Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2025 13:01 Það verður líf og fjör á Írskum dögum á Akranesi um helgina. Facebooksíða Írskra daga Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga. Landinn verður á ferð og flugi um helgina og er veðurspá víðast hvar góð. Í Vestmannaeyjum minnast Eyjamenn þess að 52 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk en dagskráin nær hápunkti annað kvöld með kvöldskemmtun á Vigtartorgi. Á Akureyri er fjölmennt en þar hófst N1-mót KA á miðvikudaginn sem lýkur með úrslitaleikjum á morgun. Þá fór Pollamót Þórs af stað á Akureyri í morgun þar sem eldri knattspyrnumenn mætast. Fleiri bæjarhátíðir verða í gangi um helgina. Á Siglufirði fer fram Þjóðlagahátíð og verður boðið upp á dansa, námskeið og tónleika og á hátíðinni Bíldudals grænar baunir verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Ólafsvik fer Ólafsvíkurvaka fram og þá verður Fjölskyldu- og menningarhátíðin Allt í Blóma haldin í Hveragerði. Hápunktur Bryggjuhátíðar á Stokkseyri er varðeldur og brekkusöngur á Bryggjunni annað kvöld og ljóst að nóg er í boði fyrir skemmtanaþyrsta landsmenn. „Margir mjög spenntir að sjá þá koma fram aftur“ Á Akranesi er búist við að um 10.000 manns sæki brekkusöng annað kvöld en þar fara Írskir dagar fram. Að loknum brekkusöng hefst tónlistarhátíðin Lopapeysan þar sem hljómsveitin Quarashi er meðal þeirra sem koma fram. „Það er geggjuð stemmning. Við byrjuðum dagskrána á þriðjudaginn með tveimur viðburðum. Svo var stór dagur á miðvikudag, stórir tónleikar á hafnarsvæðinu. Við vorum í gær með fjölskyldutónleika á þyrlupallinum þar sem voru yfir 3000 manns. Í dag fer þetta allt á fullt, fólk er búið að skreyta og er tilbúið í hátíðina,“ sagði Hjörvar Gunnarsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Stærsti dagur hátíðarinnar er á morgun. Dagskrá hefst átta í fyrramálið og stendur fram á nótt. „Annað kvöld er brekkusöngur og svo tekur við Lopapeysan sem hefur aldrei verið eins stór og hún hefur verið í ár,“ en á meðal þeirra sem koma fram þar er hljómsveitin Quarashi. „Það er mjög stórt og margir sem eru mjög spenntir fyrir því að sjá þá koma fram aftur. Þeir eru snemma í dagskránni og fólk þarf að vera mætt á réttum tíma á Lopapeysuna til að missa ekki af þessu,“ bætti Hjörvar við og sagði hátíðina alltaf vera að stækkka og nú komi listamenn fram á þremur sviðum. Ein af hefðum hátíðarinnar er að velja rauðhærðasta Íslendinginn og vekur sú keppni ávallt athygli. „Það er á hverju ári fullt af rauðhærðu fólki sem skráir sig og það eru komnar fjölmargar skráningar. Hún fer fram á morgun og það er búið að skipa dómnefnd sem ætlar að fara yfir þetta, hver verður rauðhærðasti Íslendingurinn í ár,“ sagði Hjörvar og bætti við að áhugasamir gætu enn skráð sig til leiks í keppninni. Akranes Akureyri Ferðalög Vestmannaeyjar Fjallabyggð Snæfellsbær Vesturbyggð Árborg Hveragerði Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Landinn verður á ferð og flugi um helgina og er veðurspá víðast hvar góð. Í Vestmannaeyjum minnast Eyjamenn þess að 52 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk en dagskráin nær hápunkti annað kvöld með kvöldskemmtun á Vigtartorgi. Á Akureyri er fjölmennt en þar hófst N1-mót KA á miðvikudaginn sem lýkur með úrslitaleikjum á morgun. Þá fór Pollamót Þórs af stað á Akureyri í morgun þar sem eldri knattspyrnumenn mætast. Fleiri bæjarhátíðir verða í gangi um helgina. Á Siglufirði fer fram Þjóðlagahátíð og verður boðið upp á dansa, námskeið og tónleika og á hátíðinni Bíldudals grænar baunir verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Ólafsvik fer Ólafsvíkurvaka fram og þá verður Fjölskyldu- og menningarhátíðin Allt í Blóma haldin í Hveragerði. Hápunktur Bryggjuhátíðar á Stokkseyri er varðeldur og brekkusöngur á Bryggjunni annað kvöld og ljóst að nóg er í boði fyrir skemmtanaþyrsta landsmenn. „Margir mjög spenntir að sjá þá koma fram aftur“ Á Akranesi er búist við að um 10.000 manns sæki brekkusöng annað kvöld en þar fara Írskir dagar fram. Að loknum brekkusöng hefst tónlistarhátíðin Lopapeysan þar sem hljómsveitin Quarashi er meðal þeirra sem koma fram. „Það er geggjuð stemmning. Við byrjuðum dagskrána á þriðjudaginn með tveimur viðburðum. Svo var stór dagur á miðvikudag, stórir tónleikar á hafnarsvæðinu. Við vorum í gær með fjölskyldutónleika á þyrlupallinum þar sem voru yfir 3000 manns. Í dag fer þetta allt á fullt, fólk er búið að skreyta og er tilbúið í hátíðina,“ sagði Hjörvar Gunnarsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Stærsti dagur hátíðarinnar er á morgun. Dagskrá hefst átta í fyrramálið og stendur fram á nótt. „Annað kvöld er brekkusöngur og svo tekur við Lopapeysan sem hefur aldrei verið eins stór og hún hefur verið í ár,“ en á meðal þeirra sem koma fram þar er hljómsveitin Quarashi. „Það er mjög stórt og margir sem eru mjög spenntir fyrir því að sjá þá koma fram aftur. Þeir eru snemma í dagskránni og fólk þarf að vera mætt á réttum tíma á Lopapeysuna til að missa ekki af þessu,“ bætti Hjörvar við og sagði hátíðina alltaf vera að stækkka og nú komi listamenn fram á þremur sviðum. Ein af hefðum hátíðarinnar er að velja rauðhærðasta Íslendinginn og vekur sú keppni ávallt athygli. „Það er á hverju ári fullt af rauðhærðu fólki sem skráir sig og það eru komnar fjölmargar skráningar. Hún fer fram á morgun og það er búið að skipa dómnefnd sem ætlar að fara yfir þetta, hver verður rauðhærðasti Íslendingurinn í ár,“ sagði Hjörvar og bætti við að áhugasamir gætu enn skráð sig til leiks í keppninni.
Akranes Akureyri Ferðalög Vestmannaeyjar Fjallabyggð Snæfellsbær Vesturbyggð Árborg Hveragerði Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira