Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2025 22:50 Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Stefán Ingvarsson Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. Fyrstu línur ríkisstjórnarflokkanna í orkumálum birtast núna í tillögu sem liggur fyrir Alþingi frá meirihlutanum í umhverfis- og samgöngunefnd um hvernig eigi að flokka fimm virkjanakosti í vatnsafli. Þar er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í vernd, Kjalölduveita og Urriðafoss í bið en Skrokköldu- og Holtavirkjun fari í nýtingu. Í samanlögðum gígavattsstundum þýddi þetta að 22 prósent mætti nýta, 47 prósent færu í bið en 31 prósent í vernd. Hér sést hvernig ríkisstjórnarflokkarnir vilja flokka virkjanakostina fimm. Af 3.517 gígavattsstundum hyggjast þeir leyfa nýtingu á 760 gígavattsstundum eða 22 prósent.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í fréttum Sýnar segir Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, orkuspá Landsnets gera ráð fyrir að 5.000 gígavattsstundir þurfi í viðbót fyrir árið 2035. Núna séu á teikniborðinu hjá Landsvirkjun 2.110 gígavattsstundir í fimm virkjanakostum. Af 3.500 gígavattsstundum í rammaáætlun núna ætli stjórnarflokkanir einungis að nýta 760 gígavattsstundir. „Og bara orkuspá Landsnets segir að fyrir árið 2035 þurfi fimmþúsund gígavattsstundir. Þannig að þetta gengur ekki upp,“ segir Jens Garðar. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stefán Ingvarsson Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, boðar hins vegar tvær nýjar rammaáætlanir á næsta löggjafarþingi. Þar verði fjallað um tvo vatnsaflskosti á Vestfjörðum, vatnsaflskost á Austurlandi, jarðhitakost á Hellisheiði auk þess sem hann hafi í gær tilkynnt um samráðsferli 350 gígavattsstunda vindorkukosts í Garpsdal við Gilsfjörð. „Þannig að það er gríðarlega mikið í gangi. Það eru auðvitað mörg verkefni nú þegar í orkunýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Jóhann Páll. Séð norður yfir Gilsfjörð inn í Garpsdal. Vindmyllur eru áformaðar á fjöllunum upp af dalnum.Egill Aðalsteinsson „Við erum þá bara að halda áfram að vera hér í viðvarandi orkuskorti ef við tökum ekki alvarlega á þessum málum. Og við sjálfstæðismenn höfum lagt það til að allir þeir kostir sem voru núna inni í rammanum, þessir fimm virkjanakostir, fari allir í nýtingu,“ segir Jens Garðar. Austari-Jökulsá í Skagafirði, sem er hluti Héraðsvatna, fer í verndarflokk, samkvæmt tillögu stjórnarmeirihlutans á Alþingi.KMU „Það er svolítið talað um þessa rammaáætlun, sem er núna fyrir þingi, eins og hún marki upphaf og endi orkuöflunar á næstu árum. Það er ekki þannig. Við erum að fara að klára nýja rammaáætlun á hverju einasta ári á þessu löggjafarþingi. Við erum að fara að bæta í orkunýtingarflokkinn á hverju einasta ári til þess að tryggja að það sé nægt framboð af orku í landinu,“ segir ráðherrann. „Það er talað um að það eigi að fara hér í stórkostlega orkuuppbyggingu. Svo erum við með fimm stóra og flotta orkukosti sem eru gríðarlega mikilvægir. Og það eru einungis tveir minnstu kostirnir af fimm, 760 gígavattsstundir af 3.517. Það segir sig sjálft. Það er ekki verið að standa við stóru orðin,“ segir Jens Garðar í frétt Sýnar, sem sjá má hér: Orkumál Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Loftslagsmál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02 Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26 Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. 13. janúar 2025 10:25 Vilja reisa 35 vindmyllur á fjöllum norðan Gilsfjarðar Vindorkuver með 35 vindmyllum gæti risið á fjöllum ofan Garpsdals í Gilsfirði, miðað við áform sem orkufyrirtæki í eigu Dana og Íra hefur kynnt heimamönnum. 1. október 2018 21:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Fyrstu línur ríkisstjórnarflokkanna í orkumálum birtast núna í tillögu sem liggur fyrir Alþingi frá meirihlutanum í umhverfis- og samgöngunefnd um hvernig eigi að flokka fimm virkjanakosti í vatnsafli. Þar er lagt til að Héraðsvötn í Skagafirði fari í vernd, Kjalölduveita og Urriðafoss í bið en Skrokköldu- og Holtavirkjun fari í nýtingu. Í samanlögðum gígavattsstundum þýddi þetta að 22 prósent mætti nýta, 47 prósent færu í bið en 31 prósent í vernd. Hér sést hvernig ríkisstjórnarflokkarnir vilja flokka virkjanakostina fimm. Af 3.517 gígavattsstundum hyggjast þeir leyfa nýtingu á 760 gígavattsstundum eða 22 prósent.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í fréttum Sýnar segir Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, orkuspá Landsnets gera ráð fyrir að 5.000 gígavattsstundir þurfi í viðbót fyrir árið 2035. Núna séu á teikniborðinu hjá Landsvirkjun 2.110 gígavattsstundir í fimm virkjanakostum. Af 3.500 gígavattsstundum í rammaáætlun núna ætli stjórnarflokkanir einungis að nýta 760 gígavattsstundir. „Og bara orkuspá Landsnets segir að fyrir árið 2035 þurfi fimmþúsund gígavattsstundir. Þannig að þetta gengur ekki upp,“ segir Jens Garðar. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stefán Ingvarsson Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, boðar hins vegar tvær nýjar rammaáætlanir á næsta löggjafarþingi. Þar verði fjallað um tvo vatnsaflskosti á Vestfjörðum, vatnsaflskost á Austurlandi, jarðhitakost á Hellisheiði auk þess sem hann hafi í gær tilkynnt um samráðsferli 350 gígavattsstunda vindorkukosts í Garpsdal við Gilsfjörð. „Þannig að það er gríðarlega mikið í gangi. Það eru auðvitað mörg verkefni nú þegar í orkunýtingarflokki rammaáætlunar,“ segir Jóhann Páll. Séð norður yfir Gilsfjörð inn í Garpsdal. Vindmyllur eru áformaðar á fjöllunum upp af dalnum.Egill Aðalsteinsson „Við erum þá bara að halda áfram að vera hér í viðvarandi orkuskorti ef við tökum ekki alvarlega á þessum málum. Og við sjálfstæðismenn höfum lagt það til að allir þeir kostir sem voru núna inni í rammanum, þessir fimm virkjanakostir, fari allir í nýtingu,“ segir Jens Garðar. Austari-Jökulsá í Skagafirði, sem er hluti Héraðsvatna, fer í verndarflokk, samkvæmt tillögu stjórnarmeirihlutans á Alþingi.KMU „Það er svolítið talað um þessa rammaáætlun, sem er núna fyrir þingi, eins og hún marki upphaf og endi orkuöflunar á næstu árum. Það er ekki þannig. Við erum að fara að klára nýja rammaáætlun á hverju einasta ári á þessu löggjafarþingi. Við erum að fara að bæta í orkunýtingarflokkinn á hverju einasta ári til þess að tryggja að það sé nægt framboð af orku í landinu,“ segir ráðherrann. „Það er talað um að það eigi að fara hér í stórkostlega orkuuppbyggingu. Svo erum við með fimm stóra og flotta orkukosti sem eru gríðarlega mikilvægir. Og það eru einungis tveir minnstu kostirnir af fimm, 760 gígavattsstundir af 3.517. Það segir sig sjálft. Það er ekki verið að standa við stóru orðin,“ segir Jens Garðar í frétt Sýnar, sem sjá má hér:
Orkumál Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Loftslagsmál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02 Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26 Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. 13. janúar 2025 10:25 Vilja reisa 35 vindmyllur á fjöllum norðan Gilsfjarðar Vindorkuver með 35 vindmyllum gæti risið á fjöllum ofan Garpsdals í Gilsfirði, miðað við áform sem orkufyrirtæki í eigu Dana og Íra hefur kynnt heimamönnum. 1. október 2018 21:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. 26. júní 2025 22:02
Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. 23. júní 2025 22:26
Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. 13. janúar 2025 10:25
Vilja reisa 35 vindmyllur á fjöllum norðan Gilsfjarðar Vindorkuver með 35 vindmyllum gæti risið á fjöllum ofan Garpsdals í Gilsfirði, miðað við áform sem orkufyrirtæki í eigu Dana og Íra hefur kynnt heimamönnum. 1. október 2018 21:00