Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 20:59 „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi. Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, einn af varaforsetum þingsins, tilkynnti þingheimi klukkan 21 í kvöld að þingfundi væri frestað. Líklega verður veiðigjaldamálið aftur tekið fyrir á þingfundi á morgun klukkan 10 en dagskrá liggur ekki fyrir. Formenn flokkanna á Alþingi funduðu síðdegis í dag. Stjórnarandstaðan lagði fram nýja tillögu sem var „aðeins mýkri“ en fyrri tillaga, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í samtali við Vísi. „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi en hann vildi ekki greina frá innihaldi tillögunnar. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis í þinghúsinu kvað fyrri tillaga stjórnarandstæðinga á um eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár, þá úr 33 prósentum í 38 prósent. Sigurður Ingi lýsir því að „þreifingar“ hafi verið í gangi seinni partinn og telur að „allt sé gerlegt“ en lengra verði ekki komist í kvöld. „Einfaldlega vegna þess að það hefur verið kannski fullmikið sagt í dag,“ bætir hann við. „Og það þurfa allir aðeins að hvíla sig hver á öðrum. Stundum er það ágætis leið til að ná samningum.“ Þung orð féllu á þingfundi í dag. Þar má nefna að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hafi sakað Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdaránstilræði eftir að hafa slitið þingfundi í gærkvöldi í óþökk forseta þingsins. Í framhaldi af fundi formanna hittust þingflokksformenn og forseti Alþingis þar sem ákveðið var að slíta fundinum, segir Hildur í samtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, einn af varaforsetum þingsins, tilkynnti þingheimi klukkan 21 í kvöld að þingfundi væri frestað. Líklega verður veiðigjaldamálið aftur tekið fyrir á þingfundi á morgun klukkan 10 en dagskrá liggur ekki fyrir. Formenn flokkanna á Alþingi funduðu síðdegis í dag. Stjórnarandstaðan lagði fram nýja tillögu sem var „aðeins mýkri“ en fyrri tillaga, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í samtali við Vísi. „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi en hann vildi ekki greina frá innihaldi tillögunnar. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis í þinghúsinu kvað fyrri tillaga stjórnarandstæðinga á um eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár, þá úr 33 prósentum í 38 prósent. Sigurður Ingi lýsir því að „þreifingar“ hafi verið í gangi seinni partinn og telur að „allt sé gerlegt“ en lengra verði ekki komist í kvöld. „Einfaldlega vegna þess að það hefur verið kannski fullmikið sagt í dag,“ bætir hann við. „Og það þurfa allir aðeins að hvíla sig hver á öðrum. Stundum er það ágætis leið til að ná samningum.“ Þung orð féllu á þingfundi í dag. Þar má nefna að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hafi sakað Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdaránstilræði eftir að hafa slitið þingfundi í gærkvöldi í óþökk forseta þingsins. Í framhaldi af fundi formanna hittust þingflokksformenn og forseti Alþingis þar sem ákveðið var að slíta fundinum, segir Hildur í samtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira