Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 22:33 Popparinn Justin Bieber birti myndband af sér dansa við rapparann Sexyy Red sem hefur vakið athygli fólks. Netverjar eru ekki par sáttir með nýjasta útspil Justins Bieber sem birti í dag myndband af sér að dansa með rapparanum Sexyy Red og kyssa hana á ennið. Sexyy Red rappar á laginu „Sweet Spot“ á nýjustu plötu Bieber. Swag,sjöunda plata popparans kanadíska, kom út í nótt í kjölfar mikillar umræðu og fréttaflutnings um andlega heilsu popparans. Bieber auglýsti plötuna ekkert fyrr en í gærkvöldi þegar hann birti fimmtán færlsur á Instagram þar sem plötuumslagið sást á hinum ýmsum auglýsingaskiltum, þar á meðal við Fellsmúla í Reykjavík. Rýnt hefur verið í ýmsa texta úr lögum plötunnar sem virðast gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Sögusagnir þess efnis hafa verið háværar síðustu misseri vegna framkomu rapparans. Á laginu „Sweet Spot“ syngur Bieber undir hægum takti um náin kynni og rappar bandaríski rapparinn Sexyy Red vers á laginu. Bieber birti síðan í hádeginu í dag myndband á Instagram af sér og sexyy Red dansa við lagið. Bieber taggar rapparann í færslunni og skrifar: „elska þig vinkonaaaaaaaaaaa.“ „Freðinn í þessu myndbandi[,] ekki dæma 🤏🏼,“ skrifar hann einnig í færslunni en popparinn er sýnilega ekki allsgáður í myndbandinu og virðist vera bólufreðinn. Þar að auki er búið að setja undarlegan reykfilter yfir myndefnið. Ekki nóg með að þau dansi í myndbandinu heldur tekur Bieber utan um Red og kyssir hana á ennið á einum tímapunkti. Ekki fyrsti kossinn sem vekur athygli Kossinn virðist hafa farið öfugt ofan í marga aðdáendur popparans í ljósi þess að hann er giftur og á barn. Vinsælustu ummælin við færsluna eru öll í svipuðum dúr. „Þú ert pabbi, þú ert eiginmaður, það er eins og þú fattir það ekki,“ skrifar einn notandi. „Það er erfitt að vera Hailey satt að segja,“ segir í öðrum vinsælum ummælum. Þó eru einhverjir sem koma popparanum til varnar; karlar og konur megi alveg vera vinir og það sé ekkert að því að vinir skemmti sér saman. Vinskapur Bieber og Red teygir sig nokkura mánuði aftur í tímann en Bieber mætti í 27 ára afmæli rapparans í apríl og náði líka þá að ergja fólk. Í myndbandi sem var tekið í afmælinu knúsuðust þau tvo og Bieber smellti síðan sakleysislegum kossi á kinn rapparans. Bandaríkin Hollywood Tónlist Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23 Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Swag,sjöunda plata popparans kanadíska, kom út í nótt í kjölfar mikillar umræðu og fréttaflutnings um andlega heilsu popparans. Bieber auglýsti plötuna ekkert fyrr en í gærkvöldi þegar hann birti fimmtán færlsur á Instagram þar sem plötuumslagið sást á hinum ýmsum auglýsingaskiltum, þar á meðal við Fellsmúla í Reykjavík. Rýnt hefur verið í ýmsa texta úr lögum plötunnar sem virðast gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Sögusagnir þess efnis hafa verið háværar síðustu misseri vegna framkomu rapparans. Á laginu „Sweet Spot“ syngur Bieber undir hægum takti um náin kynni og rappar bandaríski rapparinn Sexyy Red vers á laginu. Bieber birti síðan í hádeginu í dag myndband á Instagram af sér og sexyy Red dansa við lagið. Bieber taggar rapparann í færslunni og skrifar: „elska þig vinkonaaaaaaaaaaa.“ „Freðinn í þessu myndbandi[,] ekki dæma 🤏🏼,“ skrifar hann einnig í færslunni en popparinn er sýnilega ekki allsgáður í myndbandinu og virðist vera bólufreðinn. Þar að auki er búið að setja undarlegan reykfilter yfir myndefnið. Ekki nóg með að þau dansi í myndbandinu heldur tekur Bieber utan um Red og kyssir hana á ennið á einum tímapunkti. Ekki fyrsti kossinn sem vekur athygli Kossinn virðist hafa farið öfugt ofan í marga aðdáendur popparans í ljósi þess að hann er giftur og á barn. Vinsælustu ummælin við færsluna eru öll í svipuðum dúr. „Þú ert pabbi, þú ert eiginmaður, það er eins og þú fattir það ekki,“ skrifar einn notandi. „Það er erfitt að vera Hailey satt að segja,“ segir í öðrum vinsælum ummælum. Þó eru einhverjir sem koma popparanum til varnar; karlar og konur megi alveg vera vinir og það sé ekkert að því að vinir skemmti sér saman. Vinskapur Bieber og Red teygir sig nokkura mánuði aftur í tímann en Bieber mætti í 27 ára afmæli rapparans í apríl og náði líka þá að ergja fólk. Í myndbandi sem var tekið í afmælinu knúsuðust þau tvo og Bieber smellti síðan sakleysislegum kossi á kinn rapparans.
Bandaríkin Hollywood Tónlist Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23 Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 10. júlí 2025 19:23
Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. 11. júlí 2025 08:49