Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2025 13:01 Það verður líf og fjör á Írskum dögum á Akranesi um helgina. Facebooksíða Írskra daga Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga. Landinn verður á ferð og flugi um helgina og er veðurspá víðast hvar góð. Í Vestmannaeyjum minnast Eyjamenn þess að 52 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk en dagskráin nær hápunkti annað kvöld með kvöldskemmtun á Vigtartorgi. Á Akureyri er fjölmennt en þar hófst N1-mót KA á miðvikudaginn sem lýkur með úrslitaleikjum á morgun. Þá fór Pollamót Þórs af stað á Akureyri í morgun þar sem eldri knattspyrnumenn mætast. Fleiri bæjarhátíðir verða í gangi um helgina. Á Siglufirði fer fram Þjóðlagahátíð og verður boðið upp á dansa, námskeið og tónleika og á hátíðinni Bíldudals grænar baunir verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Ólafsvik fer Ólafsvíkurvaka fram og þá verður Fjölskyldu- og menningarhátíðin Allt í Blóma haldin í Hveragerði. Hápunktur Bryggjuhátíðar á Stokkseyri er varðeldur og brekkusöngur á Bryggjunni annað kvöld og ljóst að nóg er í boði fyrir skemmtanaþyrsta landsmenn. „Margir mjög spenntir að sjá þá koma fram aftur“ Á Akranesi er búist við að um 10.000 manns sæki brekkusöng annað kvöld en þar fara Írskir dagar fram. Að loknum brekkusöng hefst tónlistarhátíðin Lopapeysan þar sem hljómsveitin Quarashi er meðal þeirra sem koma fram. „Það er geggjuð stemmning. Við byrjuðum dagskrána á þriðjudaginn með tveimur viðburðum. Svo var stór dagur á miðvikudag, stórir tónleikar á hafnarsvæðinu. Við vorum í gær með fjölskyldutónleika á þyrlupallinum þar sem voru yfir 3000 manns. Í dag fer þetta allt á fullt, fólk er búið að skreyta og er tilbúið í hátíðina,“ sagði Hjörvar Gunnarsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Stærsti dagur hátíðarinnar er á morgun. Dagskrá hefst átta í fyrramálið og stendur fram á nótt. „Annað kvöld er brekkusöngur og svo tekur við Lopapeysan sem hefur aldrei verið eins stór og hún hefur verið í ár,“ en á meðal þeirra sem koma fram þar er hljómsveitin Quarashi. „Það er mjög stórt og margir sem eru mjög spenntir fyrir því að sjá þá koma fram aftur. Þeir eru snemma í dagskránni og fólk þarf að vera mætt á réttum tíma á Lopapeysuna til að missa ekki af þessu,“ bætti Hjörvar við og sagði hátíðina alltaf vera að stækkka og nú komi listamenn fram á þremur sviðum. Ein af hefðum hátíðarinnar er að velja rauðhærðasta Íslendinginn og vekur sú keppni ávallt athygli. „Það er á hverju ári fullt af rauðhærðu fólki sem skráir sig og það eru komnar fjölmargar skráningar. Hún fer fram á morgun og það er búið að skipa dómnefnd sem ætlar að fara yfir þetta, hver verður rauðhærðasti Íslendingurinn í ár,“ sagði Hjörvar og bætti við að áhugasamir gætu enn skráð sig til leiks í keppninni. Akranes Akureyri Ferðalög Vestmannaeyjar Fjallabyggð Snæfellsbær Vesturbyggð Árborg Hveragerði Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Landinn verður á ferð og flugi um helgina og er veðurspá víðast hvar góð. Í Vestmannaeyjum minnast Eyjamenn þess að 52 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk en dagskráin nær hápunkti annað kvöld með kvöldskemmtun á Vigtartorgi. Á Akureyri er fjölmennt en þar hófst N1-mót KA á miðvikudaginn sem lýkur með úrslitaleikjum á morgun. Þá fór Pollamót Þórs af stað á Akureyri í morgun þar sem eldri knattspyrnumenn mætast. Fleiri bæjarhátíðir verða í gangi um helgina. Á Siglufirði fer fram Þjóðlagahátíð og verður boðið upp á dansa, námskeið og tónleika og á hátíðinni Bíldudals grænar baunir verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Ólafsvik fer Ólafsvíkurvaka fram og þá verður Fjölskyldu- og menningarhátíðin Allt í Blóma haldin í Hveragerði. Hápunktur Bryggjuhátíðar á Stokkseyri er varðeldur og brekkusöngur á Bryggjunni annað kvöld og ljóst að nóg er í boði fyrir skemmtanaþyrsta landsmenn. „Margir mjög spenntir að sjá þá koma fram aftur“ Á Akranesi er búist við að um 10.000 manns sæki brekkusöng annað kvöld en þar fara Írskir dagar fram. Að loknum brekkusöng hefst tónlistarhátíðin Lopapeysan þar sem hljómsveitin Quarashi er meðal þeirra sem koma fram. „Það er geggjuð stemmning. Við byrjuðum dagskrána á þriðjudaginn með tveimur viðburðum. Svo var stór dagur á miðvikudag, stórir tónleikar á hafnarsvæðinu. Við vorum í gær með fjölskyldutónleika á þyrlupallinum þar sem voru yfir 3000 manns. Í dag fer þetta allt á fullt, fólk er búið að skreyta og er tilbúið í hátíðina,“ sagði Hjörvar Gunnarsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Stærsti dagur hátíðarinnar er á morgun. Dagskrá hefst átta í fyrramálið og stendur fram á nótt. „Annað kvöld er brekkusöngur og svo tekur við Lopapeysan sem hefur aldrei verið eins stór og hún hefur verið í ár,“ en á meðal þeirra sem koma fram þar er hljómsveitin Quarashi. „Það er mjög stórt og margir sem eru mjög spenntir fyrir því að sjá þá koma fram aftur. Þeir eru snemma í dagskránni og fólk þarf að vera mætt á réttum tíma á Lopapeysuna til að missa ekki af þessu,“ bætti Hjörvar við og sagði hátíðina alltaf vera að stækkka og nú komi listamenn fram á þremur sviðum. Ein af hefðum hátíðarinnar er að velja rauðhærðasta Íslendinginn og vekur sú keppni ávallt athygli. „Það er á hverju ári fullt af rauðhærðu fólki sem skráir sig og það eru komnar fjölmargar skráningar. Hún fer fram á morgun og það er búið að skipa dómnefnd sem ætlar að fara yfir þetta, hver verður rauðhærðasti Íslendingurinn í ár,“ sagði Hjörvar og bætti við að áhugasamir gætu enn skráð sig til leiks í keppninni.
Akranes Akureyri Ferðalög Vestmannaeyjar Fjallabyggð Snæfellsbær Vesturbyggð Árborg Hveragerði Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira