Innlent

Fjöldi öku­manna stöðvaður í um­ferðinni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla var með eftirlit í umferðinni í gærkvöldi og nótt.
Lögregla var með eftirlit í umferðinni í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjölda ökumanna í umferðinni í gærkvöldi og nótt, meðal annars vegna of hraðs aksturs og fyrir að fara yfir á rauðu ljósi.

Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum og eigendur þriggja bifreiða sektaðir vegna bifreiðastöðu. Lögregla stöðvaði einnig ökumann þar sem farþegar „héngu út úr bifreiðinni á ferð“.

Tveir sem voru stöðvaðir í umferðinni reyndust án ökuréttinda.

Tilkynnt var um þjófnaði í póstnúmerunum 101, 110, 111 og 220. Málin eru í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×