er utan spítalans Skýrslan staðfestir það sem margir hafa vitað um árabil að stór hluti þeirra sem liggja inni á Landspítala eru ekki þar vegna læknisfræðilegra ástæðna heldur skorts á viðeigandi stuðningi í nærsamfélaginu. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og einstaklinga með langvinna sjúkdóma, sem gætu með réttri þjónustu og tæknilausnum búið áfram heima við aukið öryggi og færri innlagnir. Það þarf því ekki aðeins að byggja fleiri hjúkrunarrými, heldur þurfum við líka að byggja upp vönduð og kraftmikil úrræði í heimaþjónustu. Tækni sem gerir fólki kleift að búa heima lengur Hvað felst í slíkum úrræðum? Hér eru nokkur dæmi: Sjálfvirkir lyfjaskammtarar sem minna á og skammta lyf sjálfkrafa, með tilkynningu til heimaþjónustu þegar einstaklingur gleymir að taka þau. Fjarvöktunarkerfi sem fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun, blóðsykri og öðrum þáttum hjá fólki með langvinna sjúkdóma og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að bregðast við áður en ástand versnar. Fjölskynjarar sem nema breytingar á stöðu og hegðun einstaklings og greina t.d ef einstaklingur dettur eða kemur sér í hættulegar aðstæður. Starfsfólk fær þá tilkynningar og getur brugðist hratt við. Skjáheimsóknir og myndsamskipti sem bæta aðgengi að þjónustu, styrkja samskipti og minnka einsemd. Allar þessar lausnir gera það að verkum að hægt er að veita meira eftirlit með minni mannafla, stytta spítaladvöl og fækka endurkomum. Þær eru líka mun ódýrari til lengri tíma litið í samanburði við innlögn á sjúkrahús eða dvöl á hjúkrunarheimili. Heimaþjónustan er ekki kostnaður, hún er fjárfesting Heimaþjónusta og velferðartækni ættu að vera órjúfanlegur hluti af kjarnastarfsemi heilbrigðiskerfisins, ekki sem viðbót heldur langtímafjárfesting í betri þjónustu. Eins og staðan er núna fer of mikið af fjármunum í að bregðast við t.d í bráðaaðgerðir, yfirvinnu og neyðarinnlagnir, í stað þess að fyrirbyggja og styðja við einstaklinga á eigin heimili. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa nú þegar hafið vegferð í þessa átt, m.a. með skjáheimsóknum, fjarvöktun langvinnra sjúkdóma og sjálfvirkum lyfjaskömmturum. Til að þessar lausnir skili raunverulegum árangri þarf aukið fjármagn, markvissa innleiðingu og skýra stefnu – því heimaþjónusta og velferðartækni eru ekki aðeins hagkvæmur valkostur, heldur besta leiðin fyrir marga til að búa lengur heima, eldast í eigin umhverfi og njóta aukinna lífsgæða. Landspítali getur ekki leyst þetta einn Ríkisendurskoðun bendir sjálf á að það þurfi samhæfða stefnumótun og fjárfestingu milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana. Það er því tímabært að draga velferðartækni, heimahjúkrun og heimaþjónustu formlega inn í lausnina því öflug heimaþjónusta er forsenda fyrir sjálfbæru heilbrigðiskerfi. Höfundur er teymisstjóri umbótateymis hjá Reykjavíkurborg og vinnur að innleiðingu stafrænna lausna í heimaþjónustu og umbótum í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun birti nýverið mikilvæga skýrslu um mönnun og sjúklingaflæði á Landspítala. Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Alvarlegur mönnunarvandi, yfirfull bráðamóttaka, langir biðlistar og innlagnir sjúklinga sem hafa lokið meðferð en bíða eftir úrræðum utan spítala. Þessi staða hefur ekki bara áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga, hún skerðir hæfni kerfisins til að virka eins og það skyldi og kostar samfélagið gríðarlega fjármuni. Við stöndum frammi fyrir spurningu sem ekki verður sniðgengin lengur: Hvernig byggjum við heilbrigðiskerfi framtíðarinnar með sjálfbærum hætti þar sem gæði, öryggi og hagkvæmni haldast í hendur? Stærsti hluti lausnarinnar er utan spítalans Skýrslan staðfestir það sem margir hafa vitað um árabil að stór hluti þeirra sem liggja inni á Landspítala eru ekki þar vegna læknisfræðilegra ástæðna heldur skorts á viðeigandi stuðningi í nærsamfélaginu. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og einstaklinga með langvinna sjúkdóma, sem gætu með réttri þjónustu og tæknilausnum búið áfram heima við aukið öryggi og færri innlagnir. Það þarf því ekki aðeins að byggja fleiri hjúkrunarrými, heldur þurfum við líka að byggja upp vönduð og kraftmikil úrræði í heimaþjónustu. Tækni sem gerir fólki kleift að búa heima lengur Hvað felst í slíkum úrræðum? Hér eru nokkur dæmi: Sjálfvirkir lyfjaskammtarar sem minna á og skammta lyf sjálfkrafa, með tilkynningu til heimaþjónustu þegar einstaklingur gleymir að taka þau. Fjarvöktunarkerfi sem fylgjast með blóðþrýstingi, súrefnismettun, blóðsykri og öðrum þáttum hjá fólki með langvinna sjúkdóma og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að bregðast við áður en ástand versnar. Fjölskynjarar sem nema breytingar á stöðu og hegðun einstaklings og greina t.d ef einstaklingur dettur eða kemur sér í hættulegar aðstæður. Starfsfólk fær þá tilkynningar og getur brugðist hratt við. Skjáheimsóknir og myndsamskipti sem bæta aðgengi að þjónustu, styrkja samskipti og minnka einsemd. Allar þessar lausnir gera það að verkum að hægt er að veita meira eftirlit með minni mannafla, stytta spítaladvöl og fækka endurkomum. Þær eru líka mun ódýrari til lengri tíma litið í samanburði við innlögn á sjúkrahús eða dvöl á hjúkrunarheimili. Heimaþjónustan er ekki kostnaður, hún er fjárfesting Heimaþjónusta og velferðartækni ættu að vera órjúfanlegur hluti af kjarnastarfsemi heilbrigðiskerfisins, ekki sem viðbót heldur langtímafjárfesting í betri þjónustu. Eins og staðan er núna fer of mikið af fjármunum í að bregðast við t.d í bráðaaðgerðir, yfirvinnu og neyðarinnlagnir, í stað þess að fyrirbyggja og styðja við einstaklinga á eigin heimili. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa nú þegar hafið vegferð í þessa átt, m.a. með skjáheimsóknum, fjarvöktun langvinnra sjúkdóma og sjálfvirkum lyfjaskömmturum. Til að þessar lausnir skili raunverulegum árangri þarf aukið fjármagn, markvissa innleiðingu og skýra stefnu – því heimaþjónusta og velferðartækni eru ekki aðeins hagkvæmur valkostur, heldur besta leiðin fyrir marga til að búa lengur heima, eldast í eigin umhverfi og njóta aukinna lífsgæða. Landspítali getur ekki leyst þetta einn Ríkisendurskoðun bendir sjálf á að það þurfi samhæfða stefnumótun og fjárfestingu milli ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana. Það er því tímabært að draga velferðartækni, heimahjúkrun og heimaþjónustu formlega inn í lausnina því öflug heimaþjónusta er forsenda fyrir sjálfbæru heilbrigðiskerfi. Höfundur er teymisstjóri umbótateymis hjá Reykjavíkurborg og vinnur að innleiðingu stafrænna lausna í heimaþjónustu og umbótum í velferðarþjónustu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun