Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. júlí 2025 13:38 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Margir keppendur sem tóku þátt í þríþraut við Laugarvatn á laugardag fengu í magann að keppninni lokinni. Einn keppandi setti inn færslu á Facebook-síðu sem sér um skipulag á þríþrautum á Íslandi. Þar sagðist hann hafa fengið talsverða magapest eftir viðburðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um þrjátíu manns birt athugasemd við færsluna og sagst finna fyrir því sama, en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Líklega vatnið en ekki borgararnir Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að veikindin séu til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. „Þetta er líklega bara mengað vatn og það er náttúrulega ekkert frábært. Það er fínt að fjalla um það svo fólk sé ekki að skemma sumarfríið sitt á Laugarvatni,“ segir Páll. Í athugasemdakerfinu vaknaði einnig sú tilgáta að ástæða magakveisunnar fælist í raun í hamborgurum sem hefðu verið borðaðir eftir keppnina. Páll telur það ólíklegt, enda hefur hann heyrt frá fólki sem fékk sér ekki borgara en synti í vatninu og veiktist. „Það var greinilega ekki málið. Þetta er frekar augljóst. Það var greinilega eitthvað í vatninu,“ segir Páll. Þríþrautin fór fram við og í Laugarvatni.Vísir/Vilhelm Lætur kveisuna ekki stöðva sig Þrátt fyrir magapínuna segist Páll ekki ætla að láta það stoppa sig í að taka þátt aftur. „Þetta var leiðinlegur hálfur sólarhringur og svo gekk þetta yfir,“ segir hann, og bendir á að álíka mál hafi komið upp áður. Hann segir að mögulega megi endurskoða eitthvað varðandi skipulag þrautarinnar og mæla vatnið þegar styttra er í keppni. Allskyns hlutir geti haft áhrif á það, líkt og síbreytilegt hitastig. Páll segist þó vita að skipuleggjendur þríþrautarinnar hafi haft samband við sveitarfélagið fyrir keppni. Miðað við þau svör hafi ekkert bent til að ekki væri öruggt að synda í vatninu. Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Einn keppandi setti inn færslu á Facebook-síðu sem sér um skipulag á þríþrautum á Íslandi. Þar sagðist hann hafa fengið talsverða magapest eftir viðburðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um þrjátíu manns birt athugasemd við færsluna og sagst finna fyrir því sama, en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Líklega vatnið en ekki borgararnir Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að veikindin séu til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. „Þetta er líklega bara mengað vatn og það er náttúrulega ekkert frábært. Það er fínt að fjalla um það svo fólk sé ekki að skemma sumarfríið sitt á Laugarvatni,“ segir Páll. Í athugasemdakerfinu vaknaði einnig sú tilgáta að ástæða magakveisunnar fælist í raun í hamborgurum sem hefðu verið borðaðir eftir keppnina. Páll telur það ólíklegt, enda hefur hann heyrt frá fólki sem fékk sér ekki borgara en synti í vatninu og veiktist. „Það var greinilega ekki málið. Þetta er frekar augljóst. Það var greinilega eitthvað í vatninu,“ segir Páll. Þríþrautin fór fram við og í Laugarvatni.Vísir/Vilhelm Lætur kveisuna ekki stöðva sig Þrátt fyrir magapínuna segist Páll ekki ætla að láta það stoppa sig í að taka þátt aftur. „Þetta var leiðinlegur hálfur sólarhringur og svo gekk þetta yfir,“ segir hann, og bendir á að álíka mál hafi komið upp áður. Hann segir að mögulega megi endurskoða eitthvað varðandi skipulag þrautarinnar og mæla vatnið þegar styttra er í keppni. Allskyns hlutir geti haft áhrif á það, líkt og síbreytilegt hitastig. Páll segist þó vita að skipuleggjendur þríþrautarinnar hafi haft samband við sveitarfélagið fyrir keppni. Miðað við þau svör hafi ekkert bent til að ekki væri öruggt að synda í vatninu.
Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira