Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar 12. júlí 2025 12:01 Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar: fullveldi þjóðarinnar. Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að. Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi hjá aðildarríkjum 19. júlí næstkomandi, nema þeim sé hafnað með formlegri yfirlýsingu. Ísland er meðal aðildarríkjanna en stjórnvöld hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hvers vegna veit nú enginn. Eru það hagsmunir eða heimska? RÚV fjallar ekki málið. Kemur það á óvart? Ógn við fullveldi Íslands Í stjórnarskrá Íslands segir skýrt í 1. grein að Ísland sé fullvalda ríki. Öll valdheimild stjórnvalda á upptök sín hjá íslensku þjóðinni, engum öðrum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að WHO geti í framtíðinni tekið sér vald til að lýsa yfir alþjóðlegum neyðarástandi og leggja fyrir einstök aðildarríki að framkvæma tilteknar ráðstafanir. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur: Erum við reiðubúin að framselja vald yfir eigin sóttvarnaráætlunum til aðila alþjóðastofnunar sem enginn Íslendingur hefur kosið? Mannréttindi og lýðræði í húfi Hér er ekki bara spurning um fullveldi ríkisins, heldur einnig um grundvallarréttindi borgaranna. Breytingarnar á IHR og nýi samningurinn gætu opnað dyrnar að eftirfarandi ráðstöfunum: a)Ferðatakmörkunum sem ákveðnar eru utan Íslands. b)Upplýsingasöfnun um heilsufar einstaklinga án innlends lýðræðislegs aðhalds eða eftirlits. c)Skyldubundnum bólusetningum, sóttkví eða öðrum aðgerðum sem óvíst er hvort Alþingi hefði samþykkt. d)Heilsufarsrannsóknir á ferðafólki, rafræn heilsuvottorð, skráningu upplýsinga og aukin fjármálaleg aðkoma einkaaðila að starfsemi stofnunarinnar. Við Íslendingar höfum áratugum saman lagt áherslu á mannréttindi, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Eigum við að leggja þessi verðmæti í hendur ólýðræðislegra embættismanna í Genf? Aðrar þjóðir eru varfærnar – erum við það einnig? Nokkur Evrópuríki hafa þegar vakið athygli á að breytingarnar gangi of langt og geti brotið gegn þeirra eigin stjórnarskrá. Sviss, sem hýsir höfuðstöðvar WHO, hefur kallað eftir skýrum fyrirvörum. Ísland má ekki sýna minni varfærni. Hvað eiga Íslendingar að gera? Við eigum að standa vörð um: Fullveldi þjóðarinnar. Rétt Alþingis til að ákveða aðgerðir á íslensku yfirráðasvæði. Lýðræðislegt aðhald og gagnsæi. Það þarf ekki að þýða að Ísland standi utan alþjóðlegrar samvinnu. En við verðum að tryggja að samvinna við WHO verði á okkar eigin forsendum og skilyrðislaust innan þeirra marka sem stjórnarskráin heimilar. Niðurstaða: Höfum kjark til að segja NEI? Ég skora á íslensk stjórnvöld að hafna þessum breytingum að óbreyttu. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti lýðheilsu – þetta snýst um það hver fær að taka ákvarðanir fyrir íslensku þjóðina.Það er kominn tími til að við spyrjum okkur og lýðræðiskjörna fulltrúa okkar:”Ef ekki við sjálf – hver á þá að verja fullveldi Íslands?” Fresturinn er að renna út Fresturinn til að senda höfnun rennur út 19. júlí 2025. Hafi slík yfirlýsing ekki borist WHO fyrir þann tíma, verða breytingarnar bindandi fyrir Ísland án frekari aðkomu löggjafans. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir málinu á Íslandi, á sama tíma og umræðan hefur farið vaxandi í ýmsum ríkjum sem telja fullveldi sitt í hættu vegna fyrirkomulagsins. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Júlíus Valsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar: fullveldi þjóðarinnar. Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að. Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi hjá aðildarríkjum 19. júlí næstkomandi, nema þeim sé hafnað með formlegri yfirlýsingu. Ísland er meðal aðildarríkjanna en stjórnvöld hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hvers vegna veit nú enginn. Eru það hagsmunir eða heimska? RÚV fjallar ekki málið. Kemur það á óvart? Ógn við fullveldi Íslands Í stjórnarskrá Íslands segir skýrt í 1. grein að Ísland sé fullvalda ríki. Öll valdheimild stjórnvalda á upptök sín hjá íslensku þjóðinni, engum öðrum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að WHO geti í framtíðinni tekið sér vald til að lýsa yfir alþjóðlegum neyðarástandi og leggja fyrir einstök aðildarríki að framkvæma tilteknar ráðstafanir. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur: Erum við reiðubúin að framselja vald yfir eigin sóttvarnaráætlunum til aðila alþjóðastofnunar sem enginn Íslendingur hefur kosið? Mannréttindi og lýðræði í húfi Hér er ekki bara spurning um fullveldi ríkisins, heldur einnig um grundvallarréttindi borgaranna. Breytingarnar á IHR og nýi samningurinn gætu opnað dyrnar að eftirfarandi ráðstöfunum: a)Ferðatakmörkunum sem ákveðnar eru utan Íslands. b)Upplýsingasöfnun um heilsufar einstaklinga án innlends lýðræðislegs aðhalds eða eftirlits. c)Skyldubundnum bólusetningum, sóttkví eða öðrum aðgerðum sem óvíst er hvort Alþingi hefði samþykkt. d)Heilsufarsrannsóknir á ferðafólki, rafræn heilsuvottorð, skráningu upplýsinga og aukin fjármálaleg aðkoma einkaaðila að starfsemi stofnunarinnar. Við Íslendingar höfum áratugum saman lagt áherslu á mannréttindi, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Eigum við að leggja þessi verðmæti í hendur ólýðræðislegra embættismanna í Genf? Aðrar þjóðir eru varfærnar – erum við það einnig? Nokkur Evrópuríki hafa þegar vakið athygli á að breytingarnar gangi of langt og geti brotið gegn þeirra eigin stjórnarskrá. Sviss, sem hýsir höfuðstöðvar WHO, hefur kallað eftir skýrum fyrirvörum. Ísland má ekki sýna minni varfærni. Hvað eiga Íslendingar að gera? Við eigum að standa vörð um: Fullveldi þjóðarinnar. Rétt Alþingis til að ákveða aðgerðir á íslensku yfirráðasvæði. Lýðræðislegt aðhald og gagnsæi. Það þarf ekki að þýða að Ísland standi utan alþjóðlegrar samvinnu. En við verðum að tryggja að samvinna við WHO verði á okkar eigin forsendum og skilyrðislaust innan þeirra marka sem stjórnarskráin heimilar. Niðurstaða: Höfum kjark til að segja NEI? Ég skora á íslensk stjórnvöld að hafna þessum breytingum að óbreyttu. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti lýðheilsu – þetta snýst um það hver fær að taka ákvarðanir fyrir íslensku þjóðina.Það er kominn tími til að við spyrjum okkur og lýðræðiskjörna fulltrúa okkar:”Ef ekki við sjálf – hver á þá að verja fullveldi Íslands?” Fresturinn er að renna út Fresturinn til að senda höfnun rennur út 19. júlí 2025. Hafi slík yfirlýsing ekki borist WHO fyrir þann tíma, verða breytingarnar bindandi fyrir Ísland án frekari aðkomu löggjafans. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir málinu á Íslandi, á sama tíma og umræðan hefur farið vaxandi í ýmsum ríkjum sem telja fullveldi sitt í hættu vegna fyrirkomulagsins. Höfundur er læknir.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar