Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 13:20 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa logið um ástæðuna fyrir því að vopnasendingar til Úkraínu hefðu verið stöðvaðar væri sú að gengið væri á birgðir Bandaríkjamanna. Greining á birgðastöðu hersins sýni fram á allt annað að sögn NBC. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvaði sendingu bandarískra vopna til Úkraínu í þessari viku þar sem embættismenn sögðu gengið væri birgðirnar. En samkvæmt greiningu háttsettara manna innan Bandaríkjahers myndi aðstoðarpakkinn ekki stofna skotfærabirgðum hersins sjálfs í hættu, samkvæmt þremur bandarískum embættismönnum sem bandaríski fjölmiðillinn NBC hefur eftir. Ákvörðunin um að stöðva vopnasendinguna kom utanríkisráðuneytinu, þingmönnum, embættismönnum í Kænugarði og evrópskum bandamönnum í opna skjöldu, samkvæmt fjölda heimildamanna sem þekkja til málsins. Bæði repúblikanar og demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina að sögn NBC. Adam Smith, demókrati frá Washington og þungavigtarmaður í fulltrúadeildinni, sagði það óheiðarlegt ef varnarmálaráðuneytið vísaði til hernaðarviðbúnaðar til að réttlæta stöðvun á aðstoð við Úkraínumenn þegar raunveruleg ástæða sé einfaldlega sú að fylgja eftir áætlun um að hætta bandarískri aðstoð til Úkraínu. „Við erum ekki á neinum lægri punkti, hvað varðar birgðastöðu, en við höfum verið á þau þrjú og hálfa ár sem við höfum verið með þessi átök í Úkraínu,“ sagði Smith, sem er æðsti fulltrúi minnihlutans í varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Smith sagði að starfsfólk hans hefði „séð tölurnar“ og, án þess að fara í smáatriði, að ekkert benti til skorts sem réttlætti að fresta aðstoð til Úkraínu. Að fresta sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu var einhliða ákvörðun varnarmálaráðherrans Pete Hegseth, samkvæmt þremur aðstoðarmönnum þingsins og fyrrverandi bandarískum embættismanni sem þekkir til málsins. Þetta er í þriðja sinn sem Hegseth stöðvar einn og óstuddur sendingu til Úkraínu, sögðu heimildaraðilar. Í tveimur fyrri tilvikum, í febrúar og maí, hafi aðgerðum hans verið snúið við nokkrum dögum síðar. Donald Trump Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvaði sendingu bandarískra vopna til Úkraínu í þessari viku þar sem embættismenn sögðu gengið væri birgðirnar. En samkvæmt greiningu háttsettara manna innan Bandaríkjahers myndi aðstoðarpakkinn ekki stofna skotfærabirgðum hersins sjálfs í hættu, samkvæmt þremur bandarískum embættismönnum sem bandaríski fjölmiðillinn NBC hefur eftir. Ákvörðunin um að stöðva vopnasendinguna kom utanríkisráðuneytinu, þingmönnum, embættismönnum í Kænugarði og evrópskum bandamönnum í opna skjöldu, samkvæmt fjölda heimildamanna sem þekkja til málsins. Bæði repúblikanar og demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina að sögn NBC. Adam Smith, demókrati frá Washington og þungavigtarmaður í fulltrúadeildinni, sagði það óheiðarlegt ef varnarmálaráðuneytið vísaði til hernaðarviðbúnaðar til að réttlæta stöðvun á aðstoð við Úkraínumenn þegar raunveruleg ástæða sé einfaldlega sú að fylgja eftir áætlun um að hætta bandarískri aðstoð til Úkraínu. „Við erum ekki á neinum lægri punkti, hvað varðar birgðastöðu, en við höfum verið á þau þrjú og hálfa ár sem við höfum verið með þessi átök í Úkraínu,“ sagði Smith, sem er æðsti fulltrúi minnihlutans í varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Smith sagði að starfsfólk hans hefði „séð tölurnar“ og, án þess að fara í smáatriði, að ekkert benti til skorts sem réttlætti að fresta aðstoð til Úkraínu. Að fresta sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu var einhliða ákvörðun varnarmálaráðherrans Pete Hegseth, samkvæmt þremur aðstoðarmönnum þingsins og fyrrverandi bandarískum embættismanni sem þekkir til málsins. Þetta er í þriðja sinn sem Hegseth stöðvar einn og óstuddur sendingu til Úkraínu, sögðu heimildaraðilar. Í tveimur fyrri tilvikum, í febrúar og maí, hafi aðgerðum hans verið snúið við nokkrum dögum síðar.
Donald Trump Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira