Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 10:30 Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson í þættinum í gærkvöldi. Sýn Sport Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki sammála þegar kom að því að meta Íslandsmeistaravonir Valsmanna í sumar. Stúkan ræddi ýmis mál í Uppbótatíma þáttarins í gær þar sem sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson fengu spurningar frá Guðmundi Benediktsson um Bestu deild karla í fótbolta. Þar veltu menn fyrir sér möguleikum Valsmanna á því að verða Íslandsmeistarar í ár, svöruðu því hvort Besta deildin sé sterkari eða lakari miðað við síðustu leiktíð og giskuðu á hvað verði sjötta og síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í efri hlutann. Klippa: Uppbótartíminn: Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? „Ég var með svo skemmtilegar spurningar en það var allt stöðvað í sigtinu sem er hérna. Það er sigtað allt sem ég legg til hérna og ég þurfti að breyta öllum spurningunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón. Held að ég hafi alltaf fengið nei „Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? Ég er búinn að spyrja að þessu í mörgum þáttum en ég held að ég hafi alltaf fengið nei,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að segja já,“ sagði Arnar Grétarsson. „Hvers vegna,“ spurði Guðmundur á móti. „Mér finnst bara vera að myndast alvöru lið þarna og þeir eru núna á bullandi siglingu upp á við og með mikið sjálfstraust. Mér finnst, eins og Baldur kom inn á líka, að það sé að koma rosalega skemmtilegt jafnvægi í liðið,“ sagði Arnar. Þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn „Það er mikil vinnusemi á miðjunni, vörnin orðin rosalega traust. Við þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn, gæjana sem eru fremstir. Þeir eru líka með menn sem geta fært sig á milli og eru með rosalega stóran hóp,“ sagði Arnar. Baldur var ekki sammála Arnari. „Ég segi nei. Ég held að þeir verði bikarmeistarar en þeir geta ekki orðið Íslandsmeistarar,“ sagði Baldur. „Ég held að þeir hafi ekki lið í þetta. Þá vantar aðeins upp á breiddina en þetta er vissulega búið að líta vel út núna,“ sagði Baldur. Valsmenn geta glaðst yfir því „Miðað við það eins ótrúlegt og það hljómar. Þá finnst mér eins og Víkingur og Breiðablik séu ekki ennþá komin úr þriðja gír. Mér finnst þau vera með betri lið og yfir 27 leikja mót þá tel ég að Víkingur og Breiðablik muni berjast um þetta. Valsmenn geta glaðst yfir því að ég held að þeir verði bikarmeistarar,“ sagði Baldur. Það má heyra þessa umræðu og svörin við hinum spurningunum hér fyrir ofan. Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Stúkan ræddi ýmis mál í Uppbótatíma þáttarins í gær þar sem sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson fengu spurningar frá Guðmundi Benediktsson um Bestu deild karla í fótbolta. Þar veltu menn fyrir sér möguleikum Valsmanna á því að verða Íslandsmeistarar í ár, svöruðu því hvort Besta deildin sé sterkari eða lakari miðað við síðustu leiktíð og giskuðu á hvað verði sjötta og síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í efri hlutann. Klippa: Uppbótartíminn: Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? „Ég var með svo skemmtilegar spurningar en það var allt stöðvað í sigtinu sem er hérna. Það er sigtað allt sem ég legg til hérna og ég þurfti að breyta öllum spurningunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón. Held að ég hafi alltaf fengið nei „Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? Ég er búinn að spyrja að þessu í mörgum þáttum en ég held að ég hafi alltaf fengið nei,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að segja já,“ sagði Arnar Grétarsson. „Hvers vegna,“ spurði Guðmundur á móti. „Mér finnst bara vera að myndast alvöru lið þarna og þeir eru núna á bullandi siglingu upp á við og með mikið sjálfstraust. Mér finnst, eins og Baldur kom inn á líka, að það sé að koma rosalega skemmtilegt jafnvægi í liðið,“ sagði Arnar. Þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn „Það er mikil vinnusemi á miðjunni, vörnin orðin rosalega traust. Við þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn, gæjana sem eru fremstir. Þeir eru líka með menn sem geta fært sig á milli og eru með rosalega stóran hóp,“ sagði Arnar. Baldur var ekki sammála Arnari. „Ég segi nei. Ég held að þeir verði bikarmeistarar en þeir geta ekki orðið Íslandsmeistarar,“ sagði Baldur. „Ég held að þeir hafi ekki lið í þetta. Þá vantar aðeins upp á breiddina en þetta er vissulega búið að líta vel út núna,“ sagði Baldur. Valsmenn geta glaðst yfir því „Miðað við það eins ótrúlegt og það hljómar. Þá finnst mér eins og Víkingur og Breiðablik séu ekki ennþá komin úr þriðja gír. Mér finnst þau vera með betri lið og yfir 27 leikja mót þá tel ég að Víkingur og Breiðablik muni berjast um þetta. Valsmenn geta glaðst yfir því að ég held að þeir verði bikarmeistarar,“ sagði Baldur. Það má heyra þessa umræðu og svörin við hinum spurningunum hér fyrir ofan.
Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira