Lífið

Ná­grannar kveðja sjón­varps­skjáinn

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þessi andlit kveðja nú í bili eftir tugi ára á skjánum.
Þessi andlit kveðja nú í bili eftir tugi ára á skjánum. Neighbours

Síðasta atriði áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágrannar hefur verið tekið upp. Þættirnir hafa verið á sjónvarpsskjáum áhorfenda í tugi ára.

Þættirnir, sem hafa lengi verið á dagskrá Sýnar, eru sápuópera um nágranna sem búa við götuna Ramsay Street. Þeir hafa verið á skjám sjónvarpsáhorfenda í tæplega fjörutíu ár, eða frá árinu 1985, og yfir níu þúsund þættir hafa nú þegar verið sýndir.

Síðasti tökudagur var í vikunni en síðasti þátturinn verður ekki sýndur fyrr en í desember. 

„Í dag er síðast tökudagur á okkar ástsælu Nágrönnum,“ stendur í færslunni.

Óvissa ríkti um framhald þáttanna árið 2022 þegar spurðist út að framleiðslufyrirtæki þeirra sá ekki fram á að halda framleiðslu þeirra áfram. Amazon tók við framleiðslunni og voru 460 þættir framleiddir.

„Nágrannar er sérstakur þáttur og það hefur verið heiður að fá að búa til nýjustu þáttaraðirnar fyrir tryggu áhorfendurna okkar um allan heim,“ segir Jason Herbison, framleiðandi þáttanna.

„Við höfum bætt við 460 þáttum við rúmlega níu þúsund þátta söguna, eitthvað sem við erum öll mjög stolt af.“

Alan Fletcher, sem lék Karl Kennedy og Jackie Woodburne, sem lék Susan Kennedy, segjast bæði afar þakklát en þau hafa bæði túlkað hlutverkin í um þrjátíu ár. 

„Við erum besta útgáfan af fjölskyldu. Þetta hefur verið villt ferðalag,“ sagði Woodburne samkvæmt umfjöllun Variety.


Tengdar fréttir

Nágrannar snúa aftur á Stöð 2 árið 2023

Þau sögulegu tíðindi urðu í gær að Nágrannar kvöddu sjónvarpsáhorfendur Stöðvar 2. Ástralska sjónvarpsþáttaröðin hefur verið á dagskrá sjónvarps í 37 ár og stefndi í að þáttaröðin myndi kveðja fyrir fullt og allt. Ekki varð af því, sem betur fer fyrir dygga aðdáendur.

Nágrannar fengu fjármagn og fara ekki fet

Sápuóperan Nágrannar kvaddi skjáinn fyrr á árinu eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannarnir sögðu bless og voru aðdáendur um heim allan í öngum sínum. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný þar sem ný þáttaröð er væntanleg.

Tárin féllu þegar Nágrannar kvöddu

Búið er að taka upp síðasta atriðið í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum sem eru að hætta eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannanir sögðu bless.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.