Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 06:32 Jannik Sinner styður hér við grátandi Grigor Dimitrov efir að ljóst var að Búlgarinn gæti ekki haldið áfram. Getty/Julian Finney Dramatíkin var allsráðandi á Wimbledon mótinu í tennis í gærkvöldi þegar tveir góðir vinir mættust og börðust um sæti í átta manna úrslitunum. Grigor Dimitrov getur svo sannarlega gert tilkall til þess að vera óheppnasti tennisspilari heims. Atvik á Wimbledon mótinu í gærkvöldi gerir ekkert annað en að ýta undir það. Búlgarinn varð þá að hætta keppni í sextán manna úrslitunum á Wimbledon mótinu í gær þegar hann var 2-0 yfir á móti Ítalanum Jannik Sinner og sigurinn í sjónmáli. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Jannik Sinner eftir að hann komst áfram í átta manna úrslit þrátt fyrir að vera að tapa leiknum þegar leik var hætt. Þetta er fimmta risamótið í röð þar sem að Dimitrov verður að hætta vegna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dimitrov hélt um brjóstvöðvann sinn eftir að hafa reynt uppgjöf upp í þriðja setti. Hann hló fyrst í geðshræringu en svo fóru tárin að renna. „Hann hefur verið svo óheppinn áður. Hann er líka góður vinur minn og það er erfitt að sjá hann svona. Hann átti skilið að fara áfram. Ég vona að hann nái sér fljótt. Þetta var mikil óheppni og ég sé þetta ekki sem sigur. Þetta er mjög óheppilegt,“ sagði Sinner. „Hann er ótrúlegur tennisspilari og við sáum það öll í kvöld,“ sagði Sinner. Búlgarinn vann fyrstu settin 6–3 og 7–5 sem þýddi að honum vantaði bara eitt í viðbót til að vinna leikinn. Sinner var fljótur að fara til Dimitrov þegar hann sá að hann var meiddur. Dimitrov yfirgaf völlinn um stund en kom síðan aftur inn og tók í höndina á Sinner. Viðurkenndi tap af því að hann gat ekki haldið áfram. Ítalinn mætir Ben Shelton í átta manna úrslitunum en viðureignirnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Grigor Dimitrov getur svo sannarlega gert tilkall til þess að vera óheppnasti tennisspilari heims. Atvik á Wimbledon mótinu í gærkvöldi gerir ekkert annað en að ýta undir það. Búlgarinn varð þá að hætta keppni í sextán manna úrslitunum á Wimbledon mótinu í gær þegar hann var 2-0 yfir á móti Ítalanum Jannik Sinner og sigurinn í sjónmáli. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Jannik Sinner eftir að hann komst áfram í átta manna úrslit þrátt fyrir að vera að tapa leiknum þegar leik var hætt. Þetta er fimmta risamótið í röð þar sem að Dimitrov verður að hætta vegna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dimitrov hélt um brjóstvöðvann sinn eftir að hafa reynt uppgjöf upp í þriðja setti. Hann hló fyrst í geðshræringu en svo fóru tárin að renna. „Hann hefur verið svo óheppinn áður. Hann er líka góður vinur minn og það er erfitt að sjá hann svona. Hann átti skilið að fara áfram. Ég vona að hann nái sér fljótt. Þetta var mikil óheppni og ég sé þetta ekki sem sigur. Þetta er mjög óheppilegt,“ sagði Sinner. „Hann er ótrúlegur tennisspilari og við sáum það öll í kvöld,“ sagði Sinner. Búlgarinn vann fyrstu settin 6–3 og 7–5 sem þýddi að honum vantaði bara eitt í viðbót til að vinna leikinn. Sinner var fljótur að fara til Dimitrov þegar hann sá að hann var meiddur. Dimitrov yfirgaf völlinn um stund en kom síðan aftur inn og tók í höndina á Sinner. Viðurkenndi tap af því að hann gat ekki haldið áfram. Ítalinn mætir Ben Shelton í átta manna úrslitunum en viðureignirnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon)
Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira