Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2025 10:01 Þórunn beitt ákvæðinu í gær, en bæði Sigmundur og Egill höfðu kallað það „kjarnorkuákvæði“ áður en núverandi umræða hófst. Vísir/Vilhelm/Anton Sjötugasta og fyrsta grein þingskaparlaga er vafalaust umtalaðasta lagaákvæðið á Íslandi þessa stundina. Beiting greinarinnar felst í því að forseti Alþingis getur annars vegar sett þinginu tímamörk á ræðutíma í umræðum um ákveðið mál eða lagt til a umræðum verði hætt og gengið strax til atkvæðagreiðslu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti atkvæðinu í gærmorgun vegna langrar umræðu um Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kaus þingheimur með tillögunni. 34 kusu með og 20 á móti. Stjórnarandstaðan hafði áður en ákvæðinu var beitt í gær, og nú í kjölfar þess, gagnrýnt meirihlutann harðlega. Talað hefur verið um 71. greinina sem „kjarnorkuákvæðið“, og hefur það hugtak vakið nokkurra athygli. „Skjaldborgin er að senda kjarnorkusprengju inn á Alþingi Íslendinga,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og vísaði þar til ávarps Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í fyrradag þar sem hún sagði ríkisstjórnina ætla að vernda lýðræðið í landinu. Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, var á öðru máli og sagði dapurlegt að greininni væri líkt við kjarnorku. „Og öllum þeim hryllingi sem kjarnorku hefur fylgt í gegnum áratugina og söguna. Yfir því er ég mjög dapur.“ Átti sjálfur þátt í að breiða út „orðskrípið“ Orðið „kjarnorkuákvæði“ var ekki notað í fyrsta skipti um 71. greinina í þeirri umræðu um veiðigjöldin sem nú stendur yfir. Egill Helgason, menningarpáfi, bendir á, í færslu á Facebook, að hann hafi sjálfur notað hugtakið vorið 2019 þegar Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann fram og til baka. „Úff, hér kemur í ljós að ég hef sjálfur átt þátt í að breiða út orðskrípið „kjarnorkuákvæði“. Þetta er frá 2019. Mea Culpa,“ skrifar Egill og deilir skoðanagreininni Hví er kjarnorkuákvæðinu ekki beitt gegn málþófi Miðflokksins? sem birtist á Eyjunni. Í greininni benti Egill á að málþóf þekkist í bandarískum stjórnmálum, og að þaðan sé hugtakið líklega fengið, en vestanhafs er einnig til ákvæði sem knýir fram atkvæðagreiðslu sem kallast nuclear option eða kjarnorkumöguleikinn. Svarið sem Egill gaf fyrir því að „kjarnorkuákvæðinu“ væri ekki beitt var á þá leið að flokkarnir vildu ekki afsala sér því vopni í framtíðinni. Jafnframt sagði hann að með beitingu greinarinnar gætu þeir sem stæðu í málþófi, sem voru Miðflokksmenn í því tilfelli, litið út eins og píslarvottar sem væru þaggaðir niður í þinginu. Sigmundur sagði ákvæðið gróft fyrir þrettán árum Hægt er að finna enn eldri dæmi um „kjarnorkuákvæðið“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, notaði orðið í viðtali við Morgunblaðið í júní 2012, en þá var flokkur hans í minnihluta. Þegar viðtalið var tekið var uppi sú staða í stjórnmálunum að forsetakosningar voru á næsta leyti, eftir tólf daga, og mörgum þótti ótækt að þingið væri en starfrækt með svo stutt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur vildi að mál sem stjórnarnandstaðan var ekki sátt, en þar var meðal annars frumvarp um veiðigjöld, með færu ekki í gegn heldur myndi þingið koma aftur saman um miðjan ágúst og taka þau fyrir á ný þá. Sigmundur var þá spurður hvort honum þætti um að beita greininni, stöðva þingræður og koma málinu í atkvæðagreiðslu. „Mér finnst ólíklegt að ríkisstjórnin muni beita því sem í daglegu tali er kallað kjarnorkuákvæðið,“ sagði Sigmundur. „Að beita þessari aðferð til að knýja þetta mál í gegn væri því mjög gróft. En ég geri ráð fyrir að við höldum áfram að funda á morgun og sjáum hvort hægt verði að ná niðurstöðu.“ Umrætt viðtal birtist þann 18. júní 2012, en seinna sama dag var greint frá því að búið væri að semja um þinglok, og að umrætt veiðigjaldafrumvarp færi í gegn. Þá minnast á svipað hugtak sem notað var í Morgunblaðinu árið 2005 um álíka ákvæði sem notað er til að bregðast við málþófi í Bandaríkjunum. Það er orðið „dómsdagsúrræði“. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti atkvæðinu í gærmorgun vegna langrar umræðu um Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kaus þingheimur með tillögunni. 34 kusu með og 20 á móti. Stjórnarandstaðan hafði áður en ákvæðinu var beitt í gær, og nú í kjölfar þess, gagnrýnt meirihlutann harðlega. Talað hefur verið um 71. greinina sem „kjarnorkuákvæðið“, og hefur það hugtak vakið nokkurra athygli. „Skjaldborgin er að senda kjarnorkusprengju inn á Alþingi Íslendinga,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og vísaði þar til ávarps Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í fyrradag þar sem hún sagði ríkisstjórnina ætla að vernda lýðræðið í landinu. Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, var á öðru máli og sagði dapurlegt að greininni væri líkt við kjarnorku. „Og öllum þeim hryllingi sem kjarnorku hefur fylgt í gegnum áratugina og söguna. Yfir því er ég mjög dapur.“ Átti sjálfur þátt í að breiða út „orðskrípið“ Orðið „kjarnorkuákvæði“ var ekki notað í fyrsta skipti um 71. greinina í þeirri umræðu um veiðigjöldin sem nú stendur yfir. Egill Helgason, menningarpáfi, bendir á, í færslu á Facebook, að hann hafi sjálfur notað hugtakið vorið 2019 þegar Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann fram og til baka. „Úff, hér kemur í ljós að ég hef sjálfur átt þátt í að breiða út orðskrípið „kjarnorkuákvæði“. Þetta er frá 2019. Mea Culpa,“ skrifar Egill og deilir skoðanagreininni Hví er kjarnorkuákvæðinu ekki beitt gegn málþófi Miðflokksins? sem birtist á Eyjunni. Í greininni benti Egill á að málþóf þekkist í bandarískum stjórnmálum, og að þaðan sé hugtakið líklega fengið, en vestanhafs er einnig til ákvæði sem knýir fram atkvæðagreiðslu sem kallast nuclear option eða kjarnorkumöguleikinn. Svarið sem Egill gaf fyrir því að „kjarnorkuákvæðinu“ væri ekki beitt var á þá leið að flokkarnir vildu ekki afsala sér því vopni í framtíðinni. Jafnframt sagði hann að með beitingu greinarinnar gætu þeir sem stæðu í málþófi, sem voru Miðflokksmenn í því tilfelli, litið út eins og píslarvottar sem væru þaggaðir niður í þinginu. Sigmundur sagði ákvæðið gróft fyrir þrettán árum Hægt er að finna enn eldri dæmi um „kjarnorkuákvæðið“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, notaði orðið í viðtali við Morgunblaðið í júní 2012, en þá var flokkur hans í minnihluta. Þegar viðtalið var tekið var uppi sú staða í stjórnmálunum að forsetakosningar voru á næsta leyti, eftir tólf daga, og mörgum þótti ótækt að þingið væri en starfrækt með svo stutt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur vildi að mál sem stjórnarnandstaðan var ekki sátt, en þar var meðal annars frumvarp um veiðigjöld, með færu ekki í gegn heldur myndi þingið koma aftur saman um miðjan ágúst og taka þau fyrir á ný þá. Sigmundur var þá spurður hvort honum þætti um að beita greininni, stöðva þingræður og koma málinu í atkvæðagreiðslu. „Mér finnst ólíklegt að ríkisstjórnin muni beita því sem í daglegu tali er kallað kjarnorkuákvæðið,“ sagði Sigmundur. „Að beita þessari aðferð til að knýja þetta mál í gegn væri því mjög gróft. En ég geri ráð fyrir að við höldum áfram að funda á morgun og sjáum hvort hægt verði að ná niðurstöðu.“ Umrætt viðtal birtist þann 18. júní 2012, en seinna sama dag var greint frá því að búið væri að semja um þinglok, og að umrætt veiðigjaldafrumvarp færi í gegn. Þá minnast á svipað hugtak sem notað var í Morgunblaðinu árið 2005 um álíka ákvæði sem notað er til að bregðast við málþófi í Bandaríkjunum. Það er orðið „dómsdagsúrræði“.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira