Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Kári Mímisson skrifar 12. júlí 2025 13:31 Vestri-Afturelding áttust við á Kerecis vellinum á Ísafirði í leik í Bestu deildinni. Vestri tók á móti Fram í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Mikið var undir enda ljóst að sigurvegarinn væri á leið á Laugardalsvöll og myndi þar mæta Val sem hafði tryggt sig í úrslitaleikinn fyrr í mánuðinum. Eftir markalausar 120 mínútur þá réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn fóru með sigur eftir að hafa skorað úr öllum sínum spyrnum og tryggði sig í leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni. Leikurinn fór vel af stað og strax á annarri mínútu leiksins mátti minnstu muna að heimamenn kæmust yfir eftir að Fatai Gbadamosi skallaði fyrirgjöf Guðmundar Arnars Svavarssonar í slána. Fram sótti þó í sig veðrið og var klárlega sterkari aðili leiksins en liðið var í tvígang næstum búið að skora. Fyrst skallaði Sigurjón Rúnarsson í stöng og eftir hornspyrnu og svo strax í kjölfarið átti fyrirliðinn, Kennie Chophart, skalla sem Daði Berg bjargaði á línu. Seinni hálfleikur var talsvert tíðinda minni en sá fyrri en bæði lið spiluðu af mikilli varfærni og sköpuðu sér afar fá tækifæri. Heimamenn vörðust vel og freistuðu þess að beita skyndisóknum eins og liðið hefur gert vel á þessari leiktíð á meðan Fram stýrði leiknum en þó án þess að ná að opna vörn Vestra af neinu viti. Þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma fékk Fred úrvalsfæri eftir frábæra fyrirgjöf frá Kennie Chophart en skalli hans fór rétt framhjá. Staðan 0-0 eftir 90 mínútur og því þurfti að grípa til framlengingar. Það mátti sjá þreytumerki á báðum liðum í framlengingunni sem léku áfram afar varfærnislega en það voru þó heimamenn sem fengu hættulegri tækifæri í framlengingunni. Sergine Modou Fall átti gott sem Viktor Freyr Sigurðsson varði meistaralega í marki Fram. Besta færi leiksins kom þó á lokamínútu leiksins og það fékk varamaðurinn Emmanuel Duah eftir frábæra sendingu frá Guðmundi Páli Einarssyni en skot Duah fór því miður fyrir hann og Vestramenn beint á Viktor Frey í marki Fram. Staðan áfram markalaus eftir framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Svíarnir Diego Montiel og Simon Tibling skoruðu úr fyrstu spyrnum vítaspyrnukeppninnar áður en að Eiður Aron Sigurbjörnsson og Gustav Kjeldsen skoruðu úr næstu tveimur fyrir Vestra á meðan Kennie Chopart skoraði svo fyrir gestina. Guðmundur Magnússon tók þriðju spyrnu Fram en hún hafnaði í innanverðri slánni, tæpara gat það varla staðið. Jeppe Pedersen og Sigurjón Rúnarsson skoruðu úr fjórðu vítaspyrnum liðanna áður en að Morten Ohlsen tryggði Vestra sigurinn og skaut liðinu í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögu Vestra og Vestfjarða. Atvik leiksins Nóttin verður góð fyrir Emmanuel Duah eftir þennan sigur en hann fékk sannkallað dauðafæri á lokamínútu framlengingarinnar til að skjóta Vestra í úrslitaleikinn en skot hans var alls ekki gott og Duah veit það best sjálfur að hann á að gera betur þarna. Til allrar hamingju fyrir hann og Vestra þá tókst liðinu að landa sigrinum svo ég hugsa nú að hvorki hann né Davíð Smári séu nokkuð að velta sér upp úr þessu. Stjörnur og skúrkar Það er auðvitað enginn skúrkur í svona leik, þetta réðst bara á millimetrum í dag og jafnvel þó svo að Guðmundur Magnússon hafi ekki náð að skora úr sinni vítaspyrnu þá er eitthvað asnalegt að setja hann sem skúrk í svona leik. Kennie Chopart var drjúgur fyrir gestina á báðum endum vallarins og þá var öll vörn Vestra hrikalega sterk í dag eins og hún hefur verið stærstan hluta tímabilsins. Dómarinn Með þetta í teskeið í dag og kláraði allar 120 mínúturnar vel. Ekki neitt hægt að setja út á frammistöðu kvartettsins í dag. Stemning og umgjörð Stúkan var smekkfull á Ísafirði enda léku veðurguðirnir heldur betur við áhorfendur leiksins og ekki á hverjum degi sem heimamenn eiga möguleika á því að sjá liðið spila um að komast í úrslitaleik, síðast þegar Vestri fékk heimaleik í undanúrslitum bikarsins var fyrir fjórum árum en þá var leikið í vesturbæ Reykjavíkur. Þá mætti einnig stór stuðningsmannasveit Fram í dag vestur sem studdi lið sitt vel. Mjólkurbikar karla Vestri Fram
Vestri tók á móti Fram í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Mikið var undir enda ljóst að sigurvegarinn væri á leið á Laugardalsvöll og myndi þar mæta Val sem hafði tryggt sig í úrslitaleikinn fyrr í mánuðinum. Eftir markalausar 120 mínútur þá réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn fóru með sigur eftir að hafa skorað úr öllum sínum spyrnum og tryggði sig í leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni. Leikurinn fór vel af stað og strax á annarri mínútu leiksins mátti minnstu muna að heimamenn kæmust yfir eftir að Fatai Gbadamosi skallaði fyrirgjöf Guðmundar Arnars Svavarssonar í slána. Fram sótti þó í sig veðrið og var klárlega sterkari aðili leiksins en liðið var í tvígang næstum búið að skora. Fyrst skallaði Sigurjón Rúnarsson í stöng og eftir hornspyrnu og svo strax í kjölfarið átti fyrirliðinn, Kennie Chophart, skalla sem Daði Berg bjargaði á línu. Seinni hálfleikur var talsvert tíðinda minni en sá fyrri en bæði lið spiluðu af mikilli varfærni og sköpuðu sér afar fá tækifæri. Heimamenn vörðust vel og freistuðu þess að beita skyndisóknum eins og liðið hefur gert vel á þessari leiktíð á meðan Fram stýrði leiknum en þó án þess að ná að opna vörn Vestra af neinu viti. Þegar skammt var eftir af venjulegum leiktíma fékk Fred úrvalsfæri eftir frábæra fyrirgjöf frá Kennie Chophart en skalli hans fór rétt framhjá. Staðan 0-0 eftir 90 mínútur og því þurfti að grípa til framlengingar. Það mátti sjá þreytumerki á báðum liðum í framlengingunni sem léku áfram afar varfærnislega en það voru þó heimamenn sem fengu hættulegri tækifæri í framlengingunni. Sergine Modou Fall átti gott sem Viktor Freyr Sigurðsson varði meistaralega í marki Fram. Besta færi leiksins kom þó á lokamínútu leiksins og það fékk varamaðurinn Emmanuel Duah eftir frábæra sendingu frá Guðmundi Páli Einarssyni en skot Duah fór því miður fyrir hann og Vestramenn beint á Viktor Frey í marki Fram. Staðan áfram markalaus eftir framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Svíarnir Diego Montiel og Simon Tibling skoruðu úr fyrstu spyrnum vítaspyrnukeppninnar áður en að Eiður Aron Sigurbjörnsson og Gustav Kjeldsen skoruðu úr næstu tveimur fyrir Vestra á meðan Kennie Chopart skoraði svo fyrir gestina. Guðmundur Magnússon tók þriðju spyrnu Fram en hún hafnaði í innanverðri slánni, tæpara gat það varla staðið. Jeppe Pedersen og Sigurjón Rúnarsson skoruðu úr fjórðu vítaspyrnum liðanna áður en að Morten Ohlsen tryggði Vestra sigurinn og skaut liðinu í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögu Vestra og Vestfjarða. Atvik leiksins Nóttin verður góð fyrir Emmanuel Duah eftir þennan sigur en hann fékk sannkallað dauðafæri á lokamínútu framlengingarinnar til að skjóta Vestra í úrslitaleikinn en skot hans var alls ekki gott og Duah veit það best sjálfur að hann á að gera betur þarna. Til allrar hamingju fyrir hann og Vestra þá tókst liðinu að landa sigrinum svo ég hugsa nú að hvorki hann né Davíð Smári séu nokkuð að velta sér upp úr þessu. Stjörnur og skúrkar Það er auðvitað enginn skúrkur í svona leik, þetta réðst bara á millimetrum í dag og jafnvel þó svo að Guðmundur Magnússon hafi ekki náð að skora úr sinni vítaspyrnu þá er eitthvað asnalegt að setja hann sem skúrk í svona leik. Kennie Chopart var drjúgur fyrir gestina á báðum endum vallarins og þá var öll vörn Vestra hrikalega sterk í dag eins og hún hefur verið stærstan hluta tímabilsins. Dómarinn Með þetta í teskeið í dag og kláraði allar 120 mínúturnar vel. Ekki neitt hægt að setja út á frammistöðu kvartettsins í dag. Stemning og umgjörð Stúkan var smekkfull á Ísafirði enda léku veðurguðirnir heldur betur við áhorfendur leiksins og ekki á hverjum degi sem heimamenn eiga möguleika á því að sjá liðið spila um að komast í úrslitaleik, síðast þegar Vestri fékk heimaleik í undanúrslitum bikarsins var fyrir fjórum árum en þá var leikið í vesturbæ Reykjavíkur. Þá mætti einnig stór stuðningsmannasveit Fram í dag vestur sem studdi lið sitt vel.