Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 22:33 Popparinn Justin Bieber birti myndband af sér dansa við rapparann Sexyy Red sem hefur vakið athygli fólks. Netverjar eru ekki par sáttir með nýjasta útspil Justins Bieber sem birti í dag myndband af sér að dansa með rapparanum Sexyy Red og kyssa hana á ennið. Sexyy Red rappar á laginu „Sweet Spot“ á nýjustu plötu Bieber. Swag,sjöunda plata popparans kanadíska, kom út í nótt í kjölfar mikillar umræðu og fréttaflutnings um andlega heilsu popparans. Bieber auglýsti plötuna ekkert fyrr en í gærkvöldi þegar hann birti fimmtán færlsur á Instagram þar sem plötuumslagið sást á hinum ýmsum auglýsingaskiltum, þar á meðal við Fellsmúla í Reykjavík. Rýnt hefur verið í ýmsa texta úr lögum plötunnar sem virðast gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Sögusagnir þess efnis hafa verið háværar síðustu misseri vegna framkomu rapparans. Á laginu „Sweet Spot“ syngur Bieber undir hægum takti um náin kynni og rappar bandaríski rapparinn Sexyy Red vers á laginu. Bieber birti síðan í hádeginu í dag myndband á Instagram af sér og sexyy Red dansa við lagið. Bieber taggar rapparann í færslunni og skrifar: „elska þig vinkonaaaaaaaaaaa.“ „Freðinn í þessu myndbandi[,] ekki dæma 🤏🏼,“ skrifar hann einnig í færslunni en popparinn er sýnilega ekki allsgáður í myndbandinu og virðist vera bólufreðinn. Þar að auki er búið að setja undarlegan reykfilter yfir myndefnið. Ekki nóg með að þau dansi í myndbandinu heldur tekur Bieber utan um Red og kyssir hana á ennið á einum tímapunkti. Ekki fyrsti kossinn sem vekur athygli Kossinn virðist hafa farið öfugt ofan í marga aðdáendur popparans í ljósi þess að hann er giftur og á barn. Vinsælustu ummælin við færsluna eru öll í svipuðum dúr. „Þú ert pabbi, þú ert eiginmaður, það er eins og þú fattir það ekki,“ skrifar einn notandi. „Það er erfitt að vera Hailey satt að segja,“ segir í öðrum vinsælum ummælum. Þó eru einhverjir sem koma popparanum til varnar; karlar og konur megi alveg vera vinir og það sé ekkert að því að vinir skemmti sér saman. Vinskapur Bieber og Red teygir sig nokkura mánuði aftur í tímann en Bieber mætti í 27 ára afmæli rapparans í apríl og náði líka þá að ergja fólk. Í myndbandi sem var tekið í afmælinu knúsuðust þau tvo og Bieber smellti síðan sakleysislegum kossi á kinn rapparans. Bandaríkin Hollywood Tónlist Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23 Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Swag,sjöunda plata popparans kanadíska, kom út í nótt í kjölfar mikillar umræðu og fréttaflutnings um andlega heilsu popparans. Bieber auglýsti plötuna ekkert fyrr en í gærkvöldi þegar hann birti fimmtán færlsur á Instagram þar sem plötuumslagið sást á hinum ýmsum auglýsingaskiltum, þar á meðal við Fellsmúla í Reykjavík. Rýnt hefur verið í ýmsa texta úr lögum plötunnar sem virðast gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Sögusagnir þess efnis hafa verið háværar síðustu misseri vegna framkomu rapparans. Á laginu „Sweet Spot“ syngur Bieber undir hægum takti um náin kynni og rappar bandaríski rapparinn Sexyy Red vers á laginu. Bieber birti síðan í hádeginu í dag myndband á Instagram af sér og sexyy Red dansa við lagið. Bieber taggar rapparann í færslunni og skrifar: „elska þig vinkonaaaaaaaaaaa.“ „Freðinn í þessu myndbandi[,] ekki dæma 🤏🏼,“ skrifar hann einnig í færslunni en popparinn er sýnilega ekki allsgáður í myndbandinu og virðist vera bólufreðinn. Þar að auki er búið að setja undarlegan reykfilter yfir myndefnið. Ekki nóg með að þau dansi í myndbandinu heldur tekur Bieber utan um Red og kyssir hana á ennið á einum tímapunkti. Ekki fyrsti kossinn sem vekur athygli Kossinn virðist hafa farið öfugt ofan í marga aðdáendur popparans í ljósi þess að hann er giftur og á barn. Vinsælustu ummælin við færsluna eru öll í svipuðum dúr. „Þú ert pabbi, þú ert eiginmaður, það er eins og þú fattir það ekki,“ skrifar einn notandi. „Það er erfitt að vera Hailey satt að segja,“ segir í öðrum vinsælum ummælum. Þó eru einhverjir sem koma popparanum til varnar; karlar og konur megi alveg vera vinir og það sé ekkert að því að vinir skemmti sér saman. Vinskapur Bieber og Red teygir sig nokkura mánuði aftur í tímann en Bieber mætti í 27 ára afmæli rapparans í apríl og náði líka þá að ergja fólk. Í myndbandi sem var tekið í afmælinu knúsuðust þau tvo og Bieber smellti síðan sakleysislegum kossi á kinn rapparans.
Bandaríkin Hollywood Tónlist Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23 Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23
Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49